Hafnarstjórn
168. fundur
31. október 2016
kl.
16:00
-
18:30
Eskifirði
Nefndarmenn
Sævar Guðjónsson
Formaður
Pálína Margeirsdóttir
Varaformaður
Ævar Ármannsson
Aðalmaður
Eydís Ásbjörnsdóttir
Aðalmaður
Kristín Ágústsdóttir
Aðalmaður
Starfsmenn
Steinþór Pétursson
Embættismaður
Fundargerð ritaði:
Steinþór Pétursson
Framkvæmdastjóri Fjarðabyggðarhafna
Dagskrá
1.
Umsókn um undanþágu frá lóðsskyldu Samskip Skaftafell 23.september 2016
Erindi frá Samskipum dags. 23. september 2016 þar sem óskað er eftir undanþágu frá lóðsskyldu að og frá Mjóeyrarhöfn fyrir Capt. Artem Chayrov skipstjóra á Ms. Samskip Skaftafell.
Hafnarstjórn staðfestir undanþágu frá hafnsögu fyrir Artem Chayrov skipstjóra á Ms. Samskip Skaftafell
Hafnarstjórn staðfestir undanþágu frá hafnsögu fyrir Artem Chayrov skipstjóra á Ms. Samskip Skaftafell
2.
Umsókn um undanþágu frá lóðsskyldu fyrir Capt. Lesniak Jakub á Mv Marmaui
Erindi frá Thorship dags. 29. september 2016 þar sem óskað er eftir undanþágu frá hafnsöguskyldu að og frá Mjóeyrarhöfn fyrir Capt. Lesniak Jakub skipstjóra á Mv. Marmaui.
Hafnarstjórn staðfestir undanþágu frá hafnsögu fyrir Lesniak Jakub skipstjóra á Mv. Marmaui.
Hafnarstjórn staðfestir undanþágu frá hafnsögu fyrir Lesniak Jakub skipstjóra á Mv. Marmaui.
3.
715 Mjóifjörður flotbryggjur
Umfjöllun um flotbryggjumál á Mjóafirði en komið hefur í ljós að flotbryggjurnar þar sem eru út tré eru mjög illa farnar.
Framkvæmdastjóra falið að leysa málið.
Framkvæmdastjóra falið að leysa málið.
4.
735 Hafnarsvæði Eskifirði - hugmyndavinna
Áframhaldandi umræða um hugmyndir af nýjum hafnarkanti á Eskifirði í framhaldi af síðasta fundi.
Lögð fram tillaga 4 breyting frá fyrri hugmyndum. Hafnarstjórn felur framkvæmdastjóra að vinna málið áfram.
Lögð fram tillaga 4 breyting frá fyrri hugmyndum. Hafnarstjórn felur framkvæmdastjóra að vinna málið áfram.
5.
750 Bygging hafnarkants við frystigeymslu á Fáskrúðsfirði
Fundargerð frá opnun tilboða í gerð hafnarkants á Fáskrúðsfirði frá 27. september 2016. Eitt tilboð barst í verkið og var það frá Hagtak hf. upp á 296,8 millj.kr. eða 147,4% af kostnaðaráætlun sem var 201,3 millj.kr. Tilboð hefur verið yfirfarið.
Hafnarstjórn staðfestir að hafna því að taka innkomnu tilboði í verkið og leggur til að af tilskildum fresti verði framkvæmdastjóra falið að leita samninga við verktaka um verkið.
Hafnarstjórn staðfestir að hafna því að taka innkomnu tilboði í verkið og leggur til að af tilskildum fresti verði framkvæmdastjóra falið að leita samninga við verktaka um verkið.
6.
10.000 tonna framleiðsla á laxi í Stöðvarfirði - beiðni um umsögn
Beiðni Skipulagsstofnunar um umsögn um 10.000 tonna framleiðslu á laxi í Stöðvarfirði. Vísað til eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar og hafnarstjórnar.
Framkvæmdastjóra hafna og skipulags- og byggingarfulltrúa falið að gera drög að umsögn og leggja fyrir nefndirnar og bæjarráð til afgreiðslu. Hafnarstjórn staðfestir framlögð drög að umsögn ásamt minnisblaði með tillögum að viðbót við drögn.
Framkvæmdastjóra hafna og skipulags- og byggingarfulltrúa falið að gera drög að umsögn og leggja fyrir nefndirnar og bæjarráð til afgreiðslu. Hafnarstjórn staðfestir framlögð drög að umsögn ásamt minnisblaði með tillögum að viðbót við drögn.
7.
10.000 tonna laxeldi í Mjóafirði og Norðfjarðarflóa - beiðni um umsögn
Beiðni Skipulagsstofnunar um umsögn um 10.000 tonna laxeldi í Mjóafirði og Norðfjarðarflóa. Vísað til eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar og hafnarstjórnar. Framkvæmdastjóra hafna og skipulags- og byggingarfulltrúa falið að gera drög að umsögn og leggja fyrir nefndirnar og bæjarráð til afgreiðslu. Hafnarstjórn staðfestir framlögð drög að umsögn ásamt minnisblaði með tillögum að viðbót við drögn.
8.
Fundargerðir Hafnasambands Íslands 2016
Fundargerð stjórnar Hafnasambands Íslands nr. 388 dags. 12. október 2016 lögð fram til kynningar.
9.
Fundargerðir Hafnasambands Íslands 2016
Fundargerð stjórnar Hafnasambands Íslands nr. 387 dags. 19. september 2016 lögð fram til kynningar.
10.
Fjárhagsáætlun hafnarsjóðs Fjarðabyggðar 2017 ásamt langtímaáætlun
Formaður og framkvæmdastjóri gerðu grein fyrir fundi með bæjarráði um fjárhagsáætlun ársins 2017 og breytingar sem gera þarf á áætluninni milli umræðna í bæjarstjórn.