Fara í efni

Fræðslunefnd

63. fundur
6. nóvember 2018 kl. 16:30 - 18:30
í Molanum fundarherbergi 1 og 2
Nefndarmenn
Sigurður Ólafsson formaður
Birta Sæmundsdóttir aðalmaður
Jóhanna Sigfúsdóttir aðalmaður
Alma Sigurbjörnsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
Bryndís Guðmundsdóttir áheyrnarfulltrúi
Þóroddur Helgason embættismaður
Fundargerð ritaði:
Þóroddur Helgason fræðslustjóri
Dagskrá
1.
Starfsáætlanir og skólanámskrár leikskóla
Málsnúmer 1810149
Skólastjórar Breiðdals- og Stöðvarfjarðarskóla og Grunnskóla Reyðarfjarðar gerðu grein fyrir starfsáætlunum skólanna fyrir skólaárið 2018-2019 og svöruðu spurningum nefndarfólks um þær sem og skólanámskrár skólanna. Fræðslunefnd samþykkir fyrirliggjandi starfsáætlanir og skólanámskrár skólanna og þakkar skólastjórum fyrir greinargóðar upplýsingar.
2.
Læsisstefna Fjarðabyggðar
Málsnúmer 1803047
Til umræðu var gerð læsisstefnu fyrir Fjarðabyggð. Starfshópur um gerð læsisstefnu, sem skipaður er forstöðumanni og kennsluráðgjöfum Skólaskrifstofu Austurlands, fulltrúum leik- og grunnskóla ásamt fræðslustjóra hefur lagt til að læsisstefnan Lykill að læsi verði tekin upp sem læsisstefna Fjarðabyggðar. Læsisstefnan er afrakstur þriggja ára þróunarverkefnis skóla á Eyjafjarðarsvæðinu, Miðstöðvar skólaþróunar HA og fræðslusviðs Akureyrarbæjar. Góðfúslegt leyfi hefur fengist frá Akureyrarbæ og Miðstöð skólaþróunar HA að nýta stefnuna sem læsisstefnu Fjarðabyggðar og bæta í hana merki Fjarðabyggðar. Skólarnir í Fjarðabyggð og kennsluráðgjafar Skólaskrifstofu Austurlands hafa verið í miklu samstarfi við Miðstöð skólaþróunar í þróunarverkefninu bættur námsárangur í læsi og stærðfærði og læsisstefnan Lykill að læsi fellur vel að því verkefni. Fræðslunefnd tekur vel í tillöguna og felur fræðslustjóra að kalla saman starfshópinn til að móta tillögu að því hvernig stefnan verði kynnt og henni framfylgt. Málinu frestað til næsta fundar.
3.
Talþjálfun barna í skólum Fjarðabyggðar
Málsnúmer 1809053
Fyrir liggur svar fyrirtækisins Tröppu við fyrirspurn fræðslunefndar um umsýslu- og framkvæmdagjald. Um er að ræða gjald fyrir talmeinaþjónustu sem Trappa hefur annast fyrir SÍ, Sjúkratryggingar Íslands, í skólum Fjarðabyggðar. Fræðslunefnd felur fræðslustjóra að ganga til samninga við Tröppu, en jafnframt verði leitast við að fá Sjúkratryggingar Íslands til að annast að fullu greiðslu fyrir þjónustuna
4.
Starfs- og fjárhagsáætlun fræðslunefndar 2019
Málsnúmer 1809012
Til umræðu var starfsáætlun í fræðslumálum, þar sem m.a. var rætt um styttingu vinnuvikunnar. Fyrir liggur minnisblað um styttingu vinnuvikunnar án launaskerðingar frá bæjarritara Fjarðabyggðar og skýrsla Reykjavíkurborgar um styttingu vinnuvikunnar 04.2018. Á fundi bæjarráðs 5. nóvember var málið tekið fyrir og eftirfarandi bókað. Bæjarstjóra og bæjarritara falið að útfæra verkefnið nánar og leggja fyrir bæjarráð að nýju. Fræðslunefnd mun fylgist með framgöngu málsins.