Fræðslunefnd
91. fundur
21. október 2020
kl.
16:30
-
17:20
í fjarfundi vegna COVID19
Nefndarmenn
Einar Már Sigurðarson
formaður
Þorvarður Sigurbjörnsson
varamaður
Sævar Örn Arngrímsson
aðalmaður
Jóhanna Sigfúsdóttir
aðalmaður
Þuríður Lillý Sigurðardóttir
aðalmaður
Alma Sigurbjörnsdóttir
áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
Þóroddur Helgason
embættismaður
Gerður Ósk Oddsdóttir
áheyrnarfulltrúi
Margrét Bjarnadóttir
áheyrnarfulltrúi
Fundargerð ritaði:
Þóroddur Helgason
Fræðslustjóri
Dagskrá
1.
Tónlistarnám utan lögheimilissveitarfélags
Starfshópur sem fjallaði um tónlistarnám utan lögheimilissveitarfélags hefur skilað drögum að reglum. Þau taka mið af samkomulagi sveitarfélaga og ríkisins og reglum um stuðning við tónlistarnám og jöfnun aðstöðumunar nemenda til tónlistarnáms. Drögin gera ráð fyrir að nemendur með lögheimili í Fjarðabyggð geti sótt um styrk til tónlistarnáms á grunn- og miðstigi í hljóðfæraleik og grunnstigi í söng að uppfylltum þeim skilyrðum að námið sé metið til eininga í framhaldsskólum og námið sé að minnsta kosti hálft nám og stundað við tónlistarskóla sem sveitarfélagið viðurkennir. Fræðslunefnd samþykkir drögin og vísar til afgreiðslu bæjarráðs.
2.
Gjaldskrá skóladagheimila 2021
Fræðslunefnd samþykkir að gjaldskrá fyrir frístund/skóladagheimili 2021 hækki um 2,4% frá og með 1. janúar 2021. Afgreiðslu vísað til bæjarráðs.
3.
Gjaldskrá leikskóla 2021
Fræðslunefnd samþykkir að gjaldskrá fyrir leikskóla 2021 hækki um 2,4% frá og með 1. janúar 2021 að undanskildum hádegisverði sem hækkar ekki. Afgreiðslu vísað til bæjarráðs.
4.
Starfs- og fjárhagsáætlun fræðslunefndar 2021
Fyrir liggur minnisblað með starfs- og fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar í fræðslumálum fyrir árið 2021. Í minnisblaðinu kemur fram að áætlunin taki mið af fjölskyldustefnu og fræðslu- og frístundastefnu Fjarðabyggðar ásamt samþykktum úthlutunarreglum á tímamagni til leik- og grunnskóla. Fjárhagsáætlun 2021 í fræðslumálum er innan úthlutaðs fjárhagsramma til nefndarinnar. Fræðslunefnd samþykkir starfs- og fjárhagsáætlun í fræðslumálum og vísar henni til bæjarráðs.