Fræðslunefnd
54. fundur
18. apríl 2018
kl.
16:30
-
18:30
í Molanum fundarherbergi 1 og 2
Nefndarmenn
Pálína Margeirsdóttir
formaður
Elvar Jónsson
aðalmaður
Kjartan Glúmur Kjartansson
aðalmaður
Guðlaug Dana Andrésdóttir
aðalmaður
Starfsmenn
Þóroddur Helgason
ritari
Fundargerð ritaði:
Þóroddur Helgason
Fræðslustjóri
Dagskrá
1.
Úthlutun úr Endurmennturnarsjóði grunnskóla 2018
Stjórn Námsleyfasjóðs, sem fer með málefni Endurmenntunarsjóðs grunnskóla, hefur lokið úthlutun árið 2018. Alls bárust umsóknir um styrki til 209 verkefna frá 77 umsækjendum upp á rúmar 101 milljón króna. Ákveðið var að veita styrki til 208 verkefna og nam heildarfjárhæð styrkloforða kr. 47.691.000.
Áherslusvið sjóðsins að þessu sinni voru verkefni sem tengjast bekkjarbrag, lærdómssamfélaginu og foreldrasamvinnu. Fjölskyldusvið Fjarðabyggðar fékk styrk í fjögur verkefni, námskeið í listsköpun, námskeið í kynfræðslu fyrir grunnskóla og tvö námskeið í Uppeldi til ábyrgðar, námskeið fyrir stýrihópa skólanna og Uppbygging I. Samtals styrkur upp á 702.000 kr. Einnig fékk Grunnskóli Eskifjarðar styrk sem og Grunnskóli Reyðarfjarðar og Skólaskrifstofa Austurlands, sjá nánar í fylgiskjali.
Áherslusvið sjóðsins að þessu sinni voru verkefni sem tengjast bekkjarbrag, lærdómssamfélaginu og foreldrasamvinnu. Fjölskyldusvið Fjarðabyggðar fékk styrk í fjögur verkefni, námskeið í listsköpun, námskeið í kynfræðslu fyrir grunnskóla og tvö námskeið í Uppeldi til ábyrgðar, námskeið fyrir stýrihópa skólanna og Uppbygging I. Samtals styrkur upp á 702.000 kr. Einnig fékk Grunnskóli Eskifjarðar styrk sem og Grunnskóli Reyðarfjarðar og Skólaskrifstofa Austurlands, sjá nánar í fylgiskjali.
2.
Niðurstöður úr Skólavoginni
Í febrúar 2018 lagði Skólapúlsinn fyrir foreldrakönnun í grunnskólum Fjarðabyggðar og í mars í leikskólunum á Fáskrúðsfirði, Reyðarfirði og Eskifirði. Niðurstöður hafa borist skólunum og unnið verður með niðurstöðurnar innan hvers skóla þar sem niðurstöður eru kynntar starfsmönnum, skólaráði/foreldraráði og foreldrum. Könnunin snertir marga þætti skólastarfs og nýtist sem hjálpartæki fyrir framþróun skólastarfs. Fræðslunefnd fór sameiginlega yfir helstu niðurstöður og óskar skólunum góðs gengis við úrvinnslu niðurstaðna.
3.
Reglur um kynningar, auglýsingar og gjafir í skóla- og frístundastarfi í Fjarðabyggð
Fræðslunefnd fór yfir drög að reglum um kynningar, auglýsingar og gjafir í skóla- og frístundastarfi í Fjarðabyggð. Umræðu frestað til næsta fundar.