Fræðslunefnd
87. fundur
19. ágúst 2020
kl.
16:30
-
17:10
í fjarfundi vegna COVID19
Nefndarmenn
Einar Már Sigurðarson
formaður
Birta Sæmundsdóttir
aðalmaður
Sævar Örn Arngrímsson
aðalmaður
Jóhanna Sigfúsdóttir
aðalmaður
Þuríður Lillý Sigurðardóttir
aðalmaður
Alma Sigurbjörnsdóttir
áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
Þóroddur Helgason
embættismaður
Gerður Ósk Oddsdóttir
áheyrnarfulltrúi
Fundargerð ritaði:
Þóroddur Helgason
Fræðslustjóri
Dagskrá
1.
Samningur um skólamáltíðir í grunnskólum Fjarðabyggðar 2017
Lögð fram til upplýsinga framlenging til eins árs, á grundvelli fyrri samnings við Fjarðaveitingar um skólamáltíðir í grunnskólum Fjarðabyggðar.
2.
Gjaldskrár leikskóla og skólamáltíða
Í starfsáætlun Fjarðabyggðar fyrir árið 2020 stendur að gjaldskrá leikskóla og skólamáltíða í grunnskólum breytist frá og með 1. ágúst 2020. Breytingin á gjaldskrá leikskóla er lækkun hádegismáltíðar um helming eða úr 2.937 kr. í 1.468 kr. og gjald fyrir skólamáltíð í grunnskóla lækkar einnig um helming og fer úr 300 kr. í 150 kr. Gjaldskrá leikskóla fyrir ágúst verður leiðrétt með reikningum í september. Lagt fram til kynningar.
3.
Tölvur í skólum Fjarðabyggðar
Eftir örútboð á 110 starfsmannatölvum í leik-, grunn- og tónlistarskóla Fjarðabyggðar var lægsta tilboði sem jafnframt uppfyllti öll skilyrði útboðsins tekið. Tilboðið hljóðaði upp á 16.817.984 kr. Á grundvelli útboðsins voru keyptar inn 116 tölvur. Fræðslunefnd óskar starfsmönnum skólanna til hamingju með nýja búnaðinn.
4.
Örútboð á ritföngum 2020
Eftir örútboð á ritföngum fyrir grunnskóla Fjarðabyggðar var tilboði A4 tekið. Tilboðið hljóðaði upp á 1.331.234 kr. Lagt fram til kynningar.
5.
Tónlistarnám utan lögheimilissveitarfélags
Fræðslunefnd tók til umræðu tónlistarnám utan lögheimilissveitarfélags. Fræðslunefnd vill vinna að því að setja reglur varðandi stuðning við nemendur sem óska eftir að stunda tónlistarnám utan lögheimilissveitarfélags. Ákveðið að setja á fót starfshóp sem komi með tillögur að reglum til fræðslunefndar í lok september 2020. Lagt er til að hópurinn verði skipaður þremur fulltrúum fræðslunefndar, Einari Má Sigurðarsyni, Þuríði Lillý Sigurðardóttur, Jóhönnu Sigfúsdóttur, fræðslustjóra og fulltrúa skólastjórnenda frá tónlistarskólum Fjarðabyggðar.
6.
Starfs- og fjárhagsáætlun fræðslunefndar 2021
Tekin var umræða um starfs- og fjárhagsáætlun fræðslunefndar fyrir árið 2021. Frekari umræðu frestað til næsta fundar.
7.
Fundaáætlun fræðslunefndar haustið 2020
Farið var yfir drög að fundaáætlun fræðslunefndar fyrir haustið 2020. Fræðslunefnd samþykkir fyrirliggjandi fundaáætlun.