Fara í efni

Fræðslunefnd

90. fundur
7. október 2020 kl. 16:30 - 17:30
í fjarfundi vegna COVID19
Nefndarmenn
Einar Már Sigurðarson formaður
Birta Sæmundsdóttir aðalmaður
Sævar Örn Arngrímsson aðalmaður
Jóhanna Sigfúsdóttir aðalmaður
Þuríður Lillý Sigurðardóttir aðalmaður
Alma Sigurbjörnsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
Þóroddur Helgason embættismaður
Gerður Ósk Oddsdóttir áheyrnarfulltrúi
Margrét Bjarnadóttir áheyrnarfulltrúi
Ásta Stefanía Svavarsdóttir áheyrnarfulltrúi
Laufey Þórðardóttir embættismaður
Fundargerð ritaði:
Þóroddur Helgason Fræðslustjóri
Dagskrá
1.
Gjaldskrá tónlistarskóla 2021
Málsnúmer 2009115
Fræðslunefnd samþykkir að gjaldskrá fyrir tónlistarskóla 2021 hækki um 2,4% 1. janúar 2021. Afgreiðslu vísað til bæjarráðs.

2.
Gjaldskrá skólamats í grunnskólum 2021
Málsnúmer 2009119
Fræðslunefnd samþykkir óbreytta gjaldskrá skólamáltíða. Afgreiðslu vísað til bæjarráðs.
3.
Gjaldskrá grunnskóla 2021
Málsnúmer 2009127
Fræðslunefnd samþykkir að gjaldskrá fyrir útleigu á grunnskólahúsnæði 2021 hækki um 2,4% 1. janúar 2021. Afgreiðslu vísað til bæjarráðs.
4.
Gjaldskrá leikskóla 2021
Málsnúmer 2009122
Fræðslunefnd samþykkir að gjaldskrá fyrir leikskóla 2021 hækki um 2,4% 1. janúar 2021 að undanskildum hádegisverði sem hækkar ekki. Afgreiðslu vísað til bæjarráðs.
5.
Gjaldskrá skóladagheimila 2021
Málsnúmer 2009120
Fræðslunefnd samþykkir að gjaldskrá fyrir frístund/skóladagheimili 2021 hækki um 2,4% 1. janúar 2021. Afgreiðslu vísað til bæjarráðs.
6.
Leikskólamál
Málsnúmer 2009173
Til umræðu voru málefni barna sem náð hafa 12 mánaða aldri en af einhverjum orsökum komast ekki inn í leikskóla í byggðarkjarnanum þar sem barnið á lögheimili. Þegar slík tilfelli hafa komið upp hefur sveitarfélagið boðið börnum upp á leikskólavistun í nálægum byggðarkjörnum og einnig hefur verið auglýst eftir dagforeldrum í viðkomandi byggðarkjarna. Fræðslunefnd hefur skoðað þriðja möguleikann, þ.e. að foreldrum bjóðist tímabundnar foreldragreiðslur, sem falla niður ef barninu býðst vistun í leikskóla eða vistun hjá dagforeldri í þeim byggðarkjarna þar sem barnið á lögheimili. Fyrir liggja drög að breytingum á reglum um dagvistun barna í heimahúsi, þar sem foreldragreiðslum er bætt við sem úrræði. Fræðslunefnd vill jafnframt ítreka mikilvægi þess að börn fái leikskólavistun frá 12 mánaða aldri og því hefur sveitarfélagið unnið að stækkun leikskólahúsnæðis undanfarin ár með góðum árangri, þannig að í flestum tilfellum hafa leikskólarnir geta tekið inn börn um leið og þau verða 12 mánaða. Fræðslunefnd líst vel á drögin og vísar þeim til félagsmálanefndar til frekari umræðu og samþykktar.
7.
Starfs- og fjárhagsáætlun fræðslunefndar 2021
Málsnúmer 2005020
Fræðslustjóri fór yfir niðurstöðu úr vinnu við starfs- og fjárhagáætlun 2021. Vinnu við áætlanir er að mestu lokið, en hún hefur tekið mið af fjölskyldustefnu Fjarðabyggðar og fræðslu- og frístundastefnu Fjarðabyggðar, ásamt samþykktum úthlutunarreglum á tímamagni til leik- og grunnskóla og rekstri skólanna síðasta skólaár. Fjárhagsáætlun 2021 í fræðslumálum er innan úthlutaðs fjárhagsramma til nefndarinnar. Fræðslunefnd fór yfir starfs- og fjárhagsáætlunina og felur formanni nefndarinnar, fræðslustjóra og sviðsstjóra fjölskyldusviðs að kynna niðurstöðuna í bæjarráði. Endanlegri afgreiðslu frestað til næsta fundar.