Fræðslunefnd
86. fundur
8. júlí 2020
kl.
16:30
-
18:30
í fjarfundi vegna COVID19
Nefndarmenn
Einar Már Sigurðarson
formaður
Birta Sæmundsdóttir
aðalmaður
Sævar Örn Arngrímsson
aðalmaður
Jóhanna Sigfúsdóttir
aðalmaður
Þuríður Lillý Sigurðardóttir
aðalmaður
Alma Sigurbjörnsdóttir
áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
Þóroddur Helgason
embættismaður
Ásta Ásgeirsdóttir
áheyrnarfulltrúi
Gerður Ósk Oddsdóttir
áheyrnarfulltrúi
Laufey Þórðardóttir
embættismaður
Fundargerð ritaði:
Þóroddur Helgason
Fræðslustjóri
Dagskrá
1.
Sundlaug Íþróttamiðstöðvar Reyðarfjarðar
Fræðslunefnd mælir með við bæjarráð að farið verði í að dúkleggja sundlaugina á Reyðarfirði á vorönn 2021 og kennt sund það vorið í lauginni, íþróttakennsla væri þá leyst með öðrum hætti að vor og hausti 2021 eða þar til nýtt íþróttahús á Reyðarfirði verður komið í gagnið. Eftir samráð við fræðslustjóra og skólastjóra Grunnskóla Reyðarfjarðar leggur fræðslunefnd til að ekið verði með nemendur í sund á Eskifjörð á haustönn 2020 fram að miðjum nóvember og síðan aftur tekið til við sundkennslu í dúklagðri laug seinni hluta aprílmánaðar 2021.
2.
Uppbygging íþróttahúss á Reyðarfirði
Vísað til umsagnar í fræðslunefnd fundargerð 4. fundar starfshóps um nýtt íþróttahús á Reyðarfirði. Fræðslunefnd líst vel á framkomnar hugmyndir og leggur áherslu á að farið verði í framkvæmdir sem fyrst þannig að hægt verði að nýta húsið fyrir íþróttakennslu á haustönn 2021.
3.
Örútboð á ritföngum 2020
Í júní fór fram örútboð á ritföngum fyrir grunnskólana í Fjarðabyggð. Tvö fyrirtæki sendu inn tilboð. Tekið var lægra tilboðinu sem kom frá fyrirtækinu A4-Egilsson ehf., en það hljóðaði upp á 1.331.234 kr. Lagt fram til kynningar.
4.
Tölvur í skólum Fjarðabyggðar
Örútboð vegna kaupa á tölvubúnaði, 110 vélum, fyrir skóla í Fjarðabyggð var sent út 19. júní og frestur til að skila inn tilboðum er til dagsins í dag, 8. júní. Farið verður yfir innsend tilboð á næstu dögum.
5.
Umhverfisstefna Fjarðabyggðar
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd vísar drögum að umhverfisstefnu Fjarðabyggðar 2018-2022 til umfjöllunar í fræðslunefnd. Anna Berg Samúelsdóttir, umhverfisstjóri, kynnti drög að umhverfisstefnu Fjarðabyggðar. Fræðslunefnd þakkar umhverfisstjóra fyrir góða kynningu. Málinu frestað til næsta fundar nefndarinnar.
6.
Stjórnarfundur Skólaskrifstofu Austurlands
Fyrir liggur fundargerð frá stjórnarfundi Skólaskrifstofu Austurlands sem haldinn var 29. júní 2020. Fundargerðin lögð fram til kynningar.