Fara í efni

Fræðslunefnd

70. fundur
28. maí 2019 kl. 16:30 - 18:30
í Molanum fundarherbergi 3
Nefndarmenn
Sigurður Ólafsson formaður
Birta Sæmundsdóttir aðalmaður
Sævar Örn Arngrímsson aðalmaður
Jóhanna Sigfúsdóttir aðalmaður
Þuríður Lillý Sigurðardóttir aðalmaður
Alma Sigurbjörnsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
Þóroddur Helgason embættismaður
Ásta Ásgeirsdóttir embættismaður
Fundargerð ritaði:
Þóroddur Helgason Fræðslustjóri
Dagskrá
1.
Stefnumörkun í fræðslu- og frístundamálum í Fjarðabyggð
Málsnúmer 1808078
Þessi dagskrárliður var tekinn fyrir á sameiginlegum fundi fræðslunefndar og íþrótta- og tómstundanefndar. Farið var yfir fyrirliggjandi drög að endurskoðaðri fræðslu- og frístundastefnu Fjarðabyggðar, sem starfshópur sem sér um endurskoðunina hefur skilað af sér. Fyrir liggur að halda kynningarfund í Fjarðabyggð þar sem íbúum gefst kostur á að fjalla um stefnuna. Einnig verður stefnan tekin fyrir í nefndum og hjá ungmennaráði áður en hún fer til bæjarráðs og bæjarstjórnar til samþykktar. Fræðslunefnd samþykkir drögin.
2.
Tómstundir eldri borgara
Málsnúmer 1905092
Fyrir liggur minnisblað félagsmálastjóra sem vísað var til umfjöllunar í fræðslunefnd og varðar tómstundir aldraðra. Félagsmálastjóri leggur til í minnisblaðinu að þrjár nefndir fjölskyldusviðs athugi í kjölfar endurskoðunar fræðslu- og frístundastefnu hvort mögulegt væri að ráða til starfa tómstundafræðing sem væri faglegur ráðgjafi eldri borgara í
tómstundamálum að hluta til en myndi að öðru leyti sinna málefnum yngri aldurshópa samkvæmt áherslum fræðslunefndar og íþrótta- og tómstundanefndar. Fræðslunefnd vísar málinu til þeirrar umræðu sem nú fer fram um endurskoðun fræðslu- og frístundastefnu Fjarðabyggðar og áherslur árin 2020-2022.
3.
Starfs- og fjárhagsáætlun fræðslunefndar 2020
Málsnúmer 1904133
Farið var yfir áherslur í starfs- og fjárhagsáætlun í fræðslumálum fyrir árið 2020, frekari umræðu frestað til næsta fundar.