Fræðslunefnd
64. fundur
5. desember 2018
kl.
16:30
-
19:30
í Molanum fundarherbergi 1
Nefndarmenn
Sigurður Ólafsson
formaður
Birta Sæmundsdóttir
aðalmaður
Aðalbjörg Guðbrandsdóttir
aðalmaður
Alma Sigurbjörnsdóttir
áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
Birgir Jónsson
embættismaður
Þóroddur Helgason
embættismaður
Fundargerð ritaði:
Þóroddur Helgason
Fræðslustjóri
Dagskrá
1.
Starfsáætlanir og skólanámskrár leik- og grunnskóla
Fyrir liggja starfsáætlanir og skólanámskrár Eyrarvalla, Nesskóla, Grunnskólans á Eskifirði og Grunnskóla Fáskrúðsfjarðar fyrir skólaárið 2018-2019. Skólastjórar Nesskóla, Grunnskóla Fáskrúðsfjarðar og Grunnskólans á Eskifirði kynntu áætlanirnar og svöruðu spurningum nefndarfólks. Skólastjórnendur Eyrarvalla mun fara yfir áætlanir skólans eftir áramót. Fræðslunefnd samþykkir fyrirliggjandi starfsáætlanir og skólanámskrár og þakkar skólastjórum fyrir greinargóð svör.
2.
Snjallsímanotkun í grunnskólum Fjarðabyggðar
Fyrir liggur tillaga starfshóps þar sem lagt er mat á snjalltækjaþörf grunnskólanna í Fjarðabyggð og sett fram tillaga að reglum um snjalltæki í grunnskólum. Einnig liggur fyrir ályktun frá kennurum á unglingastigi Nesskóla og yfirlýsing frá ungmennaráði Fjarðabyggðar. Fræðslunefnd hefur farið yfir fyrirliggjandi álit og tillögur. Í samræmi við tillögu starfshóps sem skipuð var skólastjórum grunnskólanna og fræðslustjóra, er lagt til að kaupa þar til greindan fjölda snjalltækja og taka upp þær reglur sem þar eru tilgreindar í kjölfar kynningar í skólunum og hjá ungmennaráði. Þessu skal lokið fyrir 31. janúar 2019. Lagt er til að reglurnar taki gildi 1. febrúar 2019 og nefndin leggur til að reglurnar verði skoðaðar að nýju í janúar 2020. Fræðslunefnd ítrekar að markmiðið með þessum reglum er að stuðla að enn betra námsumhverfi og bættri líðan nemenda.
3.
Ytra mat á leikskólum 2018
Fyrir liggur ytra mat Menntamálastofnunar á leikskólanum Dalborg á Eskifirði. Í lokaorðum segir m.a. Ytra mat með vettvangsathugunum, viðtölum og greiningu gagna í Leikskólanum Dalborg leiðir í ljós
að þar fer fram gott leikskólastarf. Almenn ánægja er með stjórnun í leikskólanum, starfsandi og skólabragur er góður og starfsfólk segir þekkingu sína og hæfni vera vel nýtta. Unnið er markvisst að eflingu samskipta í leikskólanum og börnin eru hvött til sjálfshjálpar í daglegum athöfnum. Þeim líður vel í leikskólanum og eru glöð og áhugasöm. Í ytra matinu kemur einnig fram að vinna þurfi markvisst að innra mati skólans og auka þurfi lýðræðisþátttöku barna í ákvarðanatöku og gera skapandi starfi og vísindum hærra undir höfði. Það er mikill fengur að fá ytra mat á skóla og lærdómsríkt ferli sem farið er í gegnum. Það er mikill styrkur fyrir skólann að fá þá jákvæðu umsögn sem fram kemur sem og þarfar ábendingar um það sem betur má gera. Leikskólinn vinnur nú að gerð umbótaáætlunar út frá niðurstöðunum.
að þar fer fram gott leikskólastarf. Almenn ánægja er með stjórnun í leikskólanum, starfsandi og skólabragur er góður og starfsfólk segir þekkingu sína og hæfni vera vel nýtta. Unnið er markvisst að eflingu samskipta í leikskólanum og börnin eru hvött til sjálfshjálpar í daglegum athöfnum. Þeim líður vel í leikskólanum og eru glöð og áhugasöm. Í ytra matinu kemur einnig fram að vinna þurfi markvisst að innra mati skólans og auka þurfi lýðræðisþátttöku barna í ákvarðanatöku og gera skapandi starfi og vísindum hærra undir höfði. Það er mikill fengur að fá ytra mat á skóla og lærdómsríkt ferli sem farið er í gegnum. Það er mikill styrkur fyrir skólann að fá þá jákvæðu umsögn sem fram kemur sem og þarfar ábendingar um það sem betur má gera. Leikskólinn vinnur nú að gerð umbótaáætlunar út frá niðurstöðunum.
4.
Stefnumörkun í fræðslu- og frístundamálum í Fjarðabyggð
Í starfsáætlun fræðslunefndar og íþrótta- og tómstundanefndar er gert ráð fyrir endurskoðun á fræðslu- og frístundastefnu Fjarðabyggðar sem samþykkt var árð 2009. Fyrir liggur minnisblað fræðslustjóra þar sem sett er fram tillaga að samsetningu á fjölskipuðum hópi fólks sem ynni að endurskoðun núverandi stefnu ásamt því að útbúa 3 ára aðgerðaráætlun. Einnig er sett fram tillaga að erindisbréfi þar sem verkefnið er nánar skilgreint. Gert er ráð fyrir að hópurinn skili af sér í maí 2019. Fræðslunefnd samþykkir tillöguna fyrir sitt leyti.
5.
Læsisstefna Fjarðabyggðar
Fyrir liggur tillaga frá starfshóp um gerð læsisstefnu um hvernig skuli kynna og fylgja eftir læsisstefnunni. Starfshópurinn hafði áður lagt til að læsisstefnan Læsi er lykillinn yrði tekin upp sem læsisstefna Fjarðabyggðar og var það samþykkt í fræðslunefnd og góðfúslegt leyfi fengið frá Akureyrarbæ og Miðstöð skólaþróunar Háskólans á Akureyri, höfundum stefnunnar. Fræðslunefnd samþykkir að tekin verði upp læsisstefnan Læsi er lykillinn og samþykkir tillögu starfshópsins um kynningu og eftirfylgni.
6.
Niðurstöður úr Skólavoginni
Farið var yfir gögn sem nú eru aðgengileg í Skólavoginni, matstæki fyrir skóla. Gögnin eru rekstrarupplýsingar leik- og grunnskóla 2017 og nemendakönnun 6.-10.bekkjar grunnskóla 2018. Niðurstöður nemendakönnunar sem framkvæmd var nú í haust verða kynntar starfsfólki og skólaráðum og verða aðgengilegar á heimasíðum grunnskólanna. Lagt fram til kynningar.
7.
Aðalfundur Skólaskrifstofu 2018
Lagðar voru fram til kynningar fundargerðir stjórnar- og aðalfundar Skólaskrifstofu Austurlands ásamt ársreikningi 2017 og fjárhagsáætlun fyrir árið 2019. Einnig var lagður fram til kynningar samningur um sameiginlegt þjónustusvæði 2018.
8.
Sumarleyfi leikskólanna í Fjarðabyggð 2019
Fyrir liggur tillaga fræðslustjóra að sumarleyfi leikskólanna í Fjarðabyggð sumarið 2019. Tillagan byggir á starfsáætlun í fræðslumálum fyrir 2019, þar sem gert er ráð fyrir sumarlokunin í 4 vikur, 20 virka daga. Sumarlokun skólanna spannar tvo mánuði. Tillaga að sumarlokun 2018 er sem hér segir:
Dalborg Eskifirði
19.06 - 16.07 báðir dagar meðtaldir
Breiðdals- og Stöðvarfjarðarskóli 01.07 - 26.07 báðir dagar meðtaldir
Kæribær Fáskrúðsfirði
01.07 - 26.07 báðir dagar meðtaldir
Lyngholt Reyðarfirði
10.07 - 07.08 báðir dagar meðtaldir
Eyrarvellir Norðfirði
19.07 - 16.08 báðir dagar meðtaldir
Þá geta foreldrar boðið börnum sínum upp á fjögurra, sex eða átta vikna samfellt sumarleyfi. Leikskólagjöld falla niður í einn mánuð, einn og hálfan mánuð eða tvo mánuði eftir lengd sumarleyfis.
Fræðslunefnd samþykkir fyrirliggjandi tillögu.
Dalborg Eskifirði
19.06 - 16.07 báðir dagar meðtaldir
Breiðdals- og Stöðvarfjarðarskóli 01.07 - 26.07 báðir dagar meðtaldir
Kæribær Fáskrúðsfirði
01.07 - 26.07 báðir dagar meðtaldir
Lyngholt Reyðarfirði
10.07 - 07.08 báðir dagar meðtaldir
Eyrarvellir Norðfirði
19.07 - 16.08 báðir dagar meðtaldir
Þá geta foreldrar boðið börnum sínum upp á fjögurra, sex eða átta vikna samfellt sumarleyfi. Leikskólagjöld falla niður í einn mánuð, einn og hálfan mánuð eða tvo mánuði eftir lengd sumarleyfis.
Fræðslunefnd samþykkir fyrirliggjandi tillögu.