Fara í efni

Fræðslunefnd

89. fundur
23. september 2020 kl. 16:30 - 18:30
í Molanum fundarherbergi 1 og 2
Nefndarmenn
Einar Már Sigurðarson formaður
Þorvarður Sigurbjörnsson varamaður
Sævar Örn Arngrímsson aðalmaður
Jóhanna Sigfúsdóttir aðalmaður
Þuríður Lillý Sigurðardóttir aðalmaður
Alma Sigurbjörnsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
Þóroddur Helgason embættismaður
Gerður Ósk Oddsdóttir áheyrnarfulltrúi
Fundargerð ritaði:
Þóroddur Helgason Fræðslustjóri
Dagskrá
1.
Gjaldskrá tónlistarskóla 2021
Málsnúmer 2009115
Fræðslunefnd tók gjaldskrá fyrir tónlistarskóla 2021 til umræðu. Frekari umræðu frestað til næsta fundar.
2.
Gjaldskrá grunnskóla 2021
Málsnúmer 2009127
Fræðslunefnd tók gjaldskrá fyrir útleigu á húsnæði grunnskóla 2021 til umræðu. Frekari umræðu frestað til næsta fundar.
3.
Gjaldskrá skóladagheimila 2021
Málsnúmer 2009120
Fræðslunefnd tók gjaldskrá fyrir frístundaheimili 2021 til umræðu. Frekari umræðu frestað til næsta fundar.
4.
Gjaldskrá leikskóla 2021
Málsnúmer 2009122
Fræðslunefnd tók gjaldskrá fyrir leikskóla 2021 til umræðu. Frekari umræðu frestað til næsta fundar.
5.
Gjaldskrá skólamats í grunnskólum 2021
Málsnúmer 2009119
Fræðslunefnd tók gjaldskrá fyrir skólamáltíðir 2021 til umræðu. Frekari umræðu frestað til næsta fundar.
6.
Tónlistarnám utan lögheimilissveitarfélags
Málsnúmer 2008061
Starfshópur fræðslunefndar til að vinna að reglum um stuðning við nemendur sem óska eftir að stunda tónlistarnám utan lögheimilissveitarfélags gerði fræðslunefnd grein fyrir stöðu vinnunnar. Lagt fram til kynningar.
7.
Leikskólamál
Málsnúmer 2009173
Til umræðu voru málefni barna sem náð hafa 12 mánaða aldri en af einhverjum orsökum komast ekki inn í leikskóla í byggðarkjarnanum þar sem barnið á lögheimili. Þegar slík tilfelli hafa komið upp hefur sveitarfélagið boðið börnum upp á leikskólavistun í nálægum byggðarkjörnum og einnig hefur verið auglýst eftir dagforeldrum í viðkomandi byggðarkjarna. Fræðslunefnd vill skoða þriðja möguleikann, þ.e. að foreldrum bjóðist tímabundnar foreldragreiðslur, sem falla niður ef barninu býðst vistun í leikskóla í þeim byggðarkjarna sem barnið á lögheimili. Frekari umræðu frestað til næsta fundar.
8.
Almenningssamgöngur í Fjarðabyggð
Málsnúmer 1904072
Vísað frá bæjarráði til kynningar tíma- og verkáætlun frá Eflu verkfræðistofu hf. um gerð kostnaðarmats á heildstæðu leiðarneti almenningssamgangna fyrir Fjarðabyggð. Bæjarráð hefur samþykkt tíma- og verkáætlun og felur bæjarstjóra að vinna að málinu áfram. Fræðslunefnd fagnar því að vinna við heildstætt almenningssamgöngukerfi fyrir Fjarðabyggð sé hafin.
9.
Starfs- og fjárhagsáætlun fræðslunefndar 2021
Málsnúmer 2005020
Fræðslustjóri fór yfir vinnu við fjárhagáætlun 2021. Vinnu við launaáætun er að mestu lokið og tekur hún mið af samþykktum úthlutunarreglum á tímamagni. Fræðslunefnd fjallaði um áherslur í starfsáætlun fyrir árið 2021. Frekari umræðu frestað til næsta fundar.