Fara í efni

Fræðslunefnd

83. fundur
6. maí 2020 kl. 16:30 - 17:30
í fjarfundi vegna COVID19
Nefndarmenn
Sigurður Ólafsson formaður
Birta Sæmundsdóttir aðalmaður
Sævar Örn Arngrímsson aðalmaður
Jóhanna Sigfúsdóttir aðalmaður
Þuríður Lillý Sigurðardóttir aðalmaður
Alma Sigurbjörnsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
Þóroddur Helgason embættismaður
Ásta Ásgeirsdóttir áheyrnarfulltrúi
Gerður Ósk Oddsdóttir áheyrnarfulltrúi
Margrét Bjarnadóttir áheyrnarfulltrúi
Laufey Þórðardóttir embættismaður
Fundargerð ritaði:
Þóroddur Helgason Fræðslustjóri
Dagskrá
1.
Samráðsfundir og viðbrögð vegna coronaveiru COVID19
Málsnúmer 2002090
Vísað frá bæjarráði til kynningar í fræðslunefnd stöðumati og verkferlum hjá sveitarfélaginu vegna Covid-19. Bæjarráð þakkar starfsmönnum sveitarfélagsins sem og íbúum þess fyrir ómetanlegt framlag á þessum erfiðu tímum. Bæjarráð þakkar sérstaklega starfsmönnum skólastofnana, félags-, heimaþjónustu og hjúkrunarheimila fyrir þeirra störf.
Aðgerðarhópur Fjarðabyggðar hefur hist daglega til að fara yfir stöðuna og almannavarnarnefnd Austurlands gegnir lykilhlutverki við undirbúning viðbragða og eftirfylgni.
Fræðslustjóri fór yfir stöðuna í skólum Fjarðabyggðar nú þegar stórum hluta takmarkana hefur verið létt af skólastarfi. Skólastarf í Fjarðabyggð hefur gengið vel þökk sé nemendum og starfsmönnum skóla. Þjónusta skólanna í samkomubanni var mikil og nú er nær því full þjónusta í boði. Fræðslunefnd tekur undir þakkir bæjarráðs til nemenda, starfsfólks og íbúa.
2.
Viðspyrna af hálfu sveitarfélaga fyrir íslenskt atvinnulíf
Málsnúmer 2003122
Vísað frá bæjarráði til kynningar í fræðslunefnd erindi Sambands íslenskra sveitarfélaga um viðspyrnu af hálfu sveitarfélaga fyrir íslenskt atvinnulíf. Bæjarráð samþykkti tillögur sem fyrstu aðgerðir Fjarðabyggðar til viðspyrnu fyrir samfélagið vegna COVID-19 faraldursins á 656. fundi sínum þann 30. mars 2020. Lagt fram til kynningar.
3.
Ósk um flutning á skipulagsdegi
Málsnúmer 2004165
Fyrir liggur minnisblað með ósk frá starfsfólki leikskólans Lyngholts um breytingu á skóladagatali. Um er að ræða flutning á skipulagsdegi sem vera átti 6. apríl síðastliðinn og ákveðið var að fresta þar til síðar. Óskað er eftir að skipulagsdagurinn verði 2. júní. Dagurinn verður nýttur til þess að koma fyrir þeim búnaði sem verið hefur í geymslu vegna byggingaframkvæmda undangengin misseri. Fræðslunefnd samþykkir fyrrnefndar breytingar á skóladagatali.
4.
Ungt fólk - 8.-10.bekkur könnun
Málsnúmer 2004161
Fyrir liggja niðurstöður úr könnuninni Ungt fólk 2020, 8.,9. og 10. bekkur. Í rannsókninni var að þessu sinni bætt við spurningum um svefnvenjur, koffínneyslu og rafrettunotkun. Fræðslunefnd fór yfir niðurstöðurnar og felur skólastjórum grunnskóla að kynna þær nemendum og starfsfólki skóla. Einnig felur hún fræðslustjóra og sviðsstjóra fjölskyldusviðs að kynna niðurstöðurnar fyrir starfsmönnum fjölskyldusviðs og forvarnarteymi. Niðurstöðurnar nýtast skólunum og fjölskyldusviði vel við skipulagningu og þróun fræðslu- og frístundastarfs í sveitarfélaginu. Vísað til kynningar til ungmennaráðs og bæjarráðs.
5.
Niðurstöður úr Skólavoginni
Málsnúmer 1311034
Fyrir liggja niðurstöður úr Skólavoginni. Annars vegar er um að ræða foreldrakönnun leikskóla 2020 og hins vegar nemendakönnun 6.-10. bekkur 2019-2020. Kannanirnar hafa verið kynntar í skólum sveitarfélagsins og birtast á heimasíðum þeirra.
Fræðslunefnd fór yfir niðurstöðurnar, en þær munu nýtast skólum Fjarðabyggðar og fjölskyldusviði vel við skipulagningu og þróun fræðslu- og frístundastarfs í sveitarfélaginu. Vísað til ungmennaráðs til kynningar.
6.
Starfs- og fjárhagsáætlun fræðslunefndar 2021
Málsnúmer 2005020
Rætt var um undirbúning fræðslunefndar að starfs- og fjárhagsáætlun ársins 2021. Fræðslustjóra og sviðsstjóra fjölskyldusviðs var falið að hefja vinnu við áætlunina með starfsfólki fjölskyldusviðs.