Fara í efni

Fræðslunefnd

53. fundur
21. mars 2018 kl. 16:30 - 18:30
í Molanum fundarherbergi 3
Nefndarmenn
Pálína Margeirsdóttir formaður
Elvar Jónsson aðalmaður
Kjartan Glúmur Kjartansson aðalmaður
Guðlaug Dana Andrésdóttir aðalmaður
Starfsmenn
Gerður Ósk Oddsdóttir Áheyrnarfulltrúi
Þóroddur Helgason Áheyrnarfulltrúi
Bryndís Guðmundsdóttir Áheyrnarfulltrúi
Fundargerð ritaði:
Þóroddur Helgason Fræðslustjóri
Dagskrá
1.
Öryggisstefna
Málsnúmer 1803011
Framlögð drög að uppfærðri upplýsingaöryggisstefnu sem leysir af hólmi eldri upplýsingaöryggisstefnu frá 2013. Stefnunni er ætlað að mæta kröfum sem ný persónuverndarlöggjöf krefur og reglugerð Evrópusambandsins áskilur að aðildarlönd þeirra innleiði. Bæjarráð hefur samþykkt stefnuna, fyrir sitt leyti og vísað henni til afgreiðslu bæjarstjórnar. Stefnunni var jafnframt vísað til kynningar í nefndum sveitarfélagsins. Lagt fram til kynningar.
2.
Útvistunarstefna
Málsnúmer 1803012
Framlögð drög að útvistunarstefnu upplýsingatæknimála ásamt minnisblaði. Með drögum þessum er skýrð heimild til útvistunar á rekstri upplýsingatæknikerfa til samræmis við ákvæði nýrra persónuverndarlaga og reglugerðar Evrópusambandsins um aukna persónuvernd. Bæjarráð samþykkti stefnuna fyrir sitt leyti og vísaði henni til afgreiðslu bæjarstjórnar. Stefnunni var jafnframt vísað til kynningar í nefndum sveitarfélagsins. Lagt fram til kynningar.
3.
Skóladagatöl 2018-2019
Málsnúmer 1803048
Fyrir liggja skóladagatöl leik-, grunn- og tónlistarskóla í Fjarðabyggð þar sem sést hvernig starfs-, skipulags- og vetrarfrídagar raðast niður á almanaksárið. Reynt er að samræma frídaga nemenda í hverjum byggðarkjarna eftir því sem kostur er og tekst það að mestu. Fræðslunefnd frestar afgreiðslu skóladagatals Stöðvarfjarðarskóla til næsta fundar nefndarinnar, en samþykkir önnur skóladagatöl.
4.
Læsisstefna Fjarðabyggðar
Málsnúmer 1803047
Fræðslunefnd ræddi um fyrirhugaða vinnu við læsisstefnu Fjarðabyggðar. Fyrir lá minnisblað frá fræðslustjóra þar sem m.a. er fjallað um vinnu sem fram hefur farið í tengslum við læsissáttmálann sem undirritaður var haustið 2015. Þar er m.a. minnst á samstarfsverkefni með öðrum skólum á Austurlandi, aukna kennsluráðgjöf við Skólaskrifstofu Austurlands, áherslu á snemmtæka íhlutun í bæði leik- og grunnskólum, þróunarverkefni tengdum lestri og leiðbeinandi skimunum. Fræðslustjóri greindi frá hugmyndum um það hvernig best væri staðið að vinnu við læsisstefnu, m.a. samstarfi við Skólaskrifstofu Austurlands og Miðstöð skólaþróunar Háskólans á Akureyri. Fræðslunefnd tekur undir hugmyndirnar og felur fræðslustjóra að vinna málið áfram. Stefnt er að því að ljúka við læsisstefnuna á árinu 2018.
5.
Húsnæðisstefna Fjarðabyggðar
Málsnúmer 1611104
Framlagt minnisblað og drög húsnæðisstefnu Fjarðabyggðar sem trúnaðarmál, fyrir síðari umræðu í bæjarstjórn. Bæjarráð samþykkir að vísa húsnæðisstefnu til umfjöllunar í nefndum sveitarfélagsins og því næst til lokaafgreiðslu bæjarstjórnar við síðari umræðu 22. mars 2018. Engar athugasemdir gerðar.