Fræðslunefnd
70. fundur
28. maí 2019
kl.
16:30
-
18:30
í Molanum fundarherbergi 3
Nefndarmenn
Sigurður Ólafsson
formaður
Birta Sæmundsdóttir
aðalmaður
Sævar Örn Arngrímsson
aðalmaður
Jóhanna Sigfúsdóttir
aðalmaður
Þuríður Lillý Sigurðardóttir
aðalmaður
Alma Sigurbjörnsdóttir
áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
Þóroddur Helgason
embættismaður
Ásta Ásgeirsdóttir
embættismaður
Fundargerð ritaði:
Þóroddur Helgason
Fræðslustjóri
Dagskrá
1.
Stefnumörkun í fræðslu- og frístundamálum í Fjarðabyggð
Þessi dagskrárliður var tekinn fyrir á sameiginlegum fundi fræðslunefndar og íþrótta- og tómstundanefndar. Farið var yfir fyrirliggjandi drög að endurskoðaðri fræðslu- og frístundastefnu Fjarðabyggðar, sem starfshópur sem sér um endurskoðunina hefur skilað af sér. Fyrir liggur að halda kynningarfund í Fjarðabyggð þar sem íbúum gefst kostur á að fjalla um stefnuna. Einnig verður stefnan tekin fyrir í nefndum og hjá ungmennaráði áður en hún fer til bæjarráðs og bæjarstjórnar til samþykktar. Fræðslunefnd samþykkir drögin.
2.
Tómstundir eldri borgara
Fyrir liggur minnisblað félagsmálastjóra sem vísað var til umfjöllunar í fræðslunefnd og varðar tómstundir aldraðra. Félagsmálastjóri leggur til í minnisblaðinu að þrjár nefndir fjölskyldusviðs athugi í kjölfar endurskoðunar fræðslu- og frístundastefnu hvort mögulegt væri að ráða til starfa tómstundafræðing sem væri faglegur ráðgjafi eldri borgara í
tómstundamálum að hluta til en myndi að öðru leyti sinna málefnum yngri aldurshópa samkvæmt áherslum fræðslunefndar og íþrótta- og tómstundanefndar. Fræðslunefnd vísar málinu til þeirrar umræðu sem nú fer fram um endurskoðun fræðslu- og frístundastefnu Fjarðabyggðar og áherslur árin 2020-2022.
tómstundamálum að hluta til en myndi að öðru leyti sinna málefnum yngri aldurshópa samkvæmt áherslum fræðslunefndar og íþrótta- og tómstundanefndar. Fræðslunefnd vísar málinu til þeirrar umræðu sem nú fer fram um endurskoðun fræðslu- og frístundastefnu Fjarðabyggðar og áherslur árin 2020-2022.
3.
Starfs- og fjárhagsáætlun fræðslunefndar 2020
Farið var yfir áherslur í starfs- og fjárhagsáætlun í fræðslumálum fyrir árið 2020, frekari umræðu frestað til næsta fundar.