Fara í efni

Hafnarstjórn

172. fundur
24. janúar 2017 kl. 16:00 - 17:10
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Sævar Guðjónsson Formaður
Pálína Margeirsdóttir Varaformaður
Eydís Ásbjörnsdóttir Aðalmaður
Kristín Ágústsdóttir Aðalmaður
Starfsmenn
Steinþór Pétursson Embættismaður
Fundargerð ritaði:
Steinþór Pétursson Framkvæmdastjóri Fjarðabyggðarhafna
Dagskrá
1.
Tilkynning um fyrirhugaða 4.000 tonna laxeldisstöð Laxar fiskeldis ehf. í sjókvíum í Fáskrúðfirði
Málsnúmer 1201079
Fyrir liggur ákvörðun Skipulagsstofnunar sags. 28. desember 2016 um matsáætlun vegna fyrirhugaðs 4.000 tonna framleiðslu á laxi í Fáskrúðsfirði á vegum Laxa fiskeldis. Niðurstaðan er sú að Skipulagsstofnun felst á matsáætlunina með ákveðnum athugasemdum sem uppfylla þurfi við gerð frummatsskýrslu. Málið kynnt.
2.
Efnistaka í Norðfjarðarflóa
Málsnúmer 1612118
Rætt um rannsóknarskýrslur sem gerðar eru fyrir Fjarðabyggð og heimildir til notkunar á þeim af þriðja aðila. Hafnarstjórn telur að ætli utan aðkomandi aðilar að nota rannsóknir gerðar fyrir sveitarfélgið og kostaðar af því sé rétt að til komi greiðsla fyrir afnotin. Hafnarstjórn hvetur bæjarráð til að móta stefnu þar að lútandi.
3.
750 Bygging hafnarkants við frystigeymslu á Fáskrúðsfirði
Málsnúmer 1505078
Framlagt minnisblað framkvæmdastjóra hafna frá 11.janúar sl. vegna framkvæmda við hafnarkant á Fáskrúðsfirði. Eitt tilboð barst í verkið sem var yfir kostnaðaráætlun og samningar hafa lækkað tilboðsfjárhæð. Bæjarráð hefur samþykkt, fyrir sitt leyti, umsamið tilboðsverð sem fengið er að undangengnum samningum og vísar endanlegri ákvörðun um töku tilboðs til hafnarstjórnar. Hafnarstjórn samþykkir að gengið verði til samninga við MVA hf um verkið.
4.
Umsókn um skammtímaafnot af landi við Mjóeyrarhöfn
Málsnúmer 1701180
Farið yfir beiðni um afnot af svæði til skammstíma til samsetningar kvía. Farið var yfir drög að samkomulagi og er framkvæmdastjóra falið að ganga frá samkomulagi um svæði.
5.
Mjóeyrarhöfn 2.áfangi - stækkun
Málsnúmer 1210091
Skoðun á gögnum vegna undirbúnings að gerð útboðsgagna fyrir uppdælingu efnis í farg og fyllingu við Mjóeyrarhöfn.
Fyllingin miðast við gerð 160 metra kants og staðsetningu eins og í frumgögnum frá 2007. Þá er miðað við að dýpi við kant verði 14,5 metrar eins og er við núverandi kant á Mjóeyrarhöfn.