Fræðslunefnd
82. fundur
1. apríl 2020
kl.
16:30
-
17:00
í fjarfundi vegna COVID19
Nefndarmenn
Sigurður Ólafsson
formaður
Birta Sæmundsdóttir
aðalmaður
Sævar Örn Arngrímsson
aðalmaður
Jóhanna Sigfúsdóttir
aðalmaður
Þuríður Lillý Sigurðardóttir
aðalmaður
Alma Sigurbjörnsdóttir
áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
Þóroddur Helgason
embættismaður
Ásta Ásgeirsdóttir
áheyrnarfulltrúi
Gerður Ósk Oddsdóttir
áheyrnarfulltrúi
Fundargerð ritaði:
Þóroddur Helgason
Fræðslustjóri
Dagskrá
1.
COVID viðbragðsáætlun og samskipti
Fyrir liggur minnisblað frá fræðslustjóra þar sem greint er frá starfinu í leik-, grunn- og tónlistarskólum í Fjarðabyggð. Í öllum skólum hefur verið haldið út mikilli og góðri þjónustu fyrir alla nemendur og fullri þjónustu fyrir forgangshópa. Álag hefur óneitanlega verið mikið þar sem skólar þurftu að fara í miklar breytingar á stundatöflum, svæðaskipta þurfti skólunum, breyta umgengisreglum og kennslufyrirkomulagi og taka upp fjarnámi að hluta eða öllu leyti hjá elstu nemendum og tónlistarskólanemendum. Skólar eru viðbúnir að taka upp frekari takmarkanir á skólastarfi þurfi á því að halda. Fræðslunefnd færir nemendum og starfsfólki skóla bestu þakkir fyrir þeirra framlag á þessum fordæmalausu tímum, þau eiga mikið hrós skilið.
2.
Útikörfuboltavöllur
Lagt fram bréf Íbúasamtaka Eskifjarðar með tillögu samtakanna að útikörfuboltavelli við Eskifjarðarskóla. Íbúasamtökin hyggjast leggja til körfur og undirlag en óskað er eftir að Fjarðabyggð steypi plötu eða malbiki undir vallarsvæðið.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd vísaði erindinu til umsagnar fræðslunefndar og skólastjórnenda Eskifjarðarskóla ásamt Slökkviliði Fjarðabyggðar vegna aðkomu sjúkra- og slökkviliðs að skólanum. Nefndin vísaði erindinu einning til framkvæmdasviðs varðandi kostnað vegna hugsanlegrar aðkomu Fjarðabyggðar.
Fræðslunefnd fagnar framtaki íbúasamtakanna og hvetur bæjarstjórn til þess að taka vel í verkefnið. Fræðslunefnd leggur áherslu á að verkefnið verði unnið í nánu samstarfi við starfsfólk Eskifjarðarskóla.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd vísaði erindinu til umsagnar fræðslunefndar og skólastjórnenda Eskifjarðarskóla ásamt Slökkviliði Fjarðabyggðar vegna aðkomu sjúkra- og slökkviliðs að skólanum. Nefndin vísaði erindinu einning til framkvæmdasviðs varðandi kostnað vegna hugsanlegrar aðkomu Fjarðabyggðar.
Fræðslunefnd fagnar framtaki íbúasamtakanna og hvetur bæjarstjórn til þess að taka vel í verkefnið. Fræðslunefnd leggur áherslu á að verkefnið verði unnið í nánu samstarfi við starfsfólk Eskifjarðarskóla.
3.
Samstarfsverkefni um endurskoðun forsenda úthlutunar og ráðstöfunar fjármuna til kennslu og stuðnings í grunnskólum
Umsókn Fjarðabyggðar um þátttöku í þróunarverkefninu, Samstarfsverkefni um endurskoðun forsenda úthlutunar og ráðstöfunar fjármuna til kennslu og stuðnings í grunnskólum, var samþykkt, ásamt umsókn 13 annarra sveitarfélaga. Sviðsstjóri fjölskyldusviðs, fjármálastjóri og fræðslustjóri sinna verkefninu fyrir hönd Fjarðabyggðar. Haldinn hefur verið einn kynningarfundur og greiningarvinna farin af stað í hverju sveitarfélagi. Gert er ráð fyrir að verkefninu ljúki í árslok 2020.
4.
Styrktarsjóður EBÍ 2020
Fyrir liggur bréf frá Eignarhaldsfélagi Brunabótafélags Íslands þar sem aðildarsveitarfélög EBÍ eru hvött til að skila inn umsókn vegna sérstakra framfaraverkefna sem snúa að athugunum eða rannsóknum á ýmsum þróunarþáttum í atvinnulífi, samgöngum, fræðslu- og menningarmálum. Fræðslustjóra er falið að vinna málið áfram.
5.
Barnvæn sveitarfélög - Innleiðing Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna
Vísað frá bæjarráði til umsagnar fræðslunefndar erindi frá félagsmálaráðuneytinu og UNICEF á Íslandi með tilboði um þátttöku í verkefninu "barnvæn sveitarfélög". Um er að ræða verkefni sem styður sveitarfélög í innleiðingu Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem var lögfestur hér á landi árið 2013. Fræðslunefnd hvetur bæjarstjórn til þess að sækja um þátttöku.