Fara í efni

Hafnarstjórn

166. fundur
6. september 2016 kl. 16:00 - 18:00
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Sævar Guðjónsson Formaður
Pálína Margeirsdóttir Varaformaður
Ævar Ármannsson Aðalmaður
Eydís Ásbjörnsdóttir Aðalmaður
Kristín Ágústsdóttir Aðalmaður
Starfsmenn
Steinþór Pétursson Embættismaður
Fundargerð ritaði:
Steinþór Pétursson Framkvæmdastjóri Fjarðabyggðarhafna
Dagskrá
1.
Fundargerðir CI á árinu 2016
Málsnúmer 1601011
Fundargerð frá stjórnarfundi Cruise Iceland dags. 24. ágúst 2016 lögð fram til kynningar.
2.
Sóttvarnaráætlun - hafnir og skip
Málsnúmer 1606137
Embætti landlæknis hefur undanfarnar vikur unnið að gerð viðbragðsáætlunar sóttvarna - hafnir og skip, en vinna við við gerð áætlunarinnar er enn í gangi. Drög að áætluninni lögð fram til kynningar.
3.
Efnistaka í Reyðarfirði
Málsnúmer 1608111
Fyrir fundinum liggur minnisblað frá umhverfisstjóra dags. 2. september 2016 vegna vinnu við öflun efnistökuleyfis úr sjó í Reyðarfirði. Lagt fram til kynningar
4.
Skýrsla innanríkisráðuneytisins um stöðu hafna
Málsnúmer 1608139
Erindi frá Hafnasambandi Íslands dags. 31. ágúst 2016, þar sem sambandið sendir höfnum landsins skýrslu innanríkisráðuneytisins um stöðu hafna til upplýsingar. Skýrsluna er að finna á slóðinni http://www.althingi.is/altext/pdf/145/s/1590.pdf. Lagt fram til kynningar.
5.
Ósk um lengingu á stálþili við Egersund á Eskifirði
Málsnúmer 1504173
Erindi frá Stefáni Ingvarssyni hjá Egersund dags. 31. ágúst 2016, þar sem bent er á breyttar forsendur fyrir beiðni þeirra um lengingu kants. Erindinu vísað til vinnu við fjárhagsáætlun fyrir árið 2017.
6.
Fjárhagsáætlun hafnarsjóðs Fjarðabyggðar 2017 ásamt langtímaáætlun
Málsnúmer 1605165
Undirbúningur fjárhagsáætlunarvinnu fyrir árið 2017 ásamt gjaldskrá og langtímaáætlun. Vísað til áframhaldandi vinnu framkvæmdastjóra.