Fara í efni

Hafnarstjórn

174. fundur
21. febrúar 2017 kl. 16:00 - 17:00
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Sævar Guðjónsson Formaður
Pálína Margeirsdóttir Varaformaður
Ævar Ármannsson Aðalmaður
Starfsmenn
Steinþór Pétursson Embættismaður
Fundargerð ritaði:
Steinþór Pétursson Framkvæmdastjóri Fjarðabyggðarhafna
Dagskrá
1.
Fundargerðir Hafnasamband Íslands 2017
Málsnúmer 1701008
Fundargerð Hafnasambands Íslands nr. 391 dags. 23. janúars 2017 lögð fram til kynningar.
2.
Fundargerðir CI á árinu 2017
Málsnúmer 1701009
Fundargerð stjórnar Cruise Iceland dags. 17.janúar 2017 lögð fram til kynningar.
3.
Aðalfundur Cruise Europe 25 til 27 apríl 2017
Málsnúmer 1702122
Aðalfundur Cruise Europe verður haldinn í Bremerhaven þann 25 til 27 apríl 2017. Hafnarstjórn samþykkir að senda fulltrúa á fundinn.
4.
Umsókn um undanþágu frá lóðsskyldu fyrir Capt. Serhil Halan á Mv Marmaui ?
Málsnúmer 1702126
Erindi frá Thorship dags. 16. febrúar 2017 þar sém óskað er eftir undanþágu frá hafnsöguskyldu að og frá Mjóeyrarhöfn fyrir Capt. Serhil Halan skipstjóra á Mv. Marmaui. Hafnarstjórn staðfestir undanþágu frá hafnsögu fyrir Serhil Halan skipstjóra á Mv. Marmaui.
5.
Ósk um lengingu á stálþili við Egersund á Eskifirði
Málsnúmer 1504173
Upplýsingar frá siglingasviði Vegagerðarinnar dags. 8. febrúar 2017 um til boð í stál fyrir lengingu hafnarkants á Eskifirði.
Hafnarstjórn samþykkir töku tilboðs frá GA ehf í stálþil og festingar fyrir Eskifjörð að upphæð 30,4 millj.kr.
6.
Ósk um aðstöðu í fyrirhuguðu þjónustuhúsi Fjarðabyggðarhafna á Fáskrúðsfirði
Málsnúmer 1702099
Erindi frá Björgunarsveitinni Geisla á Fáskrúðsfirði dags. 13. febrúar 2017 þar sem óskað er eftir skoðað verði hvort sveitin geti fengið aðstöðu í væntanlegu þjónustuhúsi hafnarinnar við smábátahöfnina.
Hafnarstjórn tekur jákvætt í erindið og tekur það til frekari skoðunar við ákvörðun um byggingu hússins þegar að því kemur.
7.
Beiðni um styrk til endurbóta á bryggju við Egilsbraut 26
Málsnúmer 1702119
Erindi frá Hákoni Guðröðarsyni dags. 15. febrúar 2017 þar sem óskað er eftir styrk vegna endurbóta á bryggju framan við sjóhúsið að Egilsbraut 26 á Norðfirði.
Hafnarstjórn samþykkir að styrkja endurbætur á bryggju og bryggjupalli í samræmi við reglur hafnarstjórnar um endurgerð gamalla bryggja. Jafnframt samþykkir hafnarstjórn að hækka hámarksgreiðslu úr 500 þ.kr. í 750 þ.kr.
8.
Fiskeldi í Fjarðabyggð
Málsnúmer 1612017
Lagt fram kort af fyrirhuguðum svæðum sjókvíeldis í fjörðunum. Fyrir liggur að vinna þarf að undirbúningi að frekari stefnumótun í málefnum fiskeldis í fjörðum Fjarðabyggðar. Til undirbúnings þeirri vinnu hefur meðfylgjandi yfirlitsmynd verið unnin. Stefnt er á að málið verði til umræðu á íbúafundum í hverfum bæjarins í vor. Bæjarráð ásamt eigna- skipulags- og umhverfisnefnd mun vinna áfram að stefnumótun í málaflokknum.
9.
Beiðni um umsögn skipulags- og matslýsingar vegna breytingar á ASK og DSK Leiru 1 Eskifirði
Málsnúmer 1702143
Erindi frá Skipulags- og byggingafulltrúa Fjarðabyggðar dags. 20. febrúar 2017 þar sem óskað er umsagnar um skipulags og matslýsingu vegna fyrirhugaðrar breytingar á Aðalskipulagi Fjarðabyggðar 2007 - 2027 þéttbýlisuppdráttur fyrir Eskifjörð, stækkun hafnarsvæðis ásamt breytingu á deiliskipulagi Leiru 1.
Hafnarstjórn gerir ekki athugasemd við skipulags og matslýsinguna.
10.
Kaup á skotbómulyftara JF 0659
Málsnúmer 1702138
Lagður fram kaupsamningur fyrir skotbómulyftar af gerðinni Merlo árgerð 2007. Hafnarstjórn staðfestir kaupin.