Fara í efni

Fræðslunefnd

61. fundur
9. október 2018 kl. 16:00 - 18:50
í Molanum fundarherbergi 1
Nefndarmenn
Sigurður Ólafsson formaður
Birta Sæmundsdóttir aðalmaður
Jóhanna Sigfúsdóttir aðalmaður
Alma Sigurbjörnsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
Bryndís Guðmundsdóttir áheyrnarfulltrúi
Þóroddur Helgason embættismaður
Fundargerð ritaði:
Þóroddur Helgason Fræðslustjóri
Dagskrá
1.
Lýðheilsa ungs fólks í 8.-10.b. í Fjarðabyggð 2018
Málsnúmer 1806041
Þessi liður var tekinn fyrir á sameiginlegum fundi félagsmála-, fræðslu- og íþrótta- og tómstundanefndar. Margrét Lilja Guðmundsdóttir sérfræðingur hjá Rannsóknum og greiningu og kennari á íþróttafræðisviði Háskólans í Reykjavík fjallaði um niðurstöður lýðheilsurannsókna ungs fólks í Fjarðabyggð. Hún ásamt Bryndísi Jónsdóttur verkefnastjóra hjá Heimili og skóla halda opinn fund í Grunnskóla Reyðarfjarðar fyrir foreldra og elstu nemendur skólans í kvöld, þriðjudaginn 9. október. Bryndís mun þar fjalla um mikilvægi foreldra í forvörnum og 18 ára ábyrgð.
Eftir fyrirlesturinn voru umræður.
2.
Starfs- og fjárhagsáætlun fræðslunefndar 2019
Málsnúmer 1809012
Farið var yfir drög að starfsáætlun fræðslusvið 2019. Einnig var farið yfir launaáætlun og vinnu við fjárhagsáætlun, aðra rekstrarliði en launaliði. Fræðslustjóra falið að ljúka við fjárhagsáætlun í samræmi við forsendur starfsáætlunar.
3.
Stúdentaskipti milli Fjarðabyggðar (Fáskrúðsfjarðar) og Gravelines
Málsnúmer 1706147
Framlögð tillaga að útfærslu nemenda- og starfsskipta vinabæjarins Gravelines við Fjarðabyggð. Tillögunni var vísað frá bæjarráði til kynningar í fræðslunefnd. Fræðslunefnd fagnar tillögunni og vonast til að hún eigi eftir að gagnast vel ungmennum í Fjarðabyggð.