Fara í efni

Hafnarstjórn

169. fundur
22. nóvember 2016 kl. 17:00 - 18:30
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Sævar Guðjónsson Formaður
Pálína Margeirsdóttir Varaformaður
Ævar Ármannsson Aðalmaður
Kristín Ágústsdóttir Aðalmaður
Starfsmenn
Steinþór Pétursson Embættismaður
Fundargerð ritaði:
Steinþór Pétursson Framkvæmdastjóri Fjarðabyggðarhafna
Dagskrá
1.
Fundargerðir Hafnasambands Íslands 2016
Málsnúmer 1601010
Fundargerð Hafnasambands Íslands nr. 389 dags. 11. nóvember 2016 lögð fram til kynningar.
2.
Samþykkt frá Hafnarsambandsþingi sem haldið var á Ísafirði 13 til 14 október sl.
Málsnúmer 1611071
Erindi frá Hafnasambandi Íslands dags. 16. nóvember 2016 þar sem lögð er fram samþykkt frá Hafnasambandsþingi sem haldið var á Ísafirði 13. til 14. október 2016 og varðar umhverfismál hafna. Lagt fram til kynningar.
3.
Skip í hirðuleysi, beiðni um upplýsingar
Málsnúmer 1611072
Erindi frá Hafnasambandi Íslands dags. 16. nóvember 2016 þar sem verðið er að spyrjast fyrir um óreiðuskip í höfnum landsins. Framkvæmdastjóra falið að svara erindinu.
4.
Umsókn um undnþágu frá lóðsskyldu fyrir Hjört Jónasson skipstjóra á Green Maloy
Málsnúmer 1611047
Erindi frá Nesskip ehf dags. 17. október 2016 þar sem óskað er eftir undanþágu frá lóðsskyldu að og frá öllum höfnum Fjarðabyggðar fyrir Hjört Jónasson skipstjóra á MV Green Maloy.
Hafnarstjórn samþykkir að heimila undanþágur fyrir Hjört á Eskifirði, Reyðarfirði og Fáskrúðsfirði, en að lóðsskylda verði áfram til hafnar á Norðfirði.
5.
Aðalfundarboð 2016 - Ársreikningur 2015
Málsnúmer 1609022
Fundargerð aðalfundar Fiskmarkaðar Austurlands dags. 27. október 2016 ásamt ársreikningi félagsins fyrir árið 2015. Lagt fram til kynningar.
6.
Ósk um lengingu á stálþili við Egersund á Eskifirði
Málsnúmer 1504173
Lögð fram til kynningar tillaga að lengingu hafnarkants við Egersund á Eskifirði. Hafnarstjórn samþykkir að fela framkvæmdastjóra að afla tilskilinna leyfa til framkvæmda og láta hefja vinnu við hönnun þilsins og gerð útboðsgagna.
7.
735 Hafnarsvæði Eskifirði - hugmyndavinna
Málsnúmer 1603089
Lagt fram minnisblað frá siglingarsviði Vegagerðarinnar dags. 16. nóvember 2016 varaðndi hugmyndir um gerð hafnarkants við fiskiðjuver Eskju á Eskifirði. Framkvæmdastjóra falið að vinna málið áfram.
8.
Umsókn um heimavigtunarleyfi - Eskja hf.
Málsnúmer 1611089
Erindi frá Fiskistofu dags. 22. nóvember 2016 þar sem óskað er eftir umsögn vegna beiðni Eskju hf um leyfi til heimavigtunar í nýju uppsjávarfrystihúsi á Eskifirði. Framkvæmdastjóra falið að veita jákvæða umsögn um erindið.