Fræðslunefnd
78. fundur
15. janúar 2020
kl.
16:30
-
19:00
í Molanum fundarherbergi 1 og 2
Nefndarmenn
Sigurður Ólafsson
formaður
Sævar Örn Arngrímsson
aðalmaður
Jóhanna Sigfúsdóttir
aðalmaður
Þuríður Lillý Sigurðardóttir
aðalmaður
Alma Sigurbjörnsdóttir
áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
Þóroddur Helgason
embættismaður
Lísa Lotta Björnsdóttir
áheyrnarfulltrúi
Ásta Ásgeirsdóttir
áheyrnarfulltrúi
Margrét Bjarnadóttir
áheyrnarfulltrúi
Fundargerð ritaði:
Þóroddur Helgason
Fræðslustjóri
Dagskrá
1.
Starfsáætlanir og skólanámskrár skólaárið 2019-2020
Fyrir liggja starfsáætlanir og skólanámskrár leikskólanna Eyrarvalla, Dalborgar, Lyngholts og Nesskóla fyrir skólaárið 2019-2020. Skólastjórar skólanna kynntu áætlanirnar og svöruðu spurningum nefndarfólks. Fræðslunefnd samþykkir fyrirliggjandi starfsáætlanir og skólanámskrár og þakkar skólastjórum fyrir greinargóð svör.
2.
Opið bréf til bæjarstjórnar og fræðslunefndar Fjarðabyggðar
Framagt bréf frá stjórn foreldrafélags Leikskólans Lyngholts til bæjarstjórnar og fræðslunefndar Fjarðabyggðar, er varðar stöðu starfsmannamála við leikskólann. Bæjarráð hefur tekið erindið fyrir og vísað því til umfjöllunar í fræðslunefnd. Einnig liggur fyrir minnisblað um stöðu framkvæmda og ráðninga hjá leikskólanum Lyngholti. Fræðslunefnd þakkar fyrir bréfið og þær ábendingar sem þar koma fram. Eins og fram kemur í minnisblaðinu er stefnt að því að hægt verði að taka nýbyggingu við skólann í notkun um næstu mánaðarmót og þegar er hafin breyting á elsta húsnæði skólans og stefnt að því að ljúka þeim framkvæmdum í mars. Einnig kemur fram í minnisblaðinu að fullmannað sé á fimm deildum skólans og unnt að halda uppi góðu faglegu starfi á þeim deildum. Enn vantar tvo starfsmenn svo hægt verði að opna sjöttu deild skólans og taka inn börn sem fædd eru á árinu 2019. Auglýst hefur verið eftir starfsmönnum og skólastjórnendur gert allt sem í þeirra valdi stendur til þess að fullmanna skólann. Því miður hefur komið fyrir að loka hafi þurft deildum vegna manneklu og slíkt hefur ekki haft áhrif á leikskólagjöld. Þá hefur verið auglýst eftir dagforeldri, en engin umsókn hefur enn borist. Kjarasamningar eru lausir hjá starfsmönnum leikskóla og viðræður í gangi milli samningsaðila. Fræðslunefnd tekur undir með foreldrum um mikilvægi leikskólastigsins og mikilvægi þess að nægilega margir leikskólakennarar starfi í leikskólunum og vinni þar við góðar aðstæður. Nýbygging og endurbætur á eldra húsnæði Lyngholts er liður í því að bæta starfsumhverfið fyrir nemendur og starfsfólk og undanfarin ár hefur bæjarstjórn Fjarðabyggðar verið umhugað um að bæta vinnuaðstæður í leikskólum í Fjarðabyggð, má þar nefna nýlegan leikskóla á Fáskrúðsfirði, Kærabæ, nýjan leikskóla í Neskaupstað, Eyrarvelli og nýja leikskóladeild í Breiðdals- og Stöðvarfjarðarskóla sem tekin verður í gagnið á árinu. Á síðasta fundi bæjarstjórnar voru samþykktar reglur um námsstyrki til þeirra starfsmanna Fjarðabyggðar sem stunda nám í leikskólakennarafræðum. Þá verður á árinu skipulagsdögum fjölgað úr fimm í sex og fjölgað undirbúningstímum í leikskólum Fjarðabyggðar til að styðja við faglegt starf og einnig er forfallatímum fjölgað. Fræðslunefnd er sannfærð um að þetta séu skref í rétta átt, en betur má ef duga skal og mikilvægt er að vel takist til við gerð nýrra kjarasamninga.
3.
Ályktun Félags Leikskólakennara og Félags stjórnenda í leikskólum - desember 2019
Framlögð ályktun sameiginlegs fundar stjórna og skólamálanefnda Félags leikskólakennara og Félags stjórnenda leikskóla, þar sem skorað er á sveitarfélög að bæta til muna starfsaðstæður leikskólakennara, samræma starfskjör, fjölga undirbúningstímum og samræma starfs- og vinnutíma kennara þvert á skólastig. Lagt fram til kynningar. Fræðslunefnd tekur undir áhyggjur af leikskólastiginu og ljóst að það þarf að fara í almennilega skoðun á því hvernig fjármögnun og mönnun á leikskólastiginu á að vera til framtíðar.
4.
Reglur um leikskóla
Í starfsáætlun Fjarðabyggðar í fræðslumálum fyrir árið 2020 voru gerðar tvær breytingar sem kalla á endurskoðun á reglum um leikskóla. Annars vegar var skipulagsdögum fjölgað úr fimm í sex og hins vegar var gerð breyting á tilhögun á lengra sumarleyfi, þ.e. sex eða átta vikna sumarleyfi nemenda, á þann hátt að nú þarf lengt sumarleyf ekki að vera samfellt og tengt sumarlokun og hægt verður að taka það á tímabilinu frá 15. maí til 15. september. Fræðslunefnd samþykkir breytinguna og vísar til bæjarráðs.
5.
Ósk um tilfærslu á skipulagsdegi
Fyrir liggur ósk frá leikskólanum Lyngholti um breytingu á skóladagatali fyrir skólaárið 2019-2020. Óskað er eftir að skipulagsdagur sem vera átti 5. júní 2020 verði 6. apríl 2020. Foreldrafélag og foreldraráð skólans styðja þessa breytingu á skóladagatali. Fræðslunefnd samþykkir breytinguna og felur skólastjóra að auglýsa hana fyrir foreldrum leikskólabarna í Lyngholti.
6.
Reglur um skólahverfi, umsóknir og innritun í grunnskóla Fjarðabyggðar
Fyrir liggja drög að reglum um skólahverfi, umsóknir og innritun í grunnskóla Fjarðabyggðar. Í reglunum er kveðið á um skiptingu skólahverfa í Fjarðabyggð, fjallað um umsóknir og innritun í grunnskóla Fjarðabyggðar, nám utan lögheimilissveitarfélags og tvöfalda skólavist. Á síðasta fundi nefndarinnar var óskað eftir áliti grunnskólastjóra. Fræðslustjóri fundaði með skólastjórunum sem gerðu lítillegar athugasemdir. Fræðslunefnd samþykkir fyrir liggjandi reglur með þeim athugasemdum sem skólastjórnendur lögðu til og vísar málinu til bæjarráðs til samþykktar.
7.
Verklagsreglur skóladagatala
Fyrir liggja drög að verklagsreglum um gerð skóladagatala. Fræðslunefnd samþykkir fyrir liggjandi reglur og vísar þeim til bæjarráðs til samþykktar.
8.
Fundaáætlun fræðslunefndar vorið 2020
Fyrir liggur fundaáætlun fræðslunefndar fyrra hluta ársins 2020. Fræðslunefnd samþykkir áætlunina.
9.
Reglur um launað námsleyfi í leikskólum
Lagðar fram til kynningar reglur um námsstyrk fyrir starfsfólk leikskóla sem leggja stund á nám í leikskólakennarafræðum á háskólastigi.