Fara í efni

Fræðslunefnd

92. fundur
11. nóvember 2020 kl. 16:30 - 18:30
í fjarfundi vegna COVID19
Nefndarmenn
Einar Már Sigurðarson formaður
Birta Sæmundsdóttir aðalmaður
Sævar Örn Arngrímsson aðalmaður
Jóhanna Sigfúsdóttir aðalmaður
Þuríður Lillý Sigurðardóttir aðalmaður
Alma Sigurbjörnsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
Þóroddur Helgason embættismaður
Gerður Ósk Oddsdóttir áheyrnarfulltrúi
Margrét Bjarnadóttir áheyrnarfulltrúi
Fundargerð ritaði:
Þóroddur Helgason Fræðslustjóri
Dagskrá
1.
Starfsáætlanir og skólanámskrár 2020-2021
Málsnúmer 2009033
Fyrir liggja skólanámskrár og starfsáætlanir Tónskóla Neskaupstaðar, Tónlistarskóla Eskifjarðar og Reyðarfjarðar, Tónlistarskóla Fáskrúðsfjarðar, Stöðvarfjarðar og Breiðdals, Nesskóla, Leikskólans Dalborgar og Grunnskóla Reyðarfjarðar. Skólastjórar gerðu grein fyrir skólastarfinu og svöruðu spurningum nefndarmanna. Fræðslunefnd samþykkir fyrirliggjandi skólanámskrár og starfsáætlanir og þakkar skólastjórum fyrir góða kynningu og skilmerkileg svör.
2.
Niðurstöður úr Skólavoginni
Málsnúmer 1311034
Farið var yfir nýjar upplýsingar úr Skólavoginni, nemendakönnun 6.-10.bekkjar 2020-2021 og rekstrarupplýsingar grunnskóla 2019. Lagt fram til kynningar. Nánar rætt á næsta fundi.
3.
Reglur um niðurgreiðslu daggæslu í heimahúsum og foreldragreiðslur
Málsnúmer 2009173
Fyrir liggja drög að reglum um niðurgreiðslu daggæslu í heimahúsum og foreldragreiðslur. Lagt fram til kynningar.
4.
Ytra mat leikskóla 2021
Málsnúmer 2010177
Menntamálastofnun hefur auglýst eftir þátttöku í ytra mati leikskóla. Eftir samráð við leikskólana í Fjarðabyggð felur fræðslunefnd fræðslustjóra að sækja um ytra mat fyrir leikskólana Eyrarvelli og Kærabæ.
5.
Ungt fólk í Fjarðabyggð, samningur um rannsóknir á högun og líðan ungmenna 2021-2024
Málsnúmer 2011063
Fyrir liggur drög að samningi Fjarðabyggðar við Rannsóknir og greiningu um úrvinnslu úr rannsóknum á högum og líðan ungmenna í Fjarðabyggð. Samningurinn er í stórum dráttum líkur þeim samningi sem gilt hefur undanfarin ár. Markmið úrvinnslunnar er að vinna hagnýtar upplýsingar í hendur forvarnarhópa og bæjaryfirvalda til stefnumótunar og áætlunargerðar í málefnum ungmenna í sveitarfélaginu, styrkja faglegan grundvöll stefnumótunar, auka virði samfélagsins gagnvart börnum og stuðla að virkari þátttöku þeirra í samfélaginu. Nánari tilhögun er sem hér segir: 1) Ítarlegar skýrslur um hagi og líðan ungmenna (félagslegu þættirnir og víma) í grunnskólum meðal nemenda í 8. - 10. bekk verða unnar árin 2022 og 2024. 2)Vímuefnaneysla í efstu bekkjum grunnskóla ( 8. - 10. bekk) árin 2021, 2022, 2023 og 2024. Rannsóknarniðurstöður vímuefnakannananna verða í sama formi og áður og taka á vímuefnaneyslu ungmenna, reykingum, munn- og neftóbaksneyslu, áfengisneyslu og fíkniefnaneyslu. 3)Ítarlegar rannsóknir á högum og líðan ungmenna í 5. - 7. bekk verða unnar árin 2021 og 2023 og skýrslur gefnar út til Fjarðabyggðar í framhaldi. Fræðslunefnd gerir ekki athugasemdir við drögin og fagnar því að áfram verði fylgst vel með högum og líðan ungmenna í Fjarðabyggð.