Hafnarstjórn
171. fundur
3. janúar 2017
kl.
16:00
-
17:45
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Sævar Guðjónsson
Formaður
Pálína Margeirsdóttir
Varaformaður
Eydís Ásbjörnsdóttir
Aðalmaður
Starfsmenn
Steinþór Pétursson
Embættismaður
Fundargerð ritaði:
Steinþór Pétursson
Framkvæmdastjóri Fjarðabyggðarhafna
Dagskrá
1.
Fundargerðir CI á árinu 2016
Fundargerð stjórnar Cruise Iceland dags. 29. nóvember 2016. Lögð fram til kynningar.
2.
Fundargerðir Hafnasambands Íslands 2016
Fundargerð Hafnasambands Íslands nr. 390 dags. 7. desember 2016 lögð fram til kynningar.
3.
Framlög til hafnaframkvæmda í fjárlögum 2017
Erindi frá Hafnasambandi Íslands dags. 12. desember 2016 þar sem kynntur er verulegur niðurskurður í frumvarpi til fjárlaga 2017 til hafnaframkvæmda, samanborið við ný samþykkta samgönguáætlun. Aðildarhafnir eru hvattar til að láta í sér heyra vegna málsins og nýta tækifæri sem gefast til að ræða þetta við þingmenn.
4.
Umsókn um undanþágu frá lóðsskyldi Samskip Skaftafell 2. desember 2016
Erindi frá Samskipum hf. dags. 2. desember 2016 þar sem óskað er eftir undanþágu frá hafnsöguskyldu að og frá Mjóeyrarhöfn fyrir Capt. Sitnik Valery skipstjóra á MS Samskip Skaftafell.
Hafnarstjórn staðfestir undanþágu fyrir Sitnik Valery skipstjóra á MS Samskip Skaftafell.
Hafnarstjórn staðfestir undanþágu fyrir Sitnik Valery skipstjóra á MS Samskip Skaftafell.
5.
Öryggismyndavélar
Gerð grein fyrir skoðun á kostnaði við uppsetningu öryggismyndavéla á smábátahafnir í Fjarðabyggð. Hafnarstjórn felur framkvæmdastjóra að vinna í málinu.
6.
Norðfjörður - Fylling og stálþil á þróunarsvæði
Erindi frá Fjarðaneti dags. 2. des. 2016 þar sem spurt er um stauraröð innan við nýja kantinn til að styðja við skip sem þar leggja. Hafnarstjórn tekur ekki afstöðu til málsins að svo stöddu en felur framkvæmdastjóra að heyra í framkvæmdastjóra Fjarðanets vegna málsins.
7.
Skoðun á möguleikum á aðstöðu í landi vegna laxeldis
Farið yfir málefni varðandi fyrirhugað laxeldi í Reyðarfirði og skoðun Laxa fiskeldis ehf á mögulegum staðsetningu fyrir starfsemi þeirra í landi. Hafnarstjórn felur framkvæmdastjóra að vinna málið áfram.
8.
Mjóeyrarhöfn 2.áfangi - stækkun
Fyrir liggur leyfi fyrir efnistöku vegna annars áfanga Mjóeyrarhafnar. Óskað er heimildar til að láta gera útboðsgögn vegna dælingar efnis í farg og fyllingu undir bryggjuna og að bjóða verkið út.
Hafnarstjórn heimilar að hefja vinnu við útboðsgögn vegna dælingar og útboðs á henni. Framkvæmdastjóra einnig falið að sækja um framkvæmdaleyfi vegna framkvæmdar við 2. áfanga Mjóeyrarhafnar.
Hafnarstjórn heimilar að hefja vinnu við útboðsgögn vegna dælingar og útboðs á henni. Framkvæmdastjóra einnig falið að sækja um framkvæmdaleyfi vegna framkvæmdar við 2. áfanga Mjóeyrarhafnar.
9.
Efnistaka við Ljósá í Reyðarfirði
Hafnarsjóður Fjarðabyggðar hefur sent til eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar beiðni um framkvæmdarleyfi skv. skipulagsslögum og á grunni stefnu í Aðalskipulagi Fjarðabyggðar 2007-2027 til efnistöku úr sjó við Ljósá í Reyðarfirði.
Hafnarstjóri kynnti fyrir hafnarstjórn beiðni um framkvæmdarleyfi til efnistöku við Ljósá. Hafnarstjórn staðfesti beiðnina.
Hafnarstjóri kynnti fyrir hafnarstjórn beiðni um framkvæmdarleyfi til efnistöku við Ljósá. Hafnarstjórn staðfesti beiðnina.
10.
750 Bygging hafnarkants við frystigeymslu á Fáskrúðsfirði
Farið yfir stöðu mála varðandi framkvæmdir við Strandarbryggju.
11.
Rafmagnstenglar á höfnum Fjarðabyggðar
Umræða um rafmagnsmál á höfnum Fjarðabyggðar, en mikil umræða hefur verið undanfarin misseri um að auka þurfi notkun skipa og báta á landrafmagni þegar þau liggja í landi frekar en að keyra ljósavélar við bryggju. Framkvæmdastjóra falið að fara yfir þessi mál.