Fara í efni

Fræðslunefnd

77. fundur
4. desember 2019 kl. 16:30 - 18:40
í Molanum fundarherbergi 3
Nefndarmenn
Sigurður Ólafsson formaður
Birta Sæmundsdóttir aðalmaður
Sævar Örn Arngrímsson aðalmaður
Jóhanna Sigfúsdóttir aðalmaður
Þuríður Lillý Sigurðardóttir aðalmaður
Starfsmenn
Þóroddur Helgason embættismaður
Ásta Ásgeirsdóttir áheyrnarfulltrúi
Gerður Ósk Oddsdóttir áheyrnarfulltrúi
Fundargerð ritaði:
Þóroddur Helgason fræðslustjóri
Dagskrá
1.
Tvöföld skólavist
Málsnúmer 1910056
Á síðasta fundi fræðslunefndar var fræðslustjóra falið að semja drög að reglum sem taka mið af áliti Sambandsins um tvöfalda skólavist. Í áliti Sambandsins eru sveitarfélög hvött til þess að hafna tvöfaldri skólavist í bæði leik- og grunnskóla, þar sem tvöföld skólavist samræmdist ekki ákvæðum laga. Fyrir fundinum liggja drög að reglum sjá næsta mál á dagskrá, Reglur um skólahverfi, umsóknir og innritun í grunnskóla Fjarðabyggðar, en þar er fjallað um tvöfalda skólavist auk þess sem tekið er á fleiri þáttum er varðar innritun í grunnskóla.
2.
Reglur um skólahverfi, umsóknir og innritun í grunnskóla Fjarðabyggðar
Málsnúmer 1911162
Fyrir liggja drög að reglum um skólahverfi, umsóknir og innritun í grunnskóla Fjarðabyggðar. Í reglunum er kveðið á um skiptingu skólahverfa í Fjarðabyggð, fjallað um umsóknir og innritun í grunnskóla Fjarðabyggðar, nám utan lögheimilissveitarfélags og tvöfaldri skólavist. Fræðslunefnd fór yfir fyrirliggjandi drög. Fræðslunefnd óskar eftir áliti grunnskólastjóra og frestar afgreiðslu til næsta fundar.
3.
Snjalltækjavæðing og reglur um snjalltæki í grunnskólum Fjarðabyggðar
Málsnúmer 1806053
Til umræðu eru drög að viðhorfakönnun þar sem leitað er eftir viðhorfum nemenda í 5.-10. bekk grunnskóla, viðhorfum foreldra/forráðamanna nemenda í 5.-10. bekk og starfsmanna grunnskóla, til reglna um snjalltæki í grunnskólum Fjarðabyggðar. Reglurnar tóku gildi 1. febrúar 2019 og þá var ákveðið að endurskoða þær að ári liðnu. Viðhorfakannanirnar eru liður í þeirri endurskoðun. Fræðslunefnd fór yfir könnunina og felur fræðslustjóra að leggja hana fyrir í desember.
4.
Niðurstöður úr Skólavoginni
Málsnúmer 1311034
Fyrir liggja upplýsingar úr skólavoginni um niðurstöður nemendakönnunar 6. - 10. bekkjar grunnskóla sem lögð var fyrir í október 2019. Hver grunnskóli fer yfir og vinnur úr niðurstöðum.