Fara í efni

Hafnarstjórn

175. fundur
14. mars 2017 kl. 16:30 - 20:25
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Sævar Guðjónsson Formaður
Pálína Margeirsdóttir Varaformaður
Ævar Ármannsson Aðalmaður
Kristín Ágústsdóttir Aðalmaður
Einar Már Sigurðarson Varamaður
Starfsmenn
Steinþór Pétursson Embættismaður
Fundargerð ritaði:
Steinþór Pétursson Framkvæmdastjóri Fjarðabyggðarhafna
Dagskrá
1.
10.000 tonna laxeldi í Mjóafirði og Norðfjarðarflóa - beiðni um umsögn
Málsnúmer 1609085
Vísað til kynningar frá ESU.
Skipulagsstofnun hefur birt nýjar ákvarðanir um matsáætlanir fyrir fyrirhugað laxeldi Fiskeldis Austfjarða í Mjóafirði, Hellisfirði og Viðfirði.
Lagt fram minniblöð umhverfisstjóra um málið dagsett 4. mars 2017.
Eigna-, skipulags og umhverfisnefnd tekur undir þær athugasemdir sem fram koma í minnisblaði og felur umhverfisstjóra að koma þeim á framfæri við viðeigandi stofnanir í samráði við bæjarstjóra. Vísað til kynningar í Hafnarstjórn.
Hafnarstjórn leggur til að farið verði fram á nánari skýringar um viðbrögð við náttúruvá s.s. öskufalli. Einnig mætti benda á nýlega umfjöllun um áhrif dauða þangs á viðkomandi svæði. Þá leggur hafnarstjórn til að fengið verði álit Náttúrustofu Austurlands á minnisblaðinu sem liggur fyrir fundinum.
2.
10.000 tonna framleiðsla á laxi í Stöðvarfirði - beiðni um umsögn
Málsnúmer 1609087
Vísað til kynningar frá ESU.
Skipulagsstofnun hefur birt nýjar ákvarðanir um matsáætlanir fyrir fyrirhugað laxeldi Fiskeldis Austfjarða í Stöðvarfirði.
Lagt fram til minniblöð umhverfisstjóra um málið dagsett 4. mars 2017. Eigna-, skipulags og umhverfisnefnd tekur undir þær athugasemdir sem fram koma í minnisblaði og felur umhverfisstjóra að koma þeim á framfæri við viðeigandi stofnanir í samráði við bæjarstjóra. Vísað til kynningar í Hafnarstjórn.
Sjá umfjöllun undir 1. dagskrárlið.
3.
Skoðun á möguleikum á aðstöðu í landi vegna laxeldis
Málsnúmer 1612109
Umræða um málefni laxeldis í fjörðum Fjarðabyggðar. Hafnarstjórn óskar eftir sameiginlegum fundi með eigna- skipulags- og umhverfisnefnd og bæjarráði vegna þessara mála.
4.
Undirbúningsvinna vegna komu skemmtiferðaskipa
Málsnúmer 1005131
Umfjöllun um málefni skemmtiferðaskipa og komur þeirra til Fjaraðbyggðar. Fyrir fundinum lá vinnuskjal framkvæmdastjóra um málefnið.
Hafnarstjórn felur framkvæmdastjóra að vinna málið áfram.
5.
Sjónvarpsþættir um hafnir
Málsnúmer 1703048
Erindi frá Hafnasambandi Íslands dags. 6. mars 2017 þar verið er að kanna áhuga hafna fyrir þátttöku í gerð kynningarþátt um starfsemi og umfang hafna. Auk þess býðst höfnunum að láta gera einn þátt fyrir sig. Framleiðslukostnaður við slíkan þátt er áætlaður um 540 þ.kr. auk ferðakostnaðar.
Hafnarstjórn samþykkir að taka þátt í gerð kynningarþáttar fyrir hafnirnar landsins og sérþátt fyrir Fjarðabyggðarhafnir.
6.
Námskeið á vegum Hafnasambands íslands þann 4. maí 2017
Málsnúmer 1703047
Erindi frá Hafnasambandi Íslands dags. 6. mars 2017 þar sem tilkynnt er um fyrirhugað námskeið á vegum þess þann 4. maí 2017 um m.a samskipti við fjölmiðla.
Hafnarstjórn samþykkir að senda fulltrúa á fundinn.
7.
Afmörkun hafnasvæða - réttindi og skyldur
Málsnúmer 1702078
Umræða um afmörkun hafnarsvæða, réttindi og skyldur því fylgjandi í tengslum við skipulagssvæði sveitarfélaga og áhrif á ákvaðanir tengdar notkun fjarðanna. Fyrir liggur lögfræði samantekt um málið frá Sókn lögmannsstofu dags. 8. febrúar 2017.
Hafnarstjórn felur framkvæmdastjóra að vinna málið áfram.
8.
Umsókn um undanþágu frá lóðsskyldu fyrir Capt. Denis Zhitnik á Mv. Marmactan
Málsnúmer 1703043
Erindi frá Thor Shipping ehf dags. 6. mars 2017 þar sem óskað er eftir undanþágu frá hafnsöguskyldu að og frá Mjóeyrarhöfn fyrir Denis Zhitnik skipstjóra á Mv. Marmactan. Hafnarstjórn staðfestir undanþágu frá hafnsögu fyrir Denis Zhitnik skipstjóra á Mv. Marmactan.
9.
Fundargerðir Hafnasamband Íslands 2017
Málsnúmer 1701008
Fundargerð Hafnasambands Íslands nr. 392 dags. 17. febrúar 2017 lögð fram til kynningar.