Fara í efni

Fræðslunefnd

74. fundur
2. október 2019 kl. 16:30 - 17:23
í Molanum fundarherbergi 1
Nefndarmenn
Sigurður Ólafsson formaður
Birta Sæmundsdóttir aðalmaður
Þuríður Lillý Sigurðardóttir aðalmaður
Alma Sigurbjörnsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
Þóroddur Helgason embættismaður
Ásta Ásgeirsdóttir embættismaður
Fundargerð ritaði:
Þóroddur Helgason fræðslustjóri
Dagskrá
1.
Hvatning til sveitarstjórna í tengslum við Skólaþing sveitarfélaga 2019
Málsnúmer 1909106
Borist hefur erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga þar sem hvatt er til mætingar á Skólaþing sveitarfélaga 2019 sem haldið verður í Reykjavík mánudaginn 4. nóvember. Yfirskrift þingsins að þessu sinni er: Á réttu róli? Á skólaþinginu verður lögð áhersla á að skoða skipan skólakerfisins út frá ólíkum sjónarhornum og hvernig hún þjónar nemendum og áskorunum um menntun til
framtíðar. Leitað verður til stjórnmálamanna, fræðimanna og skólafólks en síðast en ekki síst ungs fólks. Sambandið hefur, í samráði við Félag íþrótta-, æskulýðs- og tómstundafulltrúa sveitarfélaga, sent ungmennaráðum fjórar spurningar til umfjöllunar og óskað eftir því að þau taki þær til umfjöllunar og sendi sambandinu til baka niðurstöður sínar skriflega eða myndrænt. Ungmennaráð Fjarðabyggðar tekur þær fyrir á næsta fundi ráðsins. Fræðslunefnd samþykkir að senda þrjá fulltrúa á þingið, einn fulltrúa fræðslunefndar, fræðslustjóra og fulltrúa ungmennaráðs.
2.
Starfs- og fjárhagsáætlun fræðslunefndar 2020
Málsnúmer 1904133
Fræðslustjóri fór yfir vinnu við fjárhagáætlun 2020. Fræðslunefnd fjallaði um áherslur í starfsáætlun fyrir árið 2020 sem tekur mið af nýsamþykktri fræðslu- og frístundastefnu Fjarðabyggðar og samþykktri fjölskyldustefnu. Frekari umræðu frestað til næsta fundar.
3.
Stefnumörkun í fræðslu- og frístundamálum í Fjarðabyggð
Málsnúmer 1808078
Kynnt voru lokadrög að myndskreyttum bæklingi um fræðslu- og frístundastefnu Fjarðabyggðar. Fræðslunefnd hrósar starfshópi og hönnuðum fyrir vel unnin störf.