Fræðslunefnd
61. fundur
9. október 2018
kl.
16:00
-
18:50
í Molanum fundarherbergi 1
Nefndarmenn
Sigurður Ólafsson
formaður
Birta Sæmundsdóttir
aðalmaður
Jóhanna Sigfúsdóttir
aðalmaður
Alma Sigurbjörnsdóttir
áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
Bryndís Guðmundsdóttir
áheyrnarfulltrúi
Þóroddur Helgason
embættismaður
Fundargerð ritaði:
Þóroddur Helgason
Fræðslustjóri
Dagskrá
1.
Lýðheilsa ungs fólks í 8.-10.b. í Fjarðabyggð 2018
Þessi liður var tekinn fyrir á sameiginlegum fundi félagsmála-, fræðslu- og íþrótta- og tómstundanefndar. Margrét Lilja Guðmundsdóttir sérfræðingur hjá Rannsóknum og greiningu og kennari á íþróttafræðisviði Háskólans í Reykjavík fjallaði um niðurstöður lýðheilsurannsókna ungs fólks í Fjarðabyggð. Hún ásamt Bryndísi Jónsdóttur verkefnastjóra hjá Heimili og skóla halda opinn fund í Grunnskóla Reyðarfjarðar fyrir foreldra og elstu nemendur skólans í kvöld, þriðjudaginn 9. október. Bryndís mun þar fjalla um mikilvægi foreldra í forvörnum og 18 ára ábyrgð.
Eftir fyrirlesturinn voru umræður.
Eftir fyrirlesturinn voru umræður.
2.
Starfs- og fjárhagsáætlun fræðslunefndar 2019
Farið var yfir drög að starfsáætlun fræðslusvið 2019. Einnig var farið yfir launaáætlun og vinnu við fjárhagsáætlun, aðra rekstrarliði en launaliði. Fræðslustjóra falið að ljúka við fjárhagsáætlun í samræmi við forsendur starfsáætlunar.
3.
Stúdentaskipti milli Fjarðabyggðar (Fáskrúðsfjarðar) og Gravelines
Framlögð tillaga að útfærslu nemenda- og starfsskipta vinabæjarins Gravelines við Fjarðabyggð. Tillögunni var vísað frá bæjarráði til kynningar í fræðslunefnd. Fræðslunefnd fagnar tillögunni og vonast til að hún eigi eftir að gagnast vel ungmennum í Fjarðabyggð.