Hafnarstjórn
128. fundur
4. mars 2014
kl.
17:00
-
19:00
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Guðmundur Þorgrímsson
Formaður
Óskar Þór Hallgrímsson
Aðalmaður
Björgvin Már Hansson
Varamaður
Árni Þórhallur Helgason
Varamaður
Guðrún M.Ó.Steinunnardóttir
Varamaður
Steinþór Pétursson
Embættismaður
Starfsmenn
Fundargerð ritaði:
Steinþór Pétursson
Framkvæmdastjóri Fjarðabyggðarhafna
Dagskrá
1.
740 - Deiliskipulag Miðbær
Fyrstu drög tillögu að deiliskipulagi miðbæjar á Norðfirði var lagt fram til umfjöllunar á fundi ESU þann 24. febrúar 2014.
ESU líst vel á framkomna tillögu og vísar henni til umsagnar hafnarstjórnar.
Hafnarstjórn fól framkvæmdastjóra að koma umræddum athugasemdum á framfæri.
ESU líst vel á framkomna tillögu og vísar henni til umsagnar hafnarstjórnar.
Hafnarstjórn fól framkvæmdastjóra að koma umræddum athugasemdum á framfæri.
2.
Beiðni um umsögn vegna skipulags- og matslýsingar fyrir Eyri við Reyðarfjörð
Erindi frá skipulagsfulltrúa Fjarðabyggðar dags. 24. febrúar 2014 þar sem óskað er umsagnar á skipulags- og matslýsingar vegna breytingar á Aðalskipulagi Fjarðabyggðar 2007 - 2027, Eyri í Reyðarfirði, hafnar og iðnaðarstarfsemi. Hafnarstjórn samþykkir skipulags og matslýsingu fyrir Eyri í Reyðarfirði með fjórum atkvæðum en Guðrún Óladóttir sat hjá.
3.
Málefni Norðfjarðarhafnar
Framkvæmdastjóri gerði grein fyrir fundi sem hann ásamt bæjarstjóra áttu með framkvæmdastjóra Síldarvinnslunnar þar sem farið var yfir ýmis hafnarmál. Framkvæmdastjóra falið að skoða möguleika á meiri viðlegu. Málið kynnt.
4.
Þjónusta við olíuleit á Drekasvæði - kynningarmál
Framkvæmdastjóri gerði grein fyrir stöðu mála varðandi kynningamál vegna þjónustu við oliuleit. Kynnt.
5.
Aðalfundur Cruise Europe 6 til 8 maí 2014
Boð á aðalfund Cruise Europe haldinn í Riga í Lettlandi 6. til 8. maí 2014. Hafnarstjórn samþykkir að senda fulltrúa á aðalfundinn.