Fræðslunefnd
99. fundur
9. júní 2021
kl.
16:30
-
18:20
Stöðvarfirði
Nefndarmenn
Einar Már Sigurðarson
formaður
Sævar Örn Arngrímsson
aðalmaður
Þorvarður Sigurbjörnsson
aðalmaður
Jóhanna Sigfúsdóttir
aðalmaður
Þuríður Lillý Sigurðardóttir
aðalmaður
Alma Sigurbjörnsdóttir
áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
Þóroddur Helgason
embættismaður
Laufey Þórðardóttir
embættismaður
Fundargerð ritaði:
Þóroddur Helgason
Fræðslustjóri
Dagskrá
1.
Heimsókn í skóla Fjarðabyggðar
Fræðslunefnd heimsótti skólastjóra Breiðdals- og Stöðvarfjarðarskóla. Byrjað var á því að heimsækja nýju leikskóladeildina í Breiðdal og síðan gengið um annað húsnæði skólans. Þá var farið á Stöðvarfjörð og húsnæði og aðstaða skoðuð. Skólastjóri lýsti starfsemi BS skóla og helstu breytingum sem orðið hafa síðasta ár en nemendum hefur fjölgað um 35% frá 2020 til 2021. Fræðslunefnd þakkar skólastjóra fyrir góðar móttökur og óskar honum farældar í hans mikilvægu störfum.
2.
Yfirfærsla á starfsemi Skólaskrifstofu Austurlands
Fræðslustjóri greindi frá gangi mála í yfirfærslu á starfsemi Skólaskrifstofu Austurlands yfir til fjölskyldusviðs Fjarðabyggðar. Báðir sálfræðingar og annar kennsluráðgjafi Skólaskrifstofu Austurlands sem og ritari skrifstofunnar munu hefja störf á fjölskyldusviði Fjarðabyggðar nú í haust. Ekki hefur enn verið ráðið í 25% starf talmeinafræðings, en unnið að úrlausn. Fræðslunefnd lýsir ánægju sinni með að Fjarðabyggð skuli áfram njóta þessara góðu starfskrafta og vonar að farsællega leysist með starf talmeinafræðings.
3.
Aðgerðaáætlun um forvarnir meðal barna og ungmenna gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni
Fyrir liggja tvö bréf, annað til stofnana sveitarfélaga um aðgerðaráætlun um forvarnir meðal barna og ungmenna gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni og annað til sveitastjórna um utanumhald á forvörnum meðal barna og ungmenna gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni. Fræðslunefnd felur fræðslustjóra að fylgja eftir bréfi til stofnana sveitarfélagsins. Bréf til sveitarstjórnar lagt fram til kynningar.
4.
Ársskýrsla fjölskyldusviðs 2020
Farið yfir texta í ársskýrslu fjölskyldusviðs fyrir árið 2020. Lagt fram til kynningar.
5.
Starfs- og fjárhagsáætlun fræðslunefndar 2022
Farið var yfir drög að minnisblaði til bæjarráðs um starfs- og fjárhagsáætlun í fræðslumálum. Fræðslustjóra falið að ljúka við gerð minnisblaðsins. Minnisblaðinu vísað til bæjarráðs.