Hafnarstjórn
169. fundur
22. nóvember 2016
kl.
17:00
-
18:30
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Sævar Guðjónsson
Formaður
Pálína Margeirsdóttir
Varaformaður
Ævar Ármannsson
Aðalmaður
Kristín Ágústsdóttir
Aðalmaður
Starfsmenn
Steinþór Pétursson
Embættismaður
Fundargerð ritaði:
Steinþór Pétursson
Framkvæmdastjóri Fjarðabyggðarhafna
Dagskrá
1.
Fundargerðir Hafnasambands Íslands 2016
Fundargerð Hafnasambands Íslands nr. 389 dags. 11. nóvember 2016 lögð fram til kynningar.
2.
Samþykkt frá Hafnarsambandsþingi sem haldið var á Ísafirði 13 til 14 október sl.
Erindi frá Hafnasambandi Íslands dags. 16. nóvember 2016 þar sem lögð er fram samþykkt frá Hafnasambandsþingi sem haldið var á Ísafirði 13. til 14. október 2016 og varðar umhverfismál hafna. Lagt fram til kynningar.
3.
Skip í hirðuleysi, beiðni um upplýsingar
Erindi frá Hafnasambandi Íslands dags. 16. nóvember 2016 þar sem verðið er að spyrjast fyrir um óreiðuskip í höfnum landsins. Framkvæmdastjóra falið að svara erindinu.
4.
Umsókn um undnþágu frá lóðsskyldu fyrir Hjört Jónasson skipstjóra á Green Maloy
Erindi frá Nesskip ehf dags. 17. október 2016 þar sem óskað er eftir undanþágu frá lóðsskyldu að og frá öllum höfnum Fjarðabyggðar fyrir Hjört Jónasson skipstjóra á MV Green Maloy.
Hafnarstjórn samþykkir að heimila undanþágur fyrir Hjört á Eskifirði, Reyðarfirði og Fáskrúðsfirði, en að lóðsskylda verði áfram til hafnar á Norðfirði.
Hafnarstjórn samþykkir að heimila undanþágur fyrir Hjört á Eskifirði, Reyðarfirði og Fáskrúðsfirði, en að lóðsskylda verði áfram til hafnar á Norðfirði.
5.
Aðalfundarboð 2016 - Ársreikningur 2015
Fundargerð aðalfundar Fiskmarkaðar Austurlands dags. 27. október 2016 ásamt ársreikningi félagsins fyrir árið 2015. Lagt fram til kynningar.
6.
Ósk um lengingu á stálþili við Egersund á Eskifirði
Lögð fram til kynningar tillaga að lengingu hafnarkants við Egersund á Eskifirði. Hafnarstjórn samþykkir að fela framkvæmdastjóra að afla tilskilinna leyfa til framkvæmda og láta hefja vinnu við hönnun þilsins og gerð útboðsgagna.
7.
735 Hafnarsvæði Eskifirði - hugmyndavinna
Lagt fram minnisblað frá siglingarsviði Vegagerðarinnar dags. 16. nóvember 2016 varaðndi hugmyndir um gerð hafnarkants við fiskiðjuver Eskju á Eskifirði. Framkvæmdastjóra falið að vinna málið áfram.
8.
Umsókn um heimavigtunarleyfi - Eskja hf.
Erindi frá Fiskistofu dags. 22. nóvember 2016 þar sem óskað er eftir umsögn vegna beiðni Eskju hf um leyfi til heimavigtunar í nýju uppsjávarfrystihúsi á Eskifirði. Framkvæmdastjóra falið að veita jákvæða umsögn um erindið.