Fara í efni

Fræðslunefnd

79. fundur
29. janúar 2020 kl. 16:00 - 18:11
í Molanum fundarherbergi 1 og 2
Nefndarmenn
Sigurður Ólafsson formaður
Birta Sæmundsdóttir aðalmaður
Sævar Örn Arngrímsson aðalmaður
Jóhanna Sigfúsdóttir aðalmaður
Þuríður Lillý Sigurðardóttir aðalmaður
Alma Sigurbjörnsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
Þóroddur Helgason embættismaður
Ásta Ásgeirsdóttir áheyrnarfulltrúi
Gerður Ósk Oddsdóttir áheyrnarfulltrúi
Margrét Bjarnadóttir áheyrnarfulltrúi
Fundargerð ritaði:
Þóroddur Helgason Fræðslustjóri
Dagskrá
1.
Starfsáætlanir og skólanámskrár skólaárið 2019-2020
Málsnúmer 1912168
Fyrir liggja starfsáætlanir og skólanámskrár Breiðdals- og Stöðvarfjarðarskóla, leikskólans Kærabæjar, Grunnskóla Reyðarfjarðar og Grunnskóla Fáskrúðsfjarðar fyrir skólaárið 2019-2020. Skólastjórar skólanna kynntu áætlanirnar og svöruðu spurningum nefndarfólks. Fræðslunefnd samþykkir fyrirliggjandi starfsáætlanir og skólanámskrár og þakkar skólastjórum fyrir greinargóð svör.
2.
Reglur um launað námsleyfi í leikskólum
Málsnúmer 2001016
Um leið og fræðslunefnd Fjarðabyggðar fagnar nýsamþykktum reglum óskar hún eftir því við bæjarstjórn að gerð verði breyting á 1. málsgrein þannig að í lok málsgreinarinnar bætist við c liður þar sem standi: c)Stunda eða eru að hefja nám í þroskaþjálfafræði eða öðru því háskólanámi sem nýtist með beinum hætti í leikskólastarfi.
3.
Snjalltækjavæðing og reglur um snjalltæki í grunnskólum Fjarðabyggðar
Málsnúmer 1806053
Í febrúar 2019 voru settar nýjar reglur um um notkun snjalltækja í grunnskólum Fjarðabyggðar. Samhliða setningu þeirra voru grunnskólarnir snjalltækjavæddir, þannig að hver skóli fékk jafnmargar Chromebook vélar/i-padda og nemendur skólans voru og netsamband var bætt til að tryggja nemendum og kennurum betra og nútímalegra námsumhverfi.
Í reglunum kemur fram að endurskoða skuli þær í janúar 2020. Til þess að auðvelda ákvarðanatöku fól fræðslunefnd fræðslustjóra að leggja fyrir þrjár viðhorfskannanir, eina fyrir nemendur í 6. - 10. bekk grunnskóla, aðra fyrir foreldra þeirra og þriðju fyrir starfsmenn grunnskóla.
Fræðslustjóri lagði könnunina fyrir nemendur grunnskólanna í Fjarðabyggð fyrri hluta janúarmánaðar og á sama tíma var könnun send á starfsfólk og foreldra nemenda í 6. - 10. bekk. Samantekt á heildarniðurstöðum úr viðhorfskönnununum eru settar fram í skýrslu sem liggur fyrir fundinum. Í skýrslunni kemur m.a. fram í samantekt að bæði foreldrar og starfsmenn eru almennt ánægðir með reglurnar og áhrif þeirra. Nemendur eru frekar ánægðir með hvaða áhrif reglurnar hafa haft á samskiptin í skólunum, tæpur helmingur þeirra finnst reglurnar hafa haft lítil áhrif á einbeitingu og líðan meðan ca. fjórðungur telja áhrifin jákvæð og fjórðungur neikvæð, og um þriðjungur nemenda er alveg sama um nýjar reglur á meðan fjöldi þeirra sem eru neikvæðir út í þær eru helmingi fleiri en þeir sem eru jákvæðir. Fræðslunefnd þakkar fyrir skýrsluna. Nefndin telur að þær forsendur sem lágu að baki setningu reglnanna hafi ekki breyst og að niðurstöður viðhorfskannananna bendi til þess að skynsamlegast sé að hafa reglurnar óbreyttar.
4.
Skóladagatöl 2020-2021
Málsnúmer 2001195
Fyrir liggur minnisblað um sameiginlega skólabyrjun grunnskólanna og sameiginlegan leyfisdag leik-, grunn- og tónlistarskóla skólaárið 2020-2021. Í minnisblaðinu er lagt til að höfðu samráði við skólastjórnendur að skólasetning grunnskólanna í Fjarðabyggð verði 20. ágúst og sameiginlegur leyfisdagur (starfsdagur/skipulagsdagur) 4. janúar 2021. Fræðslunefnd samþykkir áður nefndar dagsetningar.
5.
Endurskoðun Aðalskipulags Fjarðabyggðar 2007-2027
Málsnúmer 1810136
Hjá sveitarfélaginu er nú unnið að endurskoðun á Aðalskipulagi Fjarðabyggðar 2007-2027. Fyrir liggur tillaga sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs um að leitað verði eftir ábendingum frá öðrum nefndum í stjórnkerfi Fjarðabyggðar um viðfangsefni sem ástæða er til að skoða við gerð lýsingar aðalskipulagsins. Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti að leita eftir afstöðu bæjarráðs, fræðslunefndar, félagsmálanefndar, íþrótta- og tómstundanefndar, menningar- og nýsköpunarnefndar og hafnarstjórnar. Fræðslunefnd felur fræðslustjóra og sviðsstjóra fjölskyldusviðs að koma með ábendingar er varða fræðslu- og menntamál.