Fræðslunefnd
96. fundur
17. mars 2021
kl.
16:30
-
19:10
í fjarfundi vegna COVID19
Nefndarmenn
Einar Már Sigurðarson
formaður
Birta Sæmundsdóttir
aðalmaður
Sævar Örn Arngrímsson
aðalmaður
Jóhanna Sigfúsdóttir
aðalmaður
Þuríður Lillý Sigurðardóttir
aðalmaður
Starfsmenn
Þóroddur Helgason
embættismaður
Fundargerð ritaði:
Þóroddur Helgason
Fræðslustjóri
Dagskrá
1.
Heimsókn í skóla Fjarðabyggðar
Fræðslunefnd heimsótti skólastjórnendur í leikskólanum Kærabæ, Tónlistarskóla Fáskrúðsfjarðar, Stöðvarfjarðar og Breiðdals og Grunnskóla Fáskrúðsfjarðar. Húsnæði og aðstaða voru skoðuð og rætt við skólastjórnendur um starfsemi skólanna. Fræðslunefnd þakkar skólastjórnendum fyrir góðar móttökur og óskar þeim farsældar í þeirra mikilvægu störfum.
2.
Viðhorfskönnun landshlutasamtaka sveitarfélaga
Fyrir liggur viðhorfskönnun landshlutasamtaka sveitarfélaga og Byggðastofnunar. Lagt fram til kynningar.
3.
Skóladagatöl 2021-2022
Fyrir liggja skóladagatöl leik-, grunn- og tónlistarskóla í Fjarðabyggð fyrir skólaárið 2021 - 2022. Fræðslunefnd samþykkir fyrirliggjandi skóladagatöl.
4.
kennslutímamagn grunnskóla Fjarðabyggðar 2021-2022
Farið var yfir tillögu að úthlutun tímamagns til grunnskólanna í Fjarðabyggð sem byggir á reglum um úthlutun tímamagns til grunnskóla. Fræðslunefnd samþykkir fyrirliggjandi tillögu.