Fara í efni

Fræðslunefnd

85. fundur
3. júní 2020 kl. 16:30 - 18:30
Grunnskóli Eskifjarðar
Nefndarmenn
Sigurður Ólafsson formaður
Sævar Örn Arngrímsson aðalmaður
Jóhanna Sigfúsdóttir aðalmaður
Þuríður Lillý Sigurðardóttir aðalmaður
Alma Sigurbjörnsdóttir áheyrnarfulltrúi
Þorvarður Sigurbjörnsson varamaður
Starfsmenn
Þóroddur Helgason embættismaður
Ásta Ásgeirsdóttir áheyrnarfulltrúi
Margrét Bjarnadóttir áheyrnarfulltrúi
Fundargerð ritaði:
Þóroddur Helgason Fræðslustjóri
Dagskrá
1.
Heimsókn í skóla Fjarðabyggðar
Málsnúmer 2005171
Fræðslunefnd heimsótti leikskólann Dalborg og Eskifjarðarskóla. Skólastjórnendur tóku á móti nefndinni, gengu með nefndarfólki um húsnæðið og fóru yfir helstu áherslur skólans. Fræðslunefnd þakkar skólastjórnendum fyrir góðar móttökur.
2.
Dalborg, hönnun á viðbyggingu
Málsnúmer 2002039
Farið var yfir frumteikningar af viðbyggingu við leikskólann Dalborg og hugmyndir um endurbætur á eldra húsnæði skólans. Einnig var farið yfir minnisblað starfshóps um viðbyggingu við leikskólann Dalborg og minnisblað um þarfagreiningu á fjölda deilda í leikskólanum. Bæjarstjórn hefur samþykkt tillögu starfshópsins sem fram kemur í minnisblaðinu og vísað málinu til vinnu við fjárhagsáætlun 2021. Fræðslunefnd fagnar að nú hylli undir framtíðarlausn í húsnæðismálum fyrir leikskólann Dalborg.
3.
Tölvur í skólum Fjarðabyggðar
Málsnúmer 2005112
Í starfsáætlun fræðslumála fyrir árið 2020 kemur fram að meta skuli þörfina á endurnýjun tölvubúnaðar fyrir starfsfólk skóla og taka ákvörðun um tölvukaup. Fyrir liggur minnisblað starfshóps þar sem metin er þörf á endurnýjun á tölvum starfsfólks í leik-, grunn- og tónlistarskólum í Fjarðabyggð, auk þess sem gerð var gróf kostnaðaráætlun og lagt mat á hvort kaup á tölvubúnaði myndi rúmast innan núverandi fjárhagsramma til fræðslumála. Í minnisblaðinu er miðað við kaup á 114 vélum og áætlað að kostnaður geti verið á milli 20-25 milljónir. Þá kemur fram að óvarlegt sé að áætla að sá kostnaður rúmist inna fjárhagsramma, e.t.v. um helmingur kostnaðar. Starfshópurinn leggur til við fræðslunefnd að farið verði í verðkönnun í júní 2020 hjá stærstu tölvufyrirtækjum landsins og í framhaldinu verði keyptar vélar og settar upp í skólunum í haust. Fræðslunefnd tekur undir tillögur starfshópsins um verðkönnun í júní og kaup á nýjum búnaði í haust. Vísað til bæjarráðs.
4.
Ferðamálastefna Fjarðabyggðar 2020 - 2021
Málsnúmer 2004009
Ferðamálastefna Fjarðabyggðar er lögð fram til umsagnar hjá fræðslunefnd. Fræðslunefnd gerir ekki athugasemdir við stefnuna.
5.
Starfs- og fjárhagsáætlun fræðslunefndar 2021
Málsnúmer 2005020
Til umræðu var starfs- og fjárhagsáætlun fræðslunefndar fyrir árið 2020. Fyrir lágu drög að minnisblaði fræðslunefndar til bæjarráðs þar sem tilteknar eru helstu breytingar á starfs- og fjárhagsáætlun milli áranna 2020 til 2021. Eftir umræður í nefndinni var fræðslustjóra falið að ljúka við minnisblaðið í takt við umræður á fundinum.