Hafnarstjórn
137. fundur
23. september 2014
kl.
16:00
-
00:00
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Sævar Guðjónsson
Formaður
Ævar Ármannsson
Aðalmaður
Eydís Ásbjörnsdóttir
Aðalmaður
Kristín Ágústsdóttir
Aðalmaður
Gísli Benediktsson
Varamaður
Steinþór Pétursson
Embættismaður
Starfsmenn
Fundargerð ritaði:
Steinþór Pétursson
Framkvæmdastjóri Fjarðabyggðarhafna
Dagskrá
1.
Lóð fyrir nýtt netaverkstæði Fjarðanets í Neskaupstað
Erindi frá Fjarðaneti dags. 18. september 2014, þar sem óskað er eftir að skoðað verði mögulegar lóðir til byggingar nýs netaverkstæðis Fjarðanets í Neskaupstað. Þennan fundarlið sátu Jónn Einar Marteinsson framkvæmdastjóri Fjarðanets og Sigurður Áss Grétarsson frá siglingasviði Vegagerðarinnar. Jón kynnti hugmyndir Fjarðanets. Framkvæmdastjóra falið að vinna málið áfram.
2.
Fundagerðir Hafnasamband Íslands árið 2014
Fundargerð stjórnar Hafnasambands Íslands nr. 366 frá 15. ágúst 2014. Til kynningar.
3.
Fundagerðir Hafnasamband Íslands árið 2014
Fundargerð stjórnar Hafnasambands Íslands nr. 367 dags. 3. september 2014 . Til kynningar
4.
Strand Samskip Akrafell
Framkvæmdastjóri gerði grein fyrir málinu.
5.
Strand Green Freezer
Framkvæmdastjóri gerði grein fyrir málinu.
6.
Fjárhagsáætlun hafnarsjóðs 2015
Undirbúnings vinna að gerð fjárhagsáætlunar hafnarsjóðs fyrir 2015 ásamt langtímaáæltun. Framkvæmdastjóri vinnur áætlunina áfram.