Fara í efni

Fræðslunefnd

76. fundur
6. nóvember 2019 kl. 16:30 - 18:30
í Molanum fundarherbergi 1
Nefndarmenn
Sigurður Ólafsson formaður
Birta Sæmundsdóttir aðalmaður
Sævar Örn Arngrímsson aðalmaður
Jóhanna Sigfúsdóttir aðalmaður
Þuríður Lillý Sigurðardóttir aðalmaður
Alma Sigurbjörnsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
Þóroddur Helgason embættismaður
Ásta Stefanía Svavarsdóttir áheyrnarfulltrúi
Fundargerð ritaði:
Þóroddur Helgason fræðslustjóri
Dagskrá
1.
Ungt fólk 5.-7. bekkur Fjarðabyggð
Málsnúmer 1910160
Skýrsla Rannsóknar og Greiningar um ungt fólk, nemendur í 5. - 7. bekk, í Fjarðabyggð lögð fram til kynningar. Skýrslan byggir á niðurstöðu könnunar sem lögð var fyrir alla nemendur á Íslandi í febrúar 2019. Nemendur voru spurðir um samband við foreldra, fjölskyldu og vini, líðan og stríðni, nám og skóla, íþrótta- og tómstundastarf, frítímann og barnasáttmálann. Fræðslunefnd vonast til þess að efni skýrslunnar nýtist hlutaðeigandi aðilum sem allra best.
2.
Starfs- og fjárhagsáætlun fræðslunefndar 2020
Málsnúmer 1904133
Fjallað var um tillögu að starfs- og fjárhagsáætlun sem tekin hefur verið til fyrri umræðu í bæjarstjórn. Á milli fyrri og síðari umræðu verður farið í kostnaðar- og þarfagreiningu á stækkun leikskóla á Eskifirði með það fyrir augum að ráðast í hönnun húsnæðis á árinu 2020. Formaður fræðslunefndar verður fulltrúi fræðslunefndar í þeirri vinnu.
3.
Stefnumörkun í fræðslu- og frístundamálum í Fjarðabyggð
Málsnúmer 1808078
Fræðslu- og frístundastefna Fjarðabyggðar og áherslur til næstu þriggja ára hafa verið gefnar út og verður á næstunni dreift á öll heimili í Fjarðabyggð. Fræðslunefnd lýsir ánægju sinni með útgáfuna og þakkar öllum þeim sem að útgáfunni komu fyrir vel unnin störf. Nú er unnið að þýðingu efnisins yfir á ensku og pólsku og fyrirhugaðir eru kynningafundir í nóvember mánuði.
4.
Tvöföld skólavist
Málsnúmer 1910056
Til umræðu var leiðbeinandi álit Sambands íslenskra sveitarfélaga um tvöfalda skólavist. Í álitinu er fjallað ítarlega um tvöfalda skólavist og vitnað í lög, s.s. barnalög og lög um leik- og grunnskóla. Í lok álitsins hvetur Samband íslenskra sveitarfélaga sveitarfélög til þess að hafna tvöfaldri skólavist í bæði leik- og grunnskóla, þar sem tvöföld skólavist samræmist ekki ákvæðum laga. Fræðslunefnd felur fræðslustjóra að semja drög að reglum sem taka mið af áliti Sambandsins og leggja fyrir næsta fund fræðslunefndar.
5.
Hvatning til sveitarstjórna í tengslum við Skólaþing sveitarfélaga 2019
Málsnúmer 1909106
Formaður fræðslunefndar og fræðslustjóri gerðu grein fyrir nýafstöðnu skólamálþingi sem þeir sátu ásamt fulltrúa ungmennaráðs Fjarðabyggðar.