Fara í efni

Fræðslunefnd

68. fundur
4. apríl 2019 kl. 16:30 - 18:10
í Molanum fundarherbergi 1 og 2
Nefndarmenn
Sigurður Ólafsson formaður
Birta Sæmundsdóttir aðalmaður
Sævar Örn Arngrímsson aðalmaður
Jóhanna Sigfúsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
Gerður Ósk Oddsdóttir áheyrnarfulltrúi
Bryndís Guðmundsdóttir áheyrnarfulltrúi
Þóroddur Helgason embættismaður
Fundargerð ritaði:
Þóroddur Helgason Fræðslustjóri
Dagskrá
1.
Eskifjarðarskóli - nafnabreyting
Málsnúmer 1903096
Borist hefur til bæjarráðs beiðni skólastjóra Grunnskólans á Eskifirði um nafnabreytingu á skólanum. Nýtt nafn verði Eskifjarðarskóli. Bæjarráð hefur þegar tekið vel í beiðnina en vísaði henni til meðferðar og afgreiðslu í fræðslunefnd. Eins og fram kemur í bréfi skólastjóra hefur stjórn foreldrafélagsins fjallað um málið ásamt skólaráði og einnig hefur málið verið tekið fyrir á starfsmannafundi í Grunnskólanum á Eskifirði. Einnig kemur fram í bréfi skólastjóra að nafnið Eskifjarðarskóli komi fram í merki skólans. Allir þessir aðilar leggja til að nafni skólans verði breytt. Fræðslunefnd leggur til að nafni skólans verði breytt úr Grunnskólanum á Eskifirði í Eskifjarðarskóla og felur fræðslustjóra að tilkynna nafnabreytinguna til Þjóðskrár Íslands.
2.
Endurskoðun Menningarstefnu Fjarðabyggðar
Málsnúmer 1805211
Menningar- og nýsköpunarnefnd hefur vísað drögum að menningarstefnu til fræðslunefndar til kynningar og umfjöllunar. Fræðslunefnd fjallaði um stefnuna og lýsir ánægju sinni með hana.
3.
Umhverfisstefna Fjarðabyggðar
Málsnúmer 1704067
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd hefur vísað drögum að umhverfisstefnu Fjarðabyggðar 2018-2022 til fræðslunefndar til kynningar og umfjöllunar. Fræðslunefnd fjallaði um stefnuna og lýsir ánægju sinni með hana.
4.
Styrktarsjóður EBÍ 2019
Málsnúmer 1903183
Fyrir liggur bréf frá Eignarhaldsfélagi Brunabótafélags Íslands þar sem aðildarsveitarfélög EBÍ eru hvött til að skila inn umsókn vegna sérstakra framfaraverkefna sem snúa að athugunum eða rannsóknum á ýmsum þróunarþáttum í atvinnulífi, samgöngum, fræðslu- og menningarmálum. Fræðslustjóra er falið að vinna málið áfram.
5.
Skóladagatöl 2019-2020
Málsnúmer 1903066
Fyrir liggja skóladagatöl leik-, grunn- og tónlistarskóla í Fjarðabyggð þar sem sést hvernig starfs-, skipulags- og vetrarfrídagar raðast niður á almanaksárið. Reynt er að samræma frídaga nemenda í hverjum byggðarkjarna eftir því sem kostur er og tekst það að mestu. Fræðslunefnd samþykkir fyrirliggjandi skóladagatöl.
6.
Stefnumörkun í fræðslu- og frístundamálum í Fjarðabyggð
Málsnúmer 1808078
Fræðslunefnd fór yfir samantekt úr hugmyndavinnu, sem gerð var á síðasta fundi starfshóps um endurskoðun fræðslu- og frístundastefnu sveitarfélagsins. Að hugmyndavinnunni komu fulltrúar nemenda í öllum leik- og grunnskólum, starfsmenn í leik-, grunn- og tónlistarskólum, ungmennaráð, starfsmenn félagsmiðstöðva og íþróttamiðstöðva og fulltrúar Fjarðaforeldra og íþróttafélaga í Fjarðabyggð, samtals um 500 einstaklingar. Næsti fundur starfshópsins verður eftir páska.