Fara í efni

Fræðslunefnd

69. fundur
8. maí 2019 kl. 16:30 - 19:00
í Molanum fundarherbergi 1 og 2
Nefndarmenn
Sigurður Ólafsson formaður
Birta Sæmundsdóttir aðalmaður
Sævar Örn Arngrímsson aðalmaður
Jóhanna Sigfúsdóttir aðalmaður
Þuríður Lillý Sigurðardóttir aðalmaður
Alma Sigurbjörnsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
Þóroddur Helgason embættismaður
Ásta Ásgeirsdóttir embættismaður
Lísa Lotta Björnsdóttir embættismaður
Fundargerð ritaði:
Þóroddur Helgason fræðslustjóri
Dagskrá
1.
Starfs- og fjárhagsáætlun fræðslunefndar 2020
Málsnúmer 1904133
Fjármálastjóri sat þennan fundarlið og fylgi úr hlaði vinnu við fjárhagsáætlun ársins 2020. Fræðslunefnd ræddi áherslur í fræðslumálum fyrir árið 2020. Frekari umræðu frestað til næsta nefndarfundar.
2.
Fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar 2020 - 2023
Málsnúmer 1904128
Lögð fram til kynningar tillaga að reglum um gerð fjárhagsáætlunar Fjarðabyggðar fyrir árið 2020 - 2023.
3.
801.mál til umsagnar frumvarp til laga um menntun, hæfni og ráðningu kennara og skólastjórnenda við leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla
Málsnúmer 1904076
Til umfjöllunar var frumvarp til laga um menntun, hæfni og ráðningu kennara og skólastjórnenda við leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla. Frumvarpið lagt fram til kynningar.
4.
798.mál til umsagnar frumvarp til laga um lýðskóla
Málsnúmer 1904087
Til umfjöllunar er frumvarp til laga um lýðskóla. Frumvarpið lagt fram til kynningar.
5.
Niðurstöður Rannsóknar og greiningar á notkun vímuefna í 8-10 bekk
Málsnúmer 1904142
Fyrir liggja niðurstöður Rannsóknar og greiningar úr vímuefnakönnun meðal nemenda í 8. til 10. bekk frá í febrúar 2019. Staðan á landsvísu er svipuð og undanfarin ár og ekki er aukningu í ölvunardrykkju né marijúananeyslu nemenda í 10. bekk yfir landið. Hins vegar eru tæplega 40% nemenda í 10. bekk sem hafa notað rafrettur/veipað og um 9% tíundubekkinga sem eru daglegir notendur og hátt hlutfall er bæði yfir landið og í Fjarðabyggð. Fræðslunefnd lýsir áhyggjum yfir stöðunni. Forvarnarfræðsla er í gangi hjá Fjarðabyggð, allir í 10. bekk fengu fræðslu í mars og framundan er fræðsla fyrir nemendur í 7.-10. bekk. Mikilvægt er að vera í góðu samstarfi við foreldra og veita þeim fræðslu.
6.
Starfs- og fjárhagsáætlun fræðslunefndar 2019
Málsnúmer 1809012
Til umfjöllunar var starfs- og fjárhagsáætlun fræðslunefndar fyrir árið 2019. Fræðslustjóri gerði grein fyrir stöðunni, en bæði starfsáætlun og fjárhagsáætlun fyrir fræðslumál er samkvæmt áætlun fyrstu mánuði ársins.
7.
Stefnumörkun í fræðslu- og frístundamálum í Fjarðabyggð
Málsnúmer 1808078
Fræðslustjóri og formaður fræðslunefndar gerðu grein fyrir stefnumörkunarvinnunni.