Fara í efni

Fræðslunefnd

80. fundur
12. febrúar 2020 kl. 16:30 - 18:30
í Molanum fundarherbergi 1 og 2
Nefndarmenn
Sigurður Ólafsson formaður
Birta Sæmundsdóttir aðalmaður
Sævar Örn Arngrímsson aðalmaður
Jóhanna Sigfúsdóttir aðalmaður
Þuríður Lillý Sigurðardóttir aðalmaður
Alma Sigurbjörnsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
Þóroddur Helgason embættismaður
Ásta Ásgeirsdóttir áheyrnarfulltrúi
Laufey Þórðardóttir embættismaður
Fundargerð ritaði:
Þóroddur Helgason Fræðslustjóri
Dagskrá
1.
Starfsáætlanir og skólanámskrár skólaárið 2019-2020
Málsnúmer 1912168
Fyrir liggja starfsáætlanir og skólanámskrár Tónskóla Neskaupstaðar, Tónlistarskóla Eskifjarðar og Reyðarfjarðar, Tónlistarskóla Fáskrúðsfjarðar og Stöðvarfjarðar og Eskifjarðarskóla fyrir skólaárið 2019-2020. Skólastjórar skólanna kynntu áætlanirnar og svöruðu spurningum nefndarfólks. Fræðslunefnd samþykkir fyrirliggjandi starfsáætlanir og skólanámskrár og þakkar skólastjórum fyrir greinargóð svör.
2.
Sundlaug Íþróttamiðstöðvar Reyðarfjarðar
Málsnúmer 1908022
Málefni sundlaugarinnar voru tekin til umræðu í bæjarráði 10. febrúar og bæjarráð fól bæjarstjóra að taka saman minnisblað um málið og hvaða leið væri best að fara í málinu. Sviðsstjóri fjölskyldusviðs, fræðslustjóri og skólastjóri Grunnskóla Reyðarfjarðar gerðu grein fyrir möguleikum sem væru fyrir hendi. Fræðslunefnd leggur áherslu á að gagnaöflun verði lokið sem fyrst þannig að hægt verði að taka ákvörðun í málinu og tryggja sundkennslu nemenda í Grunnskóla Reyðarfjarðar. Fulltrúi Miðflokksins leggur fram eftirfarandi bókun: Skorað er á bæjarstjórn Fjarðabyggðar að samþykkja viðgerðir á Sundlaug Reyðarfjarðar nú þegar, tryggja áframhaldandi starfsemi hennar og um leið uppfylla lagaskyldur um skólasundkennslu við Grunnskóla Reyðarfjarðar. Sjá meðfylgjandi greinargerð.