Fara í efni

Fræðslunefnd

67. fundur
13. mars 2019 kl. 16:30 - 18:30
í Molanum fundarherbergi 1 og 2
Nefndarmenn
Sigurður Ólafsson formaður
Birta Sæmundsdóttir aðalmaður
Sævar Örn Arngrímsson aðalmaður
Jóhanna Sigfúsdóttir aðalmaður
Alma Sigurbjörnsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
Þóroddur Helgason embættismaður
Fundargerð ritaði:
Þóroddur Helgason Fræðslustjóri
Dagskrá
1.
255. mál til umsagnar frumvarp til laga um rétt barna sem aðstandendur, 255. mál.
Málsnúmer 1902177
Fyrir liggur frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum vegna réttar barna sem aðstandenda. Fræðslunefnd gerir ekki athugasemdir við frumvarpið.
2.
Kennslutímamagn grunnskóla skólaárið 2019-2020
Málsnúmer 1903024
Til umræðu var kennslutímamagn grunnskólanna í Fjarðabyggð fyrir skólaárið 2019-2020. Við fjárhagsáætlunargerð fyrir árið 2019 sem unnin var í september og október var gengið út frá ákveðnu tímamagni miðað við fyrirsjáanlegan nemendafjölda. Fræðslunefnd samþykkir fyrirliggjandi kennslutímaúthlutun.
3.
Niðurstöður úr Skólavoginni
Málsnúmer 1311034
Farið var yfir nýjar upplýsingar sem fram koma í Skólavoginni, endanlegar rekstrarupplýsingar leikskóla fyrir árið 2017 og samræmd könnunarpróf 2017-2018 og nemendakönnun 6.-10. bekkjar 2018-2019. Farið er yfir niðurstöður í hverjum skóla fyrir sig og niðurstöður nýttar til þess að bæta skólastarfið.
4.
Stefnumörkun í fræðslu- og frístundamálum í Fjarðabyggð
Málsnúmer 1808078
Fræðslustjóri greindi frá hugmyndafundum sem eru í gangi meðal nemenda og starfsmanna í leik-, grunn- og tónlistarskólum, hjá starfsmönnum félagsmiðstöðva, íþróttamiðstöðva og fulltrúa foreldrafélaga í Fjarðabyggð og fulltrúa íþróttafélaga og eldri borgara. Næsti fundur í stefnumörkunarvinnu er 27. mars og þá verður farið yfir afrakstur hugmyndafundanna.