Fara í efni

Hafnarstjórn

170. fundur
5. desember 2016 kl. 16:30 - 18:45
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Sævar Guðjónsson Formaður
Pálína Margeirsdóttir Varaformaður
Ævar Ármannsson Aðalmaður
Eydís Ásbjörnsdóttir Aðalmaður
Starfsmenn
Steinþór Pétursson Embættismaður
Fundargerð ritaði:
Steinþór Pétursson Framkvæmdastjóri Fjarðabyggðarhafna
Dagskrá
1.
Fundargerðir CI á árinu 2016
Málsnúmer 1601011
Fundargerð frá fundi stjórnar Cruise Iceland dags. 4. október 2016. Lögð fram til kynningar.
2.
Sölusýning skemmtiferðaskipa á Miami 13. til 16. mars 2017
Málsnúmer 1611100
Erindi frá Cruise Iceland dags. 24. nóvember 2016 þar sem óskað er eftir upplýsingum um hvort vilji sé til að taka þátt í sölusýningu skemmtiferðaskipa á Miami 13. til 16. mars 2017. Fulltrúi fyrir hafnirnar verður varaformaður CI Erna Kristjánsdóttir. Kostnaður við þátttöku er 75.000 kr.
Hafnarstjórn samþykkir að Fjarðabyggðarhafnir verði þátttakandi í sýningunni og nýti sér fulltrúar CI á staðnum.
3.
Sölusýning skemmtiferðaskipa í Hamborg 6. til 8. september 2017
Málsnúmer 1611126
Ákvörðun um þátttöku á Seatrade Europe í Hamborg 6. til 8. september 2017. Hafnarstjórn samþykkir að taka þátt í sýningunni.
4.
Hafnargjöld - smábatahöfnin á Eskifirði
Málsnúmer 1611086
Bréf frá Georg Friðrik Kemp Halldórssyni dags. 16. nóvember 2016 þar sem óskað er eftir lækkun hafnargjalda fyrir bát sem hann á.
Hafnarsjóður hefur lagt í það umtalsverða fjármuni að skapa góða aðstöðu fyrir eigendur smábáta í smábátahöfnum sínum. Hefur þetta mælst vel fyrir og má merkja það meðal annars til fjölgunar báta, þar á meðal svokallaðra hobbýbáta eða skemmtibáta. Einu breytir hversu stór smábáturinn er sem nýtir aðstöðuna, það pláss verður ekki nýtt af öðrum á meðan.
Þá eiga þeir aðilar sem hafa yfir að ráða meðfærilegum bátum og tiltölulega auðvelt er að taka upp, þann möguleika að gera það. Með því losna þeir við greiðslu hafnargjalda, þar sem ekki hefur verið tekið upp gjald fyrir stöðu báta í uppsátri líkt og gert er á sumum öðrum stöðum.

Að koma upp góðri aðstöðu kostar sem og að reka slíka aðstöðu. Verður að teljast eðlilegt að notendur greiði fyrir afnotin og er gjald það sem Fjarðabyggðarhafnir innheimta í lægri kanti þess sem gerist víða annarsstaðar.

Á grundvelli framanritaðs telur hafnarstjórn ekki unnt að verða við beiðni um lækkun hafnargjalda.
5.
Efnistaka í Reyðarfirði
Málsnúmer 1608111
Gerð grein fyrir stöðum mála varðandi umsókn um efnistökuleyfi við Ljósá í Reyðarfirði. Fyrir fundinum lá greinargerð um málið ásamt minnisblaði frá umhverfisstjóra Fjarðabyggðar. Málið kynnt. Framkvæmdastjóra falið að vinna áfram að því að fá frekari efnistökuleyfi í Reyðafirði, Hellisfirði og Viðfirði.
6.
Beiðni um stöðuleyfi fyrir bátadælu á bæjarbryggju á Fáskrúðsfirði
Málsnúmer 1611132
Erindi frá Skeljungi dags. 30. nóvember 2016 þar sem óskað er eftir að fá að setja upp 10m3 bátadælu á bæjarbryggjuna á Fáskrúðsfirði. Hafnarstjórn samþykkir beiðnina fyrir sitt leyti en felur framkvæmdastjóra að leita umsagnar aðilum er málið varðar.

7.
735 Hafnarsvæði Eskifirði - hugmyndavinna
Málsnúmer 1603089
Í framhaldi af vinnu við skoðun á mögulegri staðsetningu hafnarkants í tengslum við nýtt fiskiðjuver Eskju, óskar hafnarstjórn eftir því við bæjarstjórn að hún feli eigna- skipulags- og umhverfisnefnd að hefja vinnu við þær breytingar sem gera þarf á aðal- og deiliskipulagi svæðisins. Í hugmyndinni er gert ráð fyrir 90 metra kanti austast á fyllingunni með stækkunarmöguleika til vesturs um aðra 90 metra.
8.
Umsókn um leyfi fyrir forðatanki utan lýsisþróar á Fáskrúðsfirði
Málsnúmer 1611133
Erindi frá Skeljungi dags. 30. nóvember 2016 þar sem óskað er eftir leyfi fyrir forðatanki utan lýsisþróar Loðnuvinnslunnar á Fáskrúðsfirði. Tankurinn er bæði inn á lóð Loðnuvinnslunar að Hafnargötu 1 og lóð hafnarinnar.
Hafnarstjórn samþykkir fyrir sitt leiti að heimila Skeljungi að setja niður forða tank á umræddu svæði, með þeim fyrirvara þó að öll tilskilin leyfi fáist frá þar til bærum aðilum sem málið varðar.
9.
Ósk um lengingu á stálþili við Egersund á Eskifirði
Málsnúmer 1504173
Erindi frá Siglingasviði Vegagerðarinnar dags. 30. nóvember 2016 þar sem óskað er staðfestingar á að Vegagerðin megi fara í efnisútboð vegna lengingar kants við Egersund á Eskifirði. Svar óskast fyrir 15. desember nk.
Hafnarstjórn samþykkir að heimila útboð á efni í hafnarkantinn.
10.
Olíubirgðastöð í Reyðarfirði
Málsnúmer 2009-02-13-215
Trúnaðarmál. Farið yfir stöðu mála varðandi verkefnið.