Fræðslunefnd
97. fundur
7. apríl 2021
kl.
16:30
-
17:00
í fjarfundi vegna COVID19
Nefndarmenn
Einar Már Sigurðarson
formaður
Sævar Örn Arngrímsson
aðalmaður
Þorvarður Sigurbjörnsson
aðalmaður
Jóhanna Sigfúsdóttir
aðalmaður
Þuríður Lillý Sigurðardóttir
aðalmaður
Alma Sigurbjörnsdóttir
áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
Þóroddur Helgason
embættismaður
Laufey Þórðardóttir
embættismaður
Fundargerð ritaði:
Þóroddur Helgason
Fræðslustjóri
Dagskrá
1.
Samningur um rekstur FabLab - stafrænnar smiðju - í Fjarðabyggð
Lagður fram til kynningar í fræðslunefnd samstarfssamningur Fjarðabyggðar, Verkmenntaskóla Austurlands og atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins um þátttöku í starfsemi starfrænnar smiðju í Fjarðabyggð. Fræðslustjóra falið að kynna samninginn fyrir skólastórnendum grunnskólanna í Fjarðabyggð.
2.
Erindi frá rafíþróttadeild Austra
Borist hefur bréf frá Rafíþróttadeild Austra, þar sem fræðslunefnd er boðið í heimsókn til að skoða aðstöðu deildarinnar og jafnframt óskar deildin eftir aðstoð við að koma á fót fræðslu og námskeiðum. Fræðslunefnd fagnar góðu boði og felur fræðslustjóra að vera í sambandi við deildina varðandi fræðslu- og námskeiðahald.
3.
Styrktarsjóður EBÍ 2021
Styrktarsjóður EBÍ hefur opnað fyrir umsóknir í sjóðinn. Sjóðurinn styrkir sérstök framfaraverkefni hjá sveitarfélögum. Heildarstyrkupphæð er 5 milljónir króna. Hvert sveitarfélag getur sent inn eina umsókn. Fræðslustjóra falið í samráði við sviðsstjóra hjá Fjarðabyggð að skoða styrkumsóknir.
4.
Framlenging um eitt ár á samningi um skólamáltíðir í grunnskóla 2017-2020
Lagt fram til kynningar árs framlenging á samningi um skólamáltíðir í grunnskóla 2017-2020.