Hafnarstjórn
174. fundur
21. febrúar 2017
kl.
16:00
-
17:00
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Sævar Guðjónsson
Formaður
Pálína Margeirsdóttir
Varaformaður
Ævar Ármannsson
Aðalmaður
Starfsmenn
Steinþór Pétursson
Embættismaður
Fundargerð ritaði:
Steinþór Pétursson
Framkvæmdastjóri Fjarðabyggðarhafna
Dagskrá
1.
Fundargerðir Hafnasamband Íslands 2017
Fundargerð Hafnasambands Íslands nr. 391 dags. 23. janúars 2017 lögð fram til kynningar.
2.
Fundargerðir CI á árinu 2017
Fundargerð stjórnar Cruise Iceland dags. 17.janúar 2017 lögð fram til kynningar.
3.
Aðalfundur Cruise Europe 25 til 27 apríl 2017
Aðalfundur Cruise Europe verður haldinn í Bremerhaven þann 25 til 27 apríl 2017. Hafnarstjórn samþykkir að senda fulltrúa á fundinn.
4.
Umsókn um undanþágu frá lóðsskyldu fyrir Capt. Serhil Halan á Mv Marmaui ?
Erindi frá Thorship dags. 16. febrúar 2017 þar sém óskað er eftir undanþágu frá hafnsöguskyldu að og frá Mjóeyrarhöfn fyrir Capt. Serhil Halan skipstjóra á Mv. Marmaui. Hafnarstjórn staðfestir undanþágu frá hafnsögu fyrir Serhil Halan skipstjóra á Mv. Marmaui.
5.
Ósk um lengingu á stálþili við Egersund á Eskifirði
Upplýsingar frá siglingasviði Vegagerðarinnar dags. 8. febrúar 2017 um til boð í stál fyrir lengingu hafnarkants á Eskifirði.
Hafnarstjórn samþykkir töku tilboðs frá GA ehf í stálþil og festingar fyrir Eskifjörð að upphæð 30,4 millj.kr.
Hafnarstjórn samþykkir töku tilboðs frá GA ehf í stálþil og festingar fyrir Eskifjörð að upphæð 30,4 millj.kr.
6.
Ósk um aðstöðu í fyrirhuguðu þjónustuhúsi Fjarðabyggðarhafna á Fáskrúðsfirði
Erindi frá Björgunarsveitinni Geisla á Fáskrúðsfirði dags. 13. febrúar 2017 þar sem óskað er eftir skoðað verði hvort sveitin geti fengið aðstöðu í væntanlegu þjónustuhúsi hafnarinnar við smábátahöfnina.
Hafnarstjórn tekur jákvætt í erindið og tekur það til frekari skoðunar við ákvörðun um byggingu hússins þegar að því kemur.
Hafnarstjórn tekur jákvætt í erindið og tekur það til frekari skoðunar við ákvörðun um byggingu hússins þegar að því kemur.
7.
Beiðni um styrk til endurbóta á bryggju við Egilsbraut 26
Erindi frá Hákoni Guðröðarsyni dags. 15. febrúar 2017 þar sem óskað er eftir styrk vegna endurbóta á bryggju framan við sjóhúsið að Egilsbraut 26 á Norðfirði.
Hafnarstjórn samþykkir að styrkja endurbætur á bryggju og bryggjupalli í samræmi við reglur hafnarstjórnar um endurgerð gamalla bryggja. Jafnframt samþykkir hafnarstjórn að hækka hámarksgreiðslu úr 500 þ.kr. í 750 þ.kr.
Hafnarstjórn samþykkir að styrkja endurbætur á bryggju og bryggjupalli í samræmi við reglur hafnarstjórnar um endurgerð gamalla bryggja. Jafnframt samþykkir hafnarstjórn að hækka hámarksgreiðslu úr 500 þ.kr. í 750 þ.kr.
8.
Fiskeldi í Fjarðabyggð
Lagt fram kort af fyrirhuguðum svæðum sjókvíeldis í fjörðunum. Fyrir liggur að vinna þarf að undirbúningi að frekari stefnumótun í málefnum fiskeldis í fjörðum Fjarðabyggðar. Til undirbúnings þeirri vinnu hefur meðfylgjandi yfirlitsmynd verið unnin. Stefnt er á að málið verði til umræðu á íbúafundum í hverfum bæjarins í vor. Bæjarráð ásamt eigna- skipulags- og umhverfisnefnd mun vinna áfram að stefnumótun í málaflokknum.
9.
Beiðni um umsögn skipulags- og matslýsingar vegna breytingar á ASK og DSK Leiru 1 Eskifirði
Erindi frá Skipulags- og byggingafulltrúa Fjarðabyggðar dags. 20. febrúar 2017 þar sem óskað er umsagnar um skipulags og matslýsingu vegna fyrirhugaðrar breytingar á Aðalskipulagi Fjarðabyggðar 2007 - 2027 þéttbýlisuppdráttur fyrir Eskifjörð, stækkun hafnarsvæðis ásamt breytingu á deiliskipulagi Leiru 1.
Hafnarstjórn gerir ekki athugasemd við skipulags og matslýsinguna.
Hafnarstjórn gerir ekki athugasemd við skipulags og matslýsinguna.
10.
Kaup á skotbómulyftara JF 0659
Lagður fram kaupsamningur fyrir skotbómulyftar af gerðinni Merlo árgerð 2007. Hafnarstjórn staðfestir kaupin.