Fara í efni

Hafnarstjórn

165. fundur
23. ágúst 2016 kl. 16:00 - 00:00
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Sævar Guðjónsson Formaður
Pálína Margeirsdóttir Varaformaður
Ævar Ármannsson Aðalmaður
Eydís Ásbjörnsdóttir Aðalmaður
Kristín Ágústsdóttir Aðalmaður
Steinþór Pétursson Embættismaður
Starfsmenn
Fundargerð ritaði:
Steinþór Pétursson Framkvæmdastjóri Fjarðabyggðarhafna
Dagskrá
1.
Fundargerðir Hafnasambands Íslands 2016
Málsnúmer 1601010
Fundargerðir Hafnasambands Íslands nr. 386 dags. 16. ágúst 2016 lögð fram til kynningar.
2.
Stefnumörkun fyrir Hafnasamband Íslands
Málsnúmer 1608071
Erindi frá Hafnasambandi Íslands dags. 19. ágúst 2016 þar sem óskað er eftir umsögn um stefnumörkun Hafnasambands Íslands og skulu þær berast fyrir 16. september 2016. Stefnumörkunin verðu svo tekin til umræðu á hafnasamabandsþingi á hausti komandi.
3.
Tilkynning um fyrirhugaða 4.000 tonna laxeldisstöð Laxar fiskeldis ehf. í sjókvíum í Fáskrúðfirði
Málsnúmer 1201079
Umsögn um tillögu að matsáætlun um 4000 tonna ársframleiðslu á laxi í sjókvíum í Fáskrúðsfirði. Var vísað til framkvæmdastjóra Fjarðabyggðarhafna og skipulags- og byggingafulltrúa til umsagnar. Lagt fram til kynningar.
4.
Komur skemmtiferðaskipa 2016
Málsnúmer 1607033
Bréf Kristins Þórs Jónssonar dags. 7. júlí 2016 vísað til hafnarstjórnar frá bæjarráði. Farið var yfir erindi bréfsins og framkvæmdastjóra falið að svara bréfritara í samræmi við umræðu á fundinum.
5.
Styrkbeiðni frá Sjósportsklúbbi Austurlands
Málsnúmer 1604155
Bréf Sjósportsklúbbs Austurlands dags. 15. júlí 2016 þar sem óskað er eftir styrk fyrir inntaki og grind í hús Sjóminjasafns Austurlands á Eskifirði. Erindinu er hafnað, hafnarstjórn veitir ekki styrki til íþróttafélaga þar sem starfsemi þeirra fellur undir annan málaflokk hjá sveitarfélaginu.
6.
Fjárhagsáætlun hafnarsjóðs Fjarðabyggðar 2017 ásamt langtímaáætlun
Málsnúmer 1605165
Undirbúningur fjárhagsáætlunarvinnu fyrir árið 2017 ásamt gjaldskrá og langtímaáætlun. Vísað til áframhaldandi vinnu framkvæmdastjóra.