Fræðslunefnd
51. fundur
7. febrúar 2018
kl.
16:30
-
18:15
í Molanum fundarherbergi 1
Nefndarmenn
Pálína Margeirsdóttir
formaður
Elvar Jónsson
aðalmaður
Kjartan Glúmur Kjartansson
aðalmaður
Guðlaug Dana Andrésdóttir
aðalmaður
Starfsmenn
Þóroddur Helgason
Áheyrnarfulltrúi
Fundargerð ritaði:
Þóroddur Helgason
fræðslustjóri
Dagskrá
1.
Ósk um breytingu á skóladagatali - tilfærsla á starfsdegi
Fyrir liggur minnisblað frá fræðslustjóra þar sem fram kemur að beiðni hafi borist frá skólastjórnendum leikskólans Kærabæjar á Fáskrúðsfirði um breytingu á skóladagatali skólans. Óskað er eftir að skipulagsdagur sem átti að vera 17. apríl 2018 verði 3. apríl 2018. Búið er að bera breytinguna undir foreldraráð skólans sem hefur samþykkt hana fyrir sitt leyti.
Ástæðan fyrir beiðninni er að ekki gerist þörf á skipulagsdegi 17. apríl vegna námsferðar starfsmanna eins og leit út fyrir og hentugra er fyrir bæði starfsmenn og foreldra að hafa skipulagsdag 3. apríl en þá er einnig starfsdagur í Grunnskóla Fáskrúðsfjarðar.
Fræðslunefnd samþykkir beiðnina og biður leikskólastjóra að auglýsa breytinguna sem fyrst þannig að foreldrar geti gert viðeigandi ráðstafanir.
Ástæðan fyrir beiðninni er að ekki gerist þörf á skipulagsdegi 17. apríl vegna námsferðar starfsmanna eins og leit út fyrir og hentugra er fyrir bæði starfsmenn og foreldra að hafa skipulagsdag 3. apríl en þá er einnig starfsdagur í Grunnskóla Fáskrúðsfjarðar.
Fræðslunefnd samþykkir beiðnina og biður leikskólastjóra að auglýsa breytinguna sem fyrst þannig að foreldrar geti gert viðeigandi ráðstafanir.
2.
Skólanámskrár og starfsáætlanir
Teknar voru fyrir starfsáætlanir og skólanámskrár leik- og grunnskólanna í Fjarðabyggð fyrir skólaárið 2017-2018. Starfsáætlanir og skólanámskrár skólanna má finna á heimasíðum skólanna. Fræðslunefnd samþykkir fyrirliggjandi starfsáætlanir og skólanámskrár. Starfsáætlanir ársins 2018-2019 verða teknar fyrir í fræðslunefnd í september 2018.