Fræðslunefnd
62. fundur
24. október 2018
kl.
16:30
-
19:20
í Molanum fundarherbergi 1 og 2
Nefndarmenn
Sigurður Ólafsson
formaður
Birta Sæmundsdóttir
aðalmaður
Jóhanna Sigfúsdóttir
aðalmaður
Alma Sigurbjörnsdóttir
áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
Bryndís Guðmundsdóttir
áheyrnarfulltrúi
Þóroddur Helgason
embættismaður
Fundargerð ritaði:
Þóroddur Helgason
fræðslustjóri
Dagskrá
1.
Starfsáætlanir og skólanámskrár leikskóla
Skólastjórnendur leikskólanna Lyngholts, Kærabæjar og Dalborgar gerðu grein fyrir starfsáætlunum skólanna fyrir skólaárið 2018-2019 og svöruðu spurningum nefndarmanna um þær sem og skólanámskrár skólanna. Fræðslunefnd samþykkir starfsáætlanir og skólanámskrár skólanna og þakkar skólastjórnendunum fyrir greinargóðar upplýsingar um starfsemi þeirra.
2.
Gjaldskrá grunnskóla 2019
Fræðslunefnd samþykkir gjaldskrá fyrir grunnskóla vegna 2019 og vísar afgreiðslu til bæjarráðs. Gjaldskráin er óbreytt frá árinu 2018.
3.
Gjaldskrá leikskóla 2019
Fræðslunefnd samþykkir gjaldskrá fyrir leikskóla vegna 2019 og vísar afgreiðslu til bæjarráðs. Gjaldskráin er óbreytt frá gjaldskrá sem tók gildi 1. október 2018.
4.
Gjaldskrá skóladagheimila 2019
Fræðslunefnd samþykkir gjaldskrá fyrir frístundaheimili vegna 2019 og vísar afgreiðslu til bæjarráðs. Gjaldskráin er óbreytt frá árinu 2018.
5.
Gjaldskrá skólamats í grunnskólum 2019
Fræðslunefnd samþykkir gjaldskrá fyrir skólamat í grunnskólum vegna 2019 og vísar afgreiðslu til bæjarráðs. Gjaldskrá fyrir skólamat í grunnskólum helst óbreytt frá samþykktri gjaldskrá frá 1. október 2018. Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins greiðir atkvæði á móti og leggur fram eftirfarandi bókun:
Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins lýsir yfir ánægju sinni með að í tillögum meirihlutans í fræðslunefnd eru ekki lagðar til hækkanir á gjaldskrám leikskóla og frístundaheimila.
Hins vegar getur fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í fræðslunefnd ekki samþykkt lækkun á skólamáltíðum um 33% eða úr 450 kr. í 300 kr. Lækkun sem er áætluð um 25 milljónir króna.
Í fyrsta lagi eru óskir fræðslunefndar umfram úthlutaðan ramma tugir milljóna króna. Óskir sem m.a snúa að auknu fé í kennslutímamagn, stuðningsfulltrúa, frístundaheimili, aukið stöðugildi námsráðgjafa, vinnufatnað skólaliða og tímamagni tónlistarskóla.
Liggur því ljóst fyrir að víða er þörf á auknu fé í starfi fræðslustofnana Fjarðabyggðar.
Í öðru lagi þá verður að líta á heildarmyndina á þeirri vegferði sem meirihluti fræðslunefndar er á. 33% lækkun á skólamáltíðum er einungis fyrsta skref meirihlutans í að bjóða uppá fríar skólamáltíðir í grunnskólum Fjarðabyggðar og því má áætla að heildarútgjöld sveitarfélagsins eftir 3 ár aukist um 100 milljónir vegna þessa.
Í þriðja lagi verður að líta til þeirrar matarsóunar sem kann að eiga sér stað þegar að máltíðir verða að fullu fríar. Erfitt eða ómögulegt verður að áætla hve margir eru í fæði á hverjum tíma og því er mikil hætta á að matarsóun verði meiri og kostnaður sveitarfélagsins aukist þegar að rukkað verður fyrir hvert einasta barn í grunnskólum Fjarðabyggðar.
Í fjórða lagi er með mun ódýrari hætti, í samvinnu við félagsmálasvið Fjarðabyggðar og skólayfirvöld í hverjum skóla, hægt að tryggja að öll börn fái mat í grunnskólum Fjarðabyggðar.
Fulltrúum meirihlutans er tíðrætt um Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna þessu tengt en Barnasáttmálinn gerir einmitt ríka kröfu til foreldra um ábyrgð á börnum sínum sbr. 18.grein sáttmálans þar sem segir m.a: Aðildarríki skulu gera það sem í þeirra valdi stendur til að tryggja að sú meginregla sé virt að foreldrar beri sameiginlega ábyrgð á að ala upp barn og koma því til þroska. Foreldrar, eða lögráðamenn, ef við á, bera aðalábyrgð á uppeldi barns og því að barni sé komið til þroska. Það sem barninu er fyrir bestu skal vera þeim efst í huga. og í 27.grein sáttmálans segir m.a: Aðildarríki viðurkenna rétt hvers barns til lífsafkomu sem nægir því til að ná líkamlegum, sálrænum, andlegum, siðferðilegum og félagslegum þroska. Foreldrar eða foreldri, eða aðrir sem ábyrgir eru fyrir uppeldi barns, bera höfuðábyrgð á því í samræmi við getu sína og fjárhagsaðstæður að sjá barni fyrir þeim lífsskilyrðum sem eru því nauðsynleg til að komast til þroska.
Í ljósi þessa hvetur fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í fræðslunefnd meirihluta nefndarinnar að endurskoða ákvörðun sína varðandi lækkun á skólamáltíðum og einbeita sér frekar að því að fé til fræðslumála fari í að rækja lögbundnar skyldur sveitarfélagsins við nemendur grunnskólanna sem og aðra íbúa sveitarfélagsins.
Fulltrúar meirihlutans leggja fram eftirfarandi bókun:
Meirihluti fræðslunefndar hafnar tillögu Sjálfstæðisflokksins og vísar í ákvæði í meirihlutasáttmála Framsóknarflokks og Fjarðalista um gjaldfrjálsar skólamáltíðir. Gjaldfrjálsar skólamáltíðir eru miklvægt jafnréttis og velferðarmál og er um að ræða lykilatriði í meirihlutasáttmálanum. Meirihluti fræðslunefndar vill einnig undirstrika að aukin framlög til fræðslumála í fjárhagsáætlun nefndarinnar eru að langmestu leyti til komin vegna fjölgunar barna í sveitarfélaginu og vegna launaskuldbindinga kjarasamninga.
Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins lýsir yfir ánægju sinni með að í tillögum meirihlutans í fræðslunefnd eru ekki lagðar til hækkanir á gjaldskrám leikskóla og frístundaheimila.
Hins vegar getur fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í fræðslunefnd ekki samþykkt lækkun á skólamáltíðum um 33% eða úr 450 kr. í 300 kr. Lækkun sem er áætluð um 25 milljónir króna.
Í fyrsta lagi eru óskir fræðslunefndar umfram úthlutaðan ramma tugir milljóna króna. Óskir sem m.a snúa að auknu fé í kennslutímamagn, stuðningsfulltrúa, frístundaheimili, aukið stöðugildi námsráðgjafa, vinnufatnað skólaliða og tímamagni tónlistarskóla.
Liggur því ljóst fyrir að víða er þörf á auknu fé í starfi fræðslustofnana Fjarðabyggðar.
Í öðru lagi þá verður að líta á heildarmyndina á þeirri vegferði sem meirihluti fræðslunefndar er á. 33% lækkun á skólamáltíðum er einungis fyrsta skref meirihlutans í að bjóða uppá fríar skólamáltíðir í grunnskólum Fjarðabyggðar og því má áætla að heildarútgjöld sveitarfélagsins eftir 3 ár aukist um 100 milljónir vegna þessa.
Í þriðja lagi verður að líta til þeirrar matarsóunar sem kann að eiga sér stað þegar að máltíðir verða að fullu fríar. Erfitt eða ómögulegt verður að áætla hve margir eru í fæði á hverjum tíma og því er mikil hætta á að matarsóun verði meiri og kostnaður sveitarfélagsins aukist þegar að rukkað verður fyrir hvert einasta barn í grunnskólum Fjarðabyggðar.
Í fjórða lagi er með mun ódýrari hætti, í samvinnu við félagsmálasvið Fjarðabyggðar og skólayfirvöld í hverjum skóla, hægt að tryggja að öll börn fái mat í grunnskólum Fjarðabyggðar.
Fulltrúum meirihlutans er tíðrætt um Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna þessu tengt en Barnasáttmálinn gerir einmitt ríka kröfu til foreldra um ábyrgð á börnum sínum sbr. 18.grein sáttmálans þar sem segir m.a: Aðildarríki skulu gera það sem í þeirra valdi stendur til að tryggja að sú meginregla sé virt að foreldrar beri sameiginlega ábyrgð á að ala upp barn og koma því til þroska. Foreldrar, eða lögráðamenn, ef við á, bera aðalábyrgð á uppeldi barns og því að barni sé komið til þroska. Það sem barninu er fyrir bestu skal vera þeim efst í huga. og í 27.grein sáttmálans segir m.a: Aðildarríki viðurkenna rétt hvers barns til lífsafkomu sem nægir því til að ná líkamlegum, sálrænum, andlegum, siðferðilegum og félagslegum þroska. Foreldrar eða foreldri, eða aðrir sem ábyrgir eru fyrir uppeldi barns, bera höfuðábyrgð á því í samræmi við getu sína og fjárhagsaðstæður að sjá barni fyrir þeim lífsskilyrðum sem eru því nauðsynleg til að komast til þroska.
Í ljósi þessa hvetur fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í fræðslunefnd meirihluta nefndarinnar að endurskoða ákvörðun sína varðandi lækkun á skólamáltíðum og einbeita sér frekar að því að fé til fræðslumála fari í að rækja lögbundnar skyldur sveitarfélagsins við nemendur grunnskólanna sem og aðra íbúa sveitarfélagsins.
Fulltrúar meirihlutans leggja fram eftirfarandi bókun:
Meirihluti fræðslunefndar hafnar tillögu Sjálfstæðisflokksins og vísar í ákvæði í meirihlutasáttmála Framsóknarflokks og Fjarðalista um gjaldfrjálsar skólamáltíðir. Gjaldfrjálsar skólamáltíðir eru miklvægt jafnréttis og velferðarmál og er um að ræða lykilatriði í meirihlutasáttmálanum. Meirihluti fræðslunefndar vill einnig undirstrika að aukin framlög til fræðslumála í fjárhagsáætlun nefndarinnar eru að langmestu leyti til komin vegna fjölgunar barna í sveitarfélaginu og vegna launaskuldbindinga kjarasamninga.
6.
Gjaldskrá tónlistarskóla 2019
Fræðslunefnd samþykkir fyrir sitt leyti gjaldskrá fyrir tónlistarskóla vegna 2019 og vísar afgreiðslu til bæjarráðs. Heilt yfir hækkar gjaldskráin um 2,9%.
7.
Starfs- og fjárhagsáætlun fræðslunefndar 2019
Fræðslustjóri hefur lokið vinnu við starfs- og fjárhagsáætlun fræðslunefndar. Starfs- og fjárhagsáætlun lögð fram til umræðu og samþykktar í fræðslunefnd. Fræðslunefnd samþykkir framlagða starfs- og fjárhagsáætlun og vísar til bæjarráðs til staðfestingar.
Fræðslunefnd leggur til við bæjarráð að fjárhagsrammi fræðslunefndar verði aukinn um 70 milljónir króna eða um 2,6%. Annars vegar er um að ræða 49 milljónir vegna hækkunar launakostnaðar og hins vegar 21 milljón í auknum rekstrarkostnaði. Aukningin stafar að stærstum hluta af 7,5% fjölgun nemenda í grunnskólum milli skólaára og 20% fjölgun nemenda í frístund.
Bókun fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í fræðslunefnd vegna sveigjanleika í vinnutíma.
Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í fræðslunefnd leggur til að Fjarðabyggð fari í tilraunaverkefni, frá og með 1.janúar 2019, með leikskólunum í Fjarðabyggð að skólastjórnendur hafi svigrúm til að stytta vinnuviku starfsmanna án þess að auka kostnað eða skerða þjónustu við foreldra leikskólabarna. Er markmiðið að auka starfsánægju og minnka álag, vinnutengd veikindi og forföll starfsmanna.
Mikil umræða á sér stað í samfélaginu um styttingu vinnuvikunnar og þó nokkur sveitarfélög eru í slíkum tilraunaverkefnum eða eru með það á stefnuskránni að fara í slík verkefni. Því miður hefur starfsmannavelta verið mikil í leikskólum Fjarðabyggðar og því er tilvalið að byrja verkefnið þar. Verkefnið yrði nánar útfært í samráði við fræðslustjóra og skólastjórnenda hvers skóla fyrir sig.
Fræðslunefnd tekur vel í tillögu fulltrúa Sjálfstæðisflokksins og leggur til að starfsáætlun verði breytt til samræmis við hana.
Fræðslunefnd leggur til við bæjarráð að fjárhagsrammi fræðslunefndar verði aukinn um 70 milljónir króna eða um 2,6%. Annars vegar er um að ræða 49 milljónir vegna hækkunar launakostnaðar og hins vegar 21 milljón í auknum rekstrarkostnaði. Aukningin stafar að stærstum hluta af 7,5% fjölgun nemenda í grunnskólum milli skólaára og 20% fjölgun nemenda í frístund.
Bókun fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í fræðslunefnd vegna sveigjanleika í vinnutíma.
Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í fræðslunefnd leggur til að Fjarðabyggð fari í tilraunaverkefni, frá og með 1.janúar 2019, með leikskólunum í Fjarðabyggð að skólastjórnendur hafi svigrúm til að stytta vinnuviku starfsmanna án þess að auka kostnað eða skerða þjónustu við foreldra leikskólabarna. Er markmiðið að auka starfsánægju og minnka álag, vinnutengd veikindi og forföll starfsmanna.
Mikil umræða á sér stað í samfélaginu um styttingu vinnuvikunnar og þó nokkur sveitarfélög eru í slíkum tilraunaverkefnum eða eru með það á stefnuskránni að fara í slík verkefni. Því miður hefur starfsmannavelta verið mikil í leikskólum Fjarðabyggðar og því er tilvalið að byrja verkefnið þar. Verkefnið yrði nánar útfært í samráði við fræðslustjóra og skólastjórnenda hvers skóla fyrir sig.
Fræðslunefnd tekur vel í tillögu fulltrúa Sjálfstæðisflokksins og leggur til að starfsáætlun verði breytt til samræmis við hana.