Fræðslunefnd
65. fundur
23. janúar 2019
kl.
16:30
-
00:00
í Molanum fundarherbergi 3
Nefndarmenn
Sigurður Ólafsson
formaður
Birta Sæmundsdóttir
aðalmaður
Aðalbjörg Guðbrandsdóttir
aðalmaður
Sævar Örn Arngrímsson
aðalmaður
Jóhanna Sigfúsdóttir
aðalmaður
Starfsmenn
Bryndís Guðmundsdóttir
áheyrnarfulltrúi
Birgir Jónsson
embættismaður
Þóroddur Helgason
embættismaður
Fundargerð ritaði:
Þóroddur Helgason
Fræðslustjóri
Dagskrá
1.
Fyrirspurn um styrk vegna akstur til og frá leikskólanum Ástúni Breiðdalsvík
Tekin var til umræðu fyrirspurn um styrk vegna akstur leikskólabarns til og frá leikskóla. Ekki er gert ráð fyrir skólaakstri leikskólabarna í áætlunum sveitarfélagsins og ekki er gert ráð fyrir því að bjóða upp á slíka þjónustu að svo stöddu.
2.
Fundaáætlun fræðslunefndar vor 2019
Til umræðu og afgreiðslu er tillaga um fundaáætlun fræðslunefndar fyrir vorið 2019. Fræðslunefnd samþykkir tillöguna.
3.
Snjallsímanotkun í grunnskólum Fjarðabyggðar
Til umræðu var kynning á nýjum reglum um snjalltæki sem taka gildi í grunnskólum Fjarðabyggðar 1. febrúar næstkomandi. Formaður fræðslunefndar, sálfræðingur Skólaskrifstofu Austurlands og fræðslustjóri hafa kynnt reglurnar fyrir nemendum og starfsfólki grunnskólanna í þessari viku og þeirri síðustu. Bréf verður sent til allra foreldra fyrir mánaðarmót. Einnig var rætt um aukinn tækjabúnað skólanna, ákvörðun um að bæta netsamband inn í skólana og þráðlausa netið innan skólanna. Fræðslunefnd fagnar bættum tækjabúnaði og tengingum inn í skólana og óskar nemendum og starfsfólki skóla velfarnaðar með notkun búnaðarins og við framkvæmd nýrra reglna um snjalltæki.
4.
Læsisstefna Fjarðabyggðar
Fræðslustjóri sagði frá kynningum á læsisstefnu Fjarðabyggðar, Læsi er lykillinn, í skólum Fjarðabyggðar og vinnu við endurskoðun á læsisstefnu hvers skóla.
5.
Stefnumörkun í fræðslu- og frístundamálum í Fjarðabyggð
Fræðslustjóri sagði frá undirbúningsvinnu við endurskoðun á fræðslu- og frístundastefnu Fjarðabyggðar. Fyrsti fundur fjölskipaðs starfshóps er mánudagurinn 28. janúar.
6.
Málefni fatlaðra barna í Fjarðabyggð
Fært í trúnaðarbók