Fræðslunefnd
56. fundur
20. júní 2018
kl.
16:30
-
18:30
í Molanum fundarherbergi 1 og 2
Nefndarmenn
Sigurður Ólafsson
formaður
Aðalbjörg Guðbrandsdóttir
aðalmaður
Jóhanna Sigfúsdóttir
aðalmaður
Alma Sigurbjörnsdóttir
áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
Þóroddur Helgason
embættismaður
Bryndís Guðmundsdóttir
Áheyrnarfulltrúi
Fundargerð ritaði:
Þóroddur Helgason
fræðslustjóri
Dagskrá
1.
Erindisbréf fræðslunefndar
Vísað frá bæjarstjórn til kynningar fagnefndar erindisbréfi nefndarinnar. Fræðslunefnd gerir ekki athugasemdir við erindisbréfið og vísar því til afgreiðslu bæjarráðs.
2.
Lýðheilsa ungs fólks í 8.-10.b. í Fjarðabyggð 2018
Lögð er fram til kynningar skýrsla frá Rannsóknum og greiningu um lýðheilsu ungs fólks í Fjarðabyggð 2018. Skýrslan byggir á könnun frá í febrúar 2018 sem gerð var í öllum 8.-10. bekkjum landsins. Skýrslan sýnir niðurstöðu ungmennanna í Fjarðabyggð samanborið við höfuðborgarsvæðið og landið í heild. Spurt var um eftirfarandi þætti: Þróun vímuefnaneyslu - áfengisneyslu, tóbaksnotkun og aðra vímuefnaneyslu, viðhorf foreldra nemenda í 10. bekk til neyslu, félagslega þætti, útivistartíma og heilsu og líðan. Fulltrúar Rannsóknar og greiningar munu koma austur í haust og kynna niðurstöður í Fjarðabyggð. Skýrslan er aðgengileg á heimasíðu Fjarðabyggðar.
3.
Skóladagatöl 2018-2019
Fyrir liggja skóladagatöl Breiðdals- og Stöðvarfjarðarskóla, leikskóladeildar og grunnskólans. Á skóladagatölunum kemur m.a. fram hvernig starfs-, skipulags- og vetrarfrídagar raðast niður á almanaksárið. Fræðslunefnd samþykkir skóladagatölin.
4.
Snjallsímanotkun í grunnskólum Fjarðabyggðar
Á fundi bæjarráðs 21. maí var eftirfarandi bókun samþykkt, "Bæjarráð Fjarðabyggðar leggur til að fræðslunefnd taki afstöðu til þess að snjallsímanotkun barna og unglinga í grunnskólum Fjarðabyggðar verði bönnuð frá og með næsta skólaári.
Er nemendum heimilt að koma með snjallsíma í skólann, en á meðan að skólastarfi stendur er hann í vörslu skólaritara og verður afhentur nemenda í lok skóladags. Sveitarfélagið skuldbindur sig á móti að fjárfesta í spjaldtölvum ef þess gerist þörf vegna kennslu.
Margar þjóðir m.a Frakkland, hafa bannað snjallsíma í grunnskólum. Rannsóknir sýna að aukin snjallsímanotkun barna hefur áhrif á andlega líðan barna og unglinga og eykur kvíða og þunglyndi. Skólinn á að vera sá vettvangur þar sem börn og unglingar eiga félagsleg samskipti sín á milli án truflana frá símtækjum." Fræðslunefnd vill fá mat skólastjórnenda og Skólaskrifstofu Austurlands á notkun snjalltækja í skólum, kosti og galla, fræðslustjóra falið að kalla eftir upplýsingum.
Er nemendum heimilt að koma með snjallsíma í skólann, en á meðan að skólastarfi stendur er hann í vörslu skólaritara og verður afhentur nemenda í lok skóladags. Sveitarfélagið skuldbindur sig á móti að fjárfesta í spjaldtölvum ef þess gerist þörf vegna kennslu.
Margar þjóðir m.a Frakkland, hafa bannað snjallsíma í grunnskólum. Rannsóknir sýna að aukin snjallsímanotkun barna hefur áhrif á andlega líðan barna og unglinga og eykur kvíða og þunglyndi. Skólinn á að vera sá vettvangur þar sem börn og unglingar eiga félagsleg samskipti sín á milli án truflana frá símtækjum." Fræðslunefnd vill fá mat skólastjórnenda og Skólaskrifstofu Austurlands á notkun snjalltækja í skólum, kosti og galla, fræðslustjóra falið að kalla eftir upplýsingum.