Fræðslunefnd
58. fundur
22. ágúst 2018
kl.
16:30
-
18:33
í Molanum fundarherbergi 1 og 2
Nefndarmenn
Sigurður Ólafsson
formaður
Birta Sæmundsdóttir
aðalmaður
Aðalbjörg Guðbrandsdóttir
aðalmaður
Jóhanna Sigfúsdóttir
aðalmaður
Alma Sigurbjörnsdóttir
áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
Gerður Ósk Oddsdóttir
áheyrnarfulltrúi
Þóroddur Helgason
embættismaður
Bryndís Guðmundsdóttir
áheyrnarfulltrúi
Birgir Jónsson
áheyrnarfulltrúi
Fundargerð ritaði:
Þóroddur Helgason
fræðslustjóri
Dagskrá
1.
Fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar 2019
Fræðslunefnd ræddi áherslur í starfs- og fjárhagsáætlun fræðslumála fyrir árið 2019.
2.
Snjallsímanotkun í grunnskólum Fjarðabyggðar
Til umræðu var tillaga bæjarráðs um snjallsímanotkun í grunnskólum sem vísað var til nefndarinnar í maí síðastliðnum. Fræðslunefnd kallaði eftir áliti frá Skólaskrifstofu Austurlands, skólastjórum grunnskólanna í Fjarðabyggð og einnig fékk nefndin álit frá persónuverndarráðgjafa Fjarðabyggðar. Á síðasta fundi var farið yfir álitin. Niðurstaða fræðslunefndar er að æskilegast sé að auka snjalltækjakost grunnskólanna í Fjarðabyggð og miða við að viðunandi búnaður verði kominn í skólana í byrjun árs 2019. Samhliða snjalltækjavæðingunni verði nemendum meinað að mæta með snjallsíma og önnur snjalltæki í skóla nema með sérstakri undanþágu frá skólastjóra. Fræðslunefnd leggur til að settur verði á fót starfshópur skipaður skólastjórum grunnskólanna í Fjarðabyggð og fræðslustjóra sem meti þörf á snjalltækjaeign skólanna og geri tillögu að kaupum á snjalltækjum til fræðslunefndar fyrir 15. október. Fyrir liggur stefnumörkun í fræðslumálum í Fjarðabyggð sjá dagskrárlið 3 og mun þar mörkuð stefna í upplýsingatækni í skólum Fjarðabyggðar.
3.
Stefnumörkun í fræðslumálum í Fjarðabyggð
Fræðslunefnd ræddi fyrirliggjandi stefnumörkun í fræðslumálum í Fjarðabyggð. Farið var yfir gildandi stefnur, fjölskyldustefnu og fræðslu- og frístundastefnu og rætt um tímasetningar og umfang vinnu við stefnumörkun. Frekari umræðu frestað til næsta fundar.
4.
Reglur um leikskóla
Vegna sameiningar sveitarfélaganna Breiðdalshrepps og Fjarðabyggðar er verið að endurskoða reglur sveitarfélaganna og þ.á.m. reglur um leikskóla. Fræðslunefnd leggur til að gildandi reglur í Fjarðabyggð verði samþykktar með lítillegum breytingum.
5.
Beiðni um undanþágu vegna merkingar á skólabíl
Borist hefur bréf frá akstursaðila í Breiðdal um undanþágu fyrir sérstök merki og ljósabúnað fyrir skólabíl. Ástæðan fyrir undanþágunni er að farþegum er einungis hleypt inn eða út úr skólabílnum utan alfaraleiðar, þ.e. heim við bæi og á stæði við Breiðdals- og Stöðvarfjarðarskóla. Fræðslunefnd mælir með að undanþágan sé veitt af fyrrgreindum ástæðum.