Fara í efni

Fræðslunefnd

73. fundur
18. september 2019 kl. 16:30 - 18:30
í Molanum fundarherbergi 1 og 2
Nefndarmenn
Sigurður Ólafsson formaður
Birta Sæmundsdóttir aðalmaður
Sævar Örn Arngrímsson aðalmaður
Jóhanna Sigfúsdóttir aðalmaður
Þuríður Lillý Sigurðardóttir aðalmaður
Alma Sigurbjörnsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
Þóroddur Helgason embættismaður
Ásta Ásgeirsdóttir embættismaður
Fundargerð ritaði:
Þóroddur Helgason Fræðslustjóri
Dagskrá
1.
Starfs- og fjárhagsáætlun fræðslunefndar 2020
Málsnúmer 1904133
Lagður fram rammi að fjárhagsáætlun fyrir málaflokk 04 Fræðslumál á árinu 2020 sem bæjarráð hefur úthlutað nefndinni sbr. meðfylgjandi bréf. Fjármálastjóri mætti á fund nefndarinnar og fylgdi bréfinu eftir. Fræðslunefnd felur fræðslustjóra að vinna fjárhagsáætlun með skólastjórnendum miðað við samþykkt úthlutunarlíkön.
2.
Verklagsreglur skóladagatala
Málsnúmer 1908109
Fræðslunefnd fór yfir drög að verklagsreglum skóladagatala í leik-, grunn- og tónlistarskólum. Umræðu frestað til næsta fundar.
3.
Stefnumörkun í fræðslu- og frístundamálum í Fjarðabyggð
Málsnúmer 1808078
Fræðslunefnd ræddi hvernig best verði staðið að kynningu á nýsamþykktri fræðslu- og frístundastefnu Fjarðabyggðar og áherslum í fræðslu- og frístundamálum til næstu þriggja ára. Frekari umræðu frestað til næsta fundar.