Fræðslunefnd
81. fundur
11. mars 2020
kl.
16:30
-
18:00
í Molanum fundarherbergi 1 og 2
Nefndarmenn
Sigurður Ólafsson
formaður
Birta Sæmundsdóttir
aðalmaður
Sævar Örn Arngrímsson
aðalmaður
Jóhanna Sigfúsdóttir
aðalmaður
Þuríður Lillý Sigurðardóttir
aðalmaður
Alma Sigurbjörnsdóttir
áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
Þóroddur Helgason
embættismaður
Ásta Ásgeirsdóttir
áheyrnarfulltrúi
Laufey Þórðardóttir
embættismaður
Fundargerð ritaði:
Þóroddur Helgason
Fræðslustjóri
Dagskrá
1.
Samstarf um heilsueflingu
Framlagður samstarfssamningur við Institute for Positive Health (IPH) vegna samstarfs HSA við heilsueflandi sveitarfélög á Austurlandi. Bæjarráð og bæjarstjórn hafa samþykkt framlagðan samstarfssamning og bæjarstjóri undirritað hann fyrir hönd Fjarðabyggðar. Bæjarráð vísaði samningnum til kynningar í fastanefndum fjölskyldusviðs. Kynnt í fræðslunefnd.
2.
Opið bréf til bæjarstjórnar Fjarðabyggðar
Vísað var frá bæjarráði 17. febrúar til kynningar í fræðslunefnd bréfi foreldra á Reyðarfirði sem gera athugasemdir við þjónustu leikskóla og sundkennslu á Reyðarfirði. Bæjarráð þakkaði ábendingar bréfritara og tók undir áhyggjur af mönnun og starfsemi leikskólans en unnið er að lausnum beggja mála líkt og verið hefur. Fræðslustjóri gerði grein fyrir stöðu mála. Bréf hefur verið sent til foreldra barna sem fædd eru 2019 og sótt hafa um leikskólavistun í leikskólanum Lyngholti á Reyðarfirði. Í bréfinu kemur fram að leikskólinn Lyngholt muni opna 6. deild skólans strax eftir páska, þegar deildin verður tilbúin, en undanfarna mánuði hefur verið unnið að endurbyggingu á elsta húsnæði leikskólans. Búið er að manna deildina og því geta foreldra búsettir á Reyðarfirði, sem nú sækja leikskólaþjónustu í leikskólana á Eskifirði og Fáskrúðsfirði sótt leikskólaþjónustu í leikskólann Lyngholt á Reyðarfirði frá og með miðjum apríl. Sundkennsla nemenda við Grunnskóla Reyðarfjarðar hófst 9. mars í sundlauginni á Eskifirði. Áætlað er að kenndir verði 10 tímar að vori hjá nemendum 1.-9. bekkjar og 20 tímar hjá nemendum í 10. bekk, þannig að þeir geti lokið við hæfniviðmið 10. bekkjar.
3.
Skóladagatöl 2020-2021
Fyrir liggja skóladagatöl leik-, grunn- og tónlistarskóla í Fjarðabyggð þar sem sést hvernig starfs-, skipulags- og vetrarfrídagar raðast niður á skólaárið. Skólastjórnendur og fræðslustjóri hafa samræmt skóladagatölin að ákveðnu marki. Flestir skipulagsdagar leikskóla falla þannig utan nemendadaga í grunnskóla og frídagar nemenda í grunn- og tónlistarskólum eru samræmdir. Fræðslunefnd samþykkir fyrirliggjandi skóladagatöl.
4.
Forvarnarteymi Fjarðabyggðar
Til umræðu var minnisblað íþrótta- og tómstundafulltrúa Fjarðabyggðar til félagsmálanefndar, þar sem lagt er til að komið verði á fót formlegum samráðs- og samstarfsvettvangi starfsmanna og stofnana sem koma að málum sem tengjast börnum og unglingum í sveitarfélaginu. Lagt fram til kynningar.
5.
Samstarfsverkefni um endurskoðun forsenda úthlutunar og ráðstöfunar fjármuna til kennslu og stuðnings í grunnskólum
Mennta- og menningarmálaráðuneytið og Samband íslenskra sveitarfélaga óska eftir þátttöku sveitarfélaga í samstarfsverkefni um endurskoðun á forsendum úthlutunar og ráðstöfunar fjármuna til kennslu og stuðnings í grunnskólum. Meginmarkmið endurskoðunarinnar er að reglum um fjárframlög verði breytt þannig að áhersla verði lögð á snemmbæran stuðning og forvarnir til þess að auka hæfni kerfisins til að starfa á grundvelli jafnaðar, skilvirkni og hagkvæmni. Samstarfsverkefnið er þróunarferli, sem tekur til hugmyndavinnu um forsendur úthlutunar og ráðstöfunar fjármuna í grunnskóla og hvernig best er að innleiða mögulegar breytingar, í samræmi við ábendingar sem fram komu í úttektarskýrslu Evrópumiðstöðvar um nám án aðgreiningar og sérþarfir. Í vinnunni verður lögð áhersla á nýsköpun og hugmyndaauðgi þátttakenda sem byggir á sýn þeirra og reynslu. Stefnt er að því að verkefnið hefjist í mars 2020 og í árslok liggi fyrir leiðbeinandi viðmið fyrir sveitarfélög um hvernig best verði staðið að skilgreiningum á forsendum úthlutunar og ráðstöfunar fjármuna til kennslu og stuðnings í grunnskóla fyrir alla. Verkefninu verður stýrt af mennta- og menningarmálaráðuneytinu með aðkomu sérfræðinga frá Menntavísindasviði Háskóla Íslands, Sambandi íslenskra sveitarfélaga og Jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Með þátttöku sveitarfélaga í verkefninu skuldbinda þau sig til vinnuframlags og greiðslu ferða- og fundakostnaðar. Þau sveitarfélög sem hafa áhuga á að taka þátt í verkefninu eða fá frekari upplýsingar um það eru beðin að hafa samband við mennta- og menningarmálaráðuneytinu fyrir 14. mars n.k.
Fræðslustjóri og sviðsstjóri fjölskyldusviðs telja gagnlegt fyrir sveitarfélagið Fjarðabyggð að taka þátt í þessari vinnu og leggja til að sveitarfélagið sæki um þátttöku. Fram kom að fundir verða allir með fjarfundasniði. Fræðslunefnd felur fræðslustjóra að sækja um þátttöku í verkefninu.
Fræðslustjóri og sviðsstjóri fjölskyldusviðs telja gagnlegt fyrir sveitarfélagið Fjarðabyggð að taka þátt í þessari vinnu og leggja til að sveitarfélagið sæki um þátttöku. Fram kom að fundir verða allir með fjarfundasniði. Fræðslunefnd felur fræðslustjóra að sækja um þátttöku í verkefninu.
6.
Kennslutímamagn grunnskóla Fjarðabyggðar 2020-2021
Fræðslunefnd fór yfir gildandi reglur um úthlutun kennslutíma til grunnskóla og skiptingu tímamagns. Fræðslunefnd samþykkir fyrirliggjandi úthlutun.
7.
Íbúafundur Reyðarfirði 3.3.2020
Á fundi bæjarráðs sem haldinn var mánudaginn 9. mars var samþykkt að skipa starfshóp um uppbyggingu íþróttahús á Reyðarfirði. Hópinn skipa eftirfarandi: Frá bæjarráði Jón Björn Hákonarson sem jafnframt verður formaður samráðshópsins og Dýrunn Pála Skaftadóttir. Formenn eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar Einar Már Sigurðarson, íþrótta- og tómstundarnefndar Pálína Margeirsdóttir og fræðslunefndar Sigurður Ólafsson. Jafnframt verður óskað eftir því að Íbúasamtök Reyðarfjarðar og Ungmennafélagið Valur tilnefni einn aðila frá hvoru félagi í samráðshópinn. Með hópnum starfar atvinnu- og þróunarstjóri og íþrótta- og tómstundastjóri ásamt öðrum embættismönnum sveitarfélagsins eftir þörfum.
Bæjarráð fól framkvæmdasviði og umhverfis- og skipulagssviði að vinna að lausnum með starfshópnum um uppbyggingu íþróttahúss á Reyðarfirði og leggja fyrir hugmyndir, teikningar og kostnaðargreiningu á slíku mannvirki. Fjármunir sem til koma af sölu Rafveitu Reyðarfjarðar er sú fjárveiting sem lögð er til verksins. Bæjarritara var falið að útbúa erindisbréf samráðshópsins og vísar erindinu til kynningar til eigna,- skipulags- og umhverfisnefndar, fræðslunefndar og íþrótta- og tómstundarnefndar. Lagt fram til kynningar.
Bæjarráð fól framkvæmdasviði og umhverfis- og skipulagssviði að vinna að lausnum með starfshópnum um uppbyggingu íþróttahúss á Reyðarfirði og leggja fyrir hugmyndir, teikningar og kostnaðargreiningu á slíku mannvirki. Fjármunir sem til koma af sölu Rafveitu Reyðarfjarðar er sú fjárveiting sem lögð er til verksins. Bæjarritara var falið að útbúa erindisbréf samráðshópsins og vísar erindinu til kynningar til eigna,- skipulags- og umhverfisnefndar, fræðslunefndar og íþrótta- og tómstundarnefndar. Lagt fram til kynningar.
8.
Fundargerðir framkvæmdastjórnar Skólaskrifstofu 2020
Fyrir liggur fundargerð framkvæmdarstjórnar Skólaskrifstofu Austurlands ásamt bréfi frá starfsmönnum Skólaskrifstofunnar. Málið var tekið fyrir í bæjarráði 2. mars og vísað til fræðslunefndar til kynningar. Lagt fram til kynningar.