Fræðslunefnd
67. fundur
13. mars 2019
kl.
16:30
-
18:30
í Molanum fundarherbergi 1 og 2
Nefndarmenn
Sigurður Ólafsson
formaður
Birta Sæmundsdóttir
aðalmaður
Sævar Örn Arngrímsson
aðalmaður
Jóhanna Sigfúsdóttir
aðalmaður
Alma Sigurbjörnsdóttir
áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
Þóroddur Helgason
embættismaður
Fundargerð ritaði:
Þóroddur Helgason
Fræðslustjóri
Dagskrá
1.
255. mál til umsagnar frumvarp til laga um rétt barna sem aðstandendur, 255. mál.
Fyrir liggur frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum vegna réttar barna sem aðstandenda. Fræðslunefnd gerir ekki athugasemdir við frumvarpið.
2.
Kennslutímamagn grunnskóla skólaárið 2019-2020
Til umræðu var kennslutímamagn grunnskólanna í Fjarðabyggð fyrir skólaárið 2019-2020. Við fjárhagsáætlunargerð fyrir árið 2019 sem unnin var í september og október var gengið út frá ákveðnu tímamagni miðað við fyrirsjáanlegan nemendafjölda. Fræðslunefnd samþykkir fyrirliggjandi kennslutímaúthlutun.
3.
Niðurstöður úr Skólavoginni
Farið var yfir nýjar upplýsingar sem fram koma í Skólavoginni, endanlegar rekstrarupplýsingar leikskóla fyrir árið 2017 og samræmd könnunarpróf 2017-2018 og nemendakönnun 6.-10. bekkjar 2018-2019. Farið er yfir niðurstöður í hverjum skóla fyrir sig og niðurstöður nýttar til þess að bæta skólastarfið.
4.
Stefnumörkun í fræðslu- og frístundamálum í Fjarðabyggð
Fræðslustjóri greindi frá hugmyndafundum sem eru í gangi meðal nemenda og starfsmanna í leik-, grunn- og tónlistarskólum, hjá starfsmönnum félagsmiðstöðva, íþróttamiðstöðva og fulltrúa foreldrafélaga í Fjarðabyggð og fulltrúa íþróttafélaga og eldri borgara. Næsti fundur í stefnumörkunarvinnu er 27. mars og þá verður farið yfir afrakstur hugmyndafundanna.