Fræðslunefnd
95. fundur
10. febrúar 2021
kl.
16:30
-
19:05
í Molanum fundarherbergi 1 og 2
Nefndarmenn
Einar Már Sigurðarson
formaður
Birta Sæmundsdóttir
aðalmaður
Sævar Örn Arngrímsson
aðalmaður
Jóhanna Sigfúsdóttir
aðalmaður
Þuríður Lillý Sigurðardóttir
aðalmaður
Starfsmenn
Þóroddur Helgason
embættismaður
Lísa Lotta Björnsdóttir
áheyrnarfulltrúi
Laufey Þórðardóttir
embættismaður
Fundargerð ritaði:
Þóroddur Helgason
fræðslustjóri
Dagskrá
1.
Heimsókn í skóla Fjarðabyggðar
Fræðslunefnd heimsótti skólastjórnendur í Tónlistarskóla Eskifjarðar og Reyðarfjarðar, Grunnskóla Reyðarfjarðar og leikskólanum Lyngholti. Húsnæði og aðstaða voru skoðuð og rætt við skólastjórnendur um starfsemi skólanna. Fræðslunefnd þakkar skólastjórnendum fyrir góðar móttökur og óskar þeim farsældar í þeirra mikilvægu störfum.
2.
Málefni Skólaskrifstofu Austurlands 2021
Málefni Skólaskrifstofu Austurlands voru tekin til umræðu. Fundur var haldinn í stjórn Skólaskrifstofunnar þriðjudaginn 9. febrúar og þar kom fram að stefnt væri að því að færa skólaþjónustu Skólaskrifstofu Austurlands yfir til sveitarfélaganna frá og með 1. ágúst 2021. Fræðslunefnd leggur ríka áherslu á að unnið verði faglega að yfirfærslu þjónustunnar þannig að skólastarf í Fjarðabyggð hafi áfram aðgang að góðri og öflugri skólaþjónustu.
3.
Fundaáætlun fræðslunefndar vorið 2021
Fyrir liggja drög að fundaáætlun fræðslunefndar vegna fyrri hluta ársins 2021. Fræðslunefnd samþykkir fyrirliggjandi drög.
4.
Sundlaug Íþróttamiðstöðvar Reyðarfjarðar
Fræðslustjóri greindi frá fyrirkomulagi íþróttakennslu hjá nemendum í Grunnskóla Reyðarfjarðar árið 2021. Hafin er bygging á nýju íþróttahúsi og fyrirhuguð er viðgerð á sundlauginni á Reyðarfirði. Ákveðið hefur verið í samráði við ungmennafélagið Val og stjórnendur Grunnskóla Reyðarfjarðar að aka nemendum grunnskólans í sund á Eskifjörð vorið 2021 og kenna skólaíþróttir í núverandi íþróttahúsi þar til nýtt íþróttahús verður tekið í notkun seinni parts árs 2021, en þá verður tekið til við viðgerð á sundlauginni á Reyðarfirði og sund kennt þar á vorönn 2022. Lagt fram til kynningar.
5.
Bréf til fræðslunefndar
Bréf hefur borist frá foreldri barns á leikskóla, þar sem foreldri þakkar fagleg viðbrögð leikskóla, fræðslunefndar og bæjarstjórnar við styttingu vinnuvikunnar. Fræðslunefnd þakkar bréfritara fyrir bréfið og tekur undir mikilvægi þess að vel sé búið að rekstrarumhverfi leikskólans.
6.
Fræðslu- og frístundastefna - aðgerðaáætlun
Farið var yfir gildandi aðgerðaráætlun sem nær til áranna 2020-2022.