Fara í efni

Fræðslunefnd

98. fundur
12. maí 2021 kl. 16:30 - 17:44
í fjarfundi vegna COVID19
Nefndarmenn
Einar Már Sigurðarson formaður
Sævar Örn Arngrímsson aðalmaður
Díana Mjöll Sveinsdóttir varamaður
Jóhanna Sigfúsdóttir aðalmaður
Eydís Ósk Heimisdóttir varamaður
Alma Sigurbjörnsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
Þóroddur Helgason embættismaður
Fundargerð ritaði:
Þóroddur Helgason Fræðslustjóri
Dagskrá
1.
Almenningssamgöngur í Fjarðabyggð
Málsnúmer 1904072
Lögð voru fram til kynningar drög að skýrslu Verkfræðistofunnar Eflu um almenningssamgöngur í Fjarðabyggð. Fræðlustjóri greindi frá viðræðum milli Verkmenntaskóla Austurlands og grunnskólanna um verklega kennslu elstu nemenda grunnskólanna, sem bættar samgöngur myndu auðvelda til muna. Fræðslunefnd fagnar tilkomu skýrslunnar og þeirri vinnu sem er í gangi milli skólanna.
2.
716.mál - Frumvarp til laga um grunnskóla og framhaldsskóla (fagráð eineltismála)
Málsnúmer 2104076
Lagt er fram til kynningar frá Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis frumvarp til laga um grunnskóla og framhaldsskóla (fagráð eineltismála), 716. mál.
3.
715.mál - Frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum á málefnasviði mennta- og menningarmála (öflun sakavottorðs)
Málsnúmer 2104077
Lagt er fram til kynningar frá Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum á málefnasviði mennta- og menningarmála (öflun sakavottorðs), 715. mál.
4.
Grænfánaverkefni
Málsnúmer 2105061
Fyrir liggur bréf frá Landvernd Skólar á grænni grein - framúrskarandi menntaverkefni í átt að aukinni sjálfbærni. Tilgangur bréfsins er að vekja athygli á verkefninu Skólar á grænni grein (Grænfánaverkefnið) sem rekið er af Landvernd hér á landi og um 200 skólar á öllum skólastigum taka þátt í. Um er að ræða alþjóðlegt menntaverkefni fyrir skóla sem vilja virkja og valdefla nemendur til góðra verka í sjálfbærni- og umhverfismálum. Verkefnið er rekið alþjóðlega af samtökunum Foundation for Environmental Education(FEE) og taka um 50 milljónir nemenda í 68 löndum þátt. Fræðslustjóri greindi frá því að í öllum skólum Fjarðabyggðar væri unnið að ýmsum sjálfbærniverkefnum, m.a. fyrrgreindu verkefni. Lagt fram til kynningar.
5.
Endurmenntunarsjóður grunnskóla 2021-2022
Málsnúmer 2104123
Endurmenntunarsjóður grunnskóla hefur úthlutað styrkjum fyrir skólaárið 2021 - 2022. Fjölskyldusvið Fjarðabyggðar fékk 720.000 kr. styrk til þriggja verkefna, forritunarkennslu, uppeldi til ábyrgðar og bætt samskipti. Lagt fram til kynningar.
6.
Samstarfssamningur milli Fjarðabyggðar og Krabbameinsfélags Austfjarða.
Málsnúmer 2104127
Fyrir liggja drög að samstarfssamningi milli Fjarðabyggðar og Krabbameinsfélags Austfjarða. Samstarfið byggir á fræðslu og ráðgjöf til nemenda, starfsfólks og foreldra. Fræðslunefnd lýsir ánægju með drögin og fagnar fyrirhuguðu samstarfi sveitarfélagsins við félagið.
7.
Ársskýrsla fjölskyldusviðs 2020
Málsnúmer 2103215
Fræðslustjóri kynnti drög að texta um fræðslumál í væntanlegri ársskýrslu fjölskyldusviðs fyrir árið 2020. Lagt fram til kynningar.
8.
Niðurstöður úr Skólavoginni
Málsnúmer 1311034
Lagðar eru fram til kynningar niðurstöður úr Skólavoginni, nemendakönnun í 6.-10. bekk grunnskólanna skólaárið 2020-2021 og samræmd könnunarpróf í 4. og 7. bekk grunnskóla haustið 2020. Fræðslustjóri greindi frá því hvernig unnið væri í skólunum með niðurstöðurnar en þær eru hluti af innra mati skólans.
9.
Starfs- og fjárhagsáætlun fræðslunefndar 2022
Málsnúmer 2104131
Fyrir liggja drög að minnisblaði vegna starfs- og fjárhagsáætlunar í fræðslumálum fyrir árið 2022. Farið var yfir þróun nemendafjölda í leik-, grunn- og tónlistarskólum og áherslur í fræðslu- og frístundastefnu og fjölskyldustefnu Fjarðabyggðar. Frekari umræðu frestað til næsta fundar.