Fræðslunefnd
93. fundur
9. desember 2020
kl.
16:30
-
18:30
í fjarfundi vegna COVID19
Nefndarmenn
Einar Már Sigurðarson
formaður
Birta Sæmundsdóttir
aðalmaður
Sævar Örn Arngrímsson
aðalmaður
Jóhanna Sigfúsdóttir
aðalmaður
Þuríður Lillý Sigurðardóttir
aðalmaður
Alma Sigurbjörnsdóttir
áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
Þóroddur Helgason
embættismaður
Laufey Þórðardóttir
embættismaður
Fundargerð ritaði:
Þóroddur Helgason
Fræðslustjóri
Dagskrá
1.
Starfsáætlanir og skólanámskrár 2020-2021
Fyrir liggja skólanámskrár og starfsáætlanir leikskólans Kærabæjar, leikskólans Eyrarvalla og leikskólans Lyngholts, Eskifjarðarskóla, Breiðdals- og Stöðvarfjarðarskóla og Grunnskóla Fáskrúðsfjarðar. Skólastjórar gerðu grein fyrir skólastarfinu og svöruðu spurningum nefndarmanna. Fræðslunefnd samþykkir fyrirliggjandi skólanámskrár og starfsáætlanir og þakkar skólastjórum fyrir góða kynningu og skilmerkileg svör.
2.
278.mál til umsagnar tillögu til þingsályktunar um menntastefnu 2020-2030
Lögð er fram til umsagnar tillaga til þingsályktunar un menntastefnu 2020-2030. Fræðslunefnd gerir ekki efnislegar athugasemdir við tillöguna, en áréttar mikilvægi þess að kostnaðargreina þær breytingar sem ráðgerðar eru og sveitarfélög fái stuðning við fjármögnun þeirra.
3.
Vellíðan ungmenna - þróunarverkefni
Fræðslustjóri gerði grein fyrir samvinnuverkefni Fjarðabyggðar og Múlaþings sem fer af stað í ársbyrjun 2021 um vellíðan ungmenna í sveitarfélögunum. Verkefnið sem hlotið hefur veglegan styrk til tveggja ára frá Alcoa Foundation miðar að því að bæta líðan ungmenna á aldrinum 13-16 ára með fræðslu, forvörnum og skipulögðu hópastarfi. Fræðslunefnd fagnar framtakinu og óskar ungmennum og starfsfólki grunnskóla og félagsmiðstöðva farsældar í allri vinnu við verkefnið.
4.
Sumarlokun leikskóla í Fjarðabyggð 2021
Fyrir liggur minnisblað um sumarlokun leikskóla. Í minnisblaðinu er gert ráð fyrir fjögurra vikna sumarlokun eða 20 virkum dögum og er það í samræmi við starfsáætlun í fræðslumálum og niðurstöðu starfshóps um sumaropnun leikskóla. Þá kemur fram að sumarlokun leikskólanna verði stillt af þannig að sumarlokun leikskólanna fimm spanni í það minnsta tvo mánuði sumarsins. Lagt er til að sumarlokun leikskólanna sumarið 2021 verði þessi:
Lyngholt Reyðarfirði 09.06-07.07 báðir dagar meðtaldir
Eyrarvellir Norðfirði 28.06-23.07 báðir dagar meðtaldir
Dalborg Eskifirði 07.07-04.08 báðir dagar meðtaldir
Breiðdals- og Stöðvarfjarðarskóli 16.07-13.08 báðir dagar meðtaldir
Kæribær Fáskrúðsfirði 16.07-13.08 báðir dagar meðtaldir
Þá er athygli vakin á reglum um leikskóla í Fjarðabyggð, en samkvæmt þeim geta foreldrar boðið börnum sínum upp á fjögurra, sex eða átta vikna sumarleyfi. Leikskólagjöld falla niður í einn mánuð, einn og hálfan mánuð eða tvo mánuði eftir lengd sumarleyfis.
Fræðslunefnd samþykkir fyrirliggjandi tillögu.
Lyngholt Reyðarfirði 09.06-07.07 báðir dagar meðtaldir
Eyrarvellir Norðfirði 28.06-23.07 báðir dagar meðtaldir
Dalborg Eskifirði 07.07-04.08 báðir dagar meðtaldir
Breiðdals- og Stöðvarfjarðarskóli 16.07-13.08 báðir dagar meðtaldir
Kæribær Fáskrúðsfirði 16.07-13.08 báðir dagar meðtaldir
Þá er athygli vakin á reglum um leikskóla í Fjarðabyggð, en samkvæmt þeim geta foreldrar boðið börnum sínum upp á fjögurra, sex eða átta vikna sumarleyfi. Leikskólagjöld falla niður í einn mánuð, einn og hálfan mánuð eða tvo mánuði eftir lengd sumarleyfis.
Fræðslunefnd samþykkir fyrirliggjandi tillögu.