Fara í efni

Fræðslunefnd

55. fundur
9. maí 2018 kl. 16:30 - 18:30
í Molanum fundarherbergi 1 og 2
Nefndarmenn
Pálína Margeirsdóttir formaður
Aðalheiður Vilbergsdóttir aðalmaður
Elvar Jónsson aðalmaður
Starfsmenn
Þóroddur Helgason Áheyrnarfulltrúi
Birgir Jónsson embættismaður
Þórdís Mjöll Benediktsdóttir embættismaður
Fundargerð ritaði:
Þóroddur Helgason Fræðslustjóri
Dagskrá
1.
Fundargerðir framkvæmdastjórnar Skólaskrifstofu 2018
Málsnúmer 1804120
Fundargerð framkvæmdarstjórnar Skólaskrifstofu Austurlands var lögð fram til kynningar. Í framkvæmdastjórninni var m.a. fjallað um tillögu starfshóps á fjölskyldusviði Fjarðabyggðar um styrkingu stoðþjónustu. Framkvæmdastjórnin fól forstöðumanni Skólaskrifstofu Austurlands að ræða við félagsmálastjóra svæðisins og fræðslustjóra um frekara samstarf og samvinnu um að auka sálfræðiþjónustu SKA með því markmiði að stytta biðlista og efla snemmtæka íhlutun.
2.
Skýrsla um aðlögun, stöðu og viðhorf innflytjenda á Austurlandi
Málsnúmer 1804154
Lögð er fram til kynningar rannsóknarskýrsla um aðlögun og upplifun innflytjenda á Austurlandi. Austurbrú lét framkvæma rannsóknina meðal innflytjenda síðasta haust. Þróunarsjóður innflytjendamála styrkti verkefnið. Markmið rannsóknarinnar var að kanna aðlögun, stöðu og viðhorf innflytjenda á Austurlandi. Meðal annars var kannað hvernig búið er að upplýsingagjöf opinberra stofnana með því að skoða heimasíður og upplýsingaveitur. Einnig var sendur út spurningalisti og gerð símakönnun meðal innflytjenda á Austurlandi og fékkst nokkuð góð svörun frá markhópnum.
Helstu niðurstöður eru þær að almennt voru innflytjendur á Austurlandi sáttir við stöðu sína og töldu sig hafa aðlagast vel í samfélaginu. Þeir töldu vel tekið á móti fólki og tóku virkan þátt í félagsstarfi. Í viðhorfskönnun kom í ljós að innflytjendur eru almennt ánægðir með skólana en nokkuð virðist vanta upp á stuðning við móðurmál og þá um leið íslenskukennslu. Skýrsluna í heild sinni má finna hér http://www.austurbru.is/static/files/PDF/2018/innflytjendur-lokaskyrsla.pdf
3.
Reglur um kynningar, auglýsingar og gjafir í skóla- og frístundastarfi í Fjarðabyggð
Málsnúmer 1804078
Tekin voru fyrir drög að reglum um kynningar, auglýsingar og gjafir í skóla og frístundastarfi í Fjarðabyggð. Frestað til næsta fundar.
4.
Sameining skóla í Breiðdal og á Stöðvarfirð vegna sameiningar sveitarfélaga.
Málsnúmer 1805016
Fræðslustjóri kynnti vinnu sem er í gangi um sameiningu skóla á Breiðdalsvík og Stöðvarfirði. Vinnan er í höndum stjórnar til undirbúnings stofnunar nýs sveitarfélags og unnið er samkvæmt áherslum sem settar voru fram í kynningarbæklingi fyrir sameiningarkosningar.