Fara í efni

Fræðslunefnd

88. fundur
9. september 2020 kl. 16:30 - 19:30
Nesskóla í Neskaupstað
Nefndarmenn
Einar Már Sigurðarson formaður
Birta Sæmundsdóttir aðalmaður
Sævar Örn Arngrímsson aðalmaður
Jóhanna Sigfúsdóttir aðalmaður
Þuríður Lillý Sigurðardóttir aðalmaður
Starfsmenn
Þóroddur Helgason embættismaður
Fundargerð ritaði:
Þóroddur Helgason Fræðslustjóri
Dagskrá
1.
Heimsókn í skóla Fjarðabyggðar
Málsnúmer 2005171
Fræðslunefnd hóf fund sinn með heimsókn í skólana á Norðfirði, leikskólann Eyrarvelli, Tónskóla Neskaupstaðar og Nesskóla. Skólastjórnendur tóku á móti nefndinni, gengu með nefndarfólki um húsnæðið og fóru yfir helstu áherslur, áskoranir og sóknarfæri. Fræðslunefnd þakkar skólastjórnendum fyrir góðar móttökur.
2.
Starfsáætlanir og skólanámskrár 2020-2021
Málsnúmer 2009033
Umræða um starfsáætlanir og skólanámskrá skólanna. Frestað til næsta fundar.
3.
Viðmiðunarstundaskrá grunnskóla - tillaga að breytingu - umsögn
Málsnúmer 2008153
Fyrir liggja til umsagnar drög að breytingum á viðmiðunarstundaskrá grunnskólanna. Í drögunum er lagt til að vægi í íslensku verði aukið úr 18,08% í 21,50%, vægi náttúrugreina verði aukið úr 8,33% í 11,01% og vægi Valgreina minnkað úr 9,90% í 3,79%. Einnig liggur fyrir Umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga, þar sem tekið er undir mikilvægi þess að styrkja bæði íslenskukennslu sem og kennslu í náttúrufræðigreinum en jafnframt varað við því að það sé gert með því að skerða fjölbreytt val nemenda í skólum. Sambandið telur þörf á frekari umræðu og vill skoða að ráðist verði í heildarendurskoðun á viðmiðunarstundaskránni, þar sem allar námsgreinar eru undir. Bent er á að fjölga megi kennsludögum, fækka "skertum dögum", sem nú eru 10, endurskoða kennsluhætti og efla náms- og kennslugögn, styrkja starfsþróun kennara og fjölga kennurum með sérhæfingu. Fræðslunefnd tekur undir umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga og telur vænlegra að þróa kennsluhætti í fyrrgreindum námsgreinum og auka kennsluráðgjöf og sérhæfingu kennara.
4.
Starfs- og fjárhagsáætlun fræðslunefndar 2021
Málsnúmer 2005020
Til umræðu var starfs- og fjárhagsáætlun 2021. Bæjarráð samþykkti á fundi símum 7. september fjárhagsramma til nefndarinnar fyrir fjárhagsárið 2021. í forsendum er gert ráð fyrir meðaltalsbreytingum launakostnaðar um 4,9% til hækkunar milli ára samkvæmt kjarasamningum, annar rekstrarkostnaður aukist um 1,4% og gjaldskrár breytist 2,4% milli áranna 2020 og 2021. Í ljósi efnahagserfiðleika munu tekjur Fjarðabyggðar lækka og halli verða á rekstri A hluta Fjarðabyggðar og því samþykkir bæjarráð sérstaklega að fela nefndum að rýna vel rekstur málaflokka sem undir þær heyra. Launaáætlun skal skila fyrir 25. september nk. og starfs- og fjárhagsáætlun eigi síðar en 16. október. Fræðslustjóra falið að hefja vinnu við gerð launaáætlunar með skólastjórum leik-, grunn- og tónlistarskóla miðað við reglur um úthlutun tímamagns. Frekari umræðu frestað til næsta fundar.